Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2021 14:07 Prinsessan Sheikha Latifa árið 2018, skömmu áður en hún reyndi að flýja frá Dubai öðru sinni. Hún var þá 32 ára gömul. Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. Skilaboðunum kom hún til vina sinna, sem hafa deilt þeim með BBC. Hún segir að þegar hún reyndi að flýja land árið 2018 hafi sérsveitarmenn sigið úr þyrlu um borð í bát hennar undan ströndum Indlands, gefið henni deyfilyf og flutt hana aftur í land. Sjá einnig: Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Síðan þá hefur henni verið haldið í húsi í Dubai undir sólarhrings eftirliti. Vinir Latifu segja hana nú hætta að senda þeim skilaboð og óttast þeir um öryggi hennar. Því hafi þeir fært blaðamönnum BBC skilaboðin sem hún hafi sent. Í skilaboðunum segir Latifa að henni sé haldið í glæsihýsi. Hún fái hvorki að fara út né opna glugga og að lögregluþjónarnir sem haldi henni hafi gantast með að hún muni aldrei sjá til sólar aftur. Hér má sjá fréttaskýringaþátt BBC, Panorama, þar sem fjallað var um skilaboðin frá prinsessunni í síðasta mánuði. Sjeikinn Mohammed bin Rashid Al Maktoum er einn auðugasti ríkishöfðingi heimsins. Hann er auk þess að vera varaforseti og forsætisráðherra, leiðtogi Dubai. Sjötta og yngsta eiginkona hans, Haya Bint al-Hussein, var árið 2019 sögð hafa flúið land og halda til í London. Hún höfðaði mál gegn sjeiknum í Bretlandi og í fyrra komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að hann hefði hótað henni og látið ræna dætrum sínum. Auk Latifu, mun sjeikinn einnig hafa látið ræna Shamsu Al Maktoum frá Englandi árið 2000. Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira
Skilaboðunum kom hún til vina sinna, sem hafa deilt þeim með BBC. Hún segir að þegar hún reyndi að flýja land árið 2018 hafi sérsveitarmenn sigið úr þyrlu um borð í bát hennar undan ströndum Indlands, gefið henni deyfilyf og flutt hana aftur í land. Sjá einnig: Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Síðan þá hefur henni verið haldið í húsi í Dubai undir sólarhrings eftirliti. Vinir Latifu segja hana nú hætta að senda þeim skilaboð og óttast þeir um öryggi hennar. Því hafi þeir fært blaðamönnum BBC skilaboðin sem hún hafi sent. Í skilaboðunum segir Latifa að henni sé haldið í glæsihýsi. Hún fái hvorki að fara út né opna glugga og að lögregluþjónarnir sem haldi henni hafi gantast með að hún muni aldrei sjá til sólar aftur. Hér má sjá fréttaskýringaþátt BBC, Panorama, þar sem fjallað var um skilaboðin frá prinsessunni í síðasta mánuði. Sjeikinn Mohammed bin Rashid Al Maktoum er einn auðugasti ríkishöfðingi heimsins. Hann er auk þess að vera varaforseti og forsætisráðherra, leiðtogi Dubai. Sjötta og yngsta eiginkona hans, Haya Bint al-Hussein, var árið 2019 sögð hafa flúið land og halda til í London. Hún höfðaði mál gegn sjeiknum í Bretlandi og í fyrra komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að hann hefði hótað henni og látið ræna dætrum sínum. Auk Latifu, mun sjeikinn einnig hafa látið ræna Shamsu Al Maktoum frá Englandi árið 2000.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira