Saksóknari fann fleiri milljónir Zuism-bræðra í Bandaríkjunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2021 06:16 Einar Ágústsson við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur gert þá kröfu að fleiri eignir Einars Ágústssonar, annars fyrirsvarsmanna trúfélagsins Zuism, verði gerðar upptækar. Um er að ræða allar eignir Einars á reikningum hjá breska verðbréfafyrirtækinu Interactive Brokers í London. Um er að ræða samanlagt rúmlega 16 þúsund dollara eða andvirði rúmlega tveggja milljóna íslenskra króna. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari í málinu, lagði á mánudag fram framhaldsákæru í máli héraðssaksóknara gegn bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum. Þeir sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti í gegnum trúfélagið Zuism. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. Auk bræðranna er trúfélagið Zuism, einkahlutafélagið EAF sem Einar er í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákært í málinu. Ágúst Arnar Ágústsson mætir í dómsal en á hæla honum kemur Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari.Vísir/Vilhelm Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Af þeim fjármunum voru aðeins 1,27 milljónir króna eftir á bankareikningi Zuism 7. maí árið 2019. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja hjá félögum Einars og Zuism. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur haldið eftir sóknargjöldum til Zuism í rúmlega tvö ár vegna óvissu um hvort að félagið uppfylli skilyrði laga um trúfélög. Frávísunarkrafa verjenda bræðranna var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudagsmorgun. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari hefur nú fjórar vikur til að kveða upp úrskurð um kröfu verjendanna. Þeir höfðu á orði við þingfestingu málsins að ákæran væri óskýr og reyndu að færa rök fyrir því við fyrirtöku málsins á mánudag. Í framhaldsákærunni kemur fram að héraðssaksóknari hafi fengið upplýsingar frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu um tvo reikninga til viðbótar sem skráðir eru á Einar hjá Interactive Brokers. Þótt reikningarnir séu skráðir hjá Interactive Brokers í Bretlandi eru eignirnar á þeim endanlega varslaðar hjá móðurfélaginu í Bandaríkjunum. Hafa eignir á báðum reikningum Einars verið kyrsettar til bráðabirgða eins og aðrir reikningar hans. Zuism Dómsmál Trúmál Tengdar fréttir Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari í málinu, lagði á mánudag fram framhaldsákæru í máli héraðssaksóknara gegn bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum. Þeir sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti í gegnum trúfélagið Zuism. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. Auk bræðranna er trúfélagið Zuism, einkahlutafélagið EAF sem Einar er í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákært í málinu. Ágúst Arnar Ágústsson mætir í dómsal en á hæla honum kemur Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari.Vísir/Vilhelm Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Af þeim fjármunum voru aðeins 1,27 milljónir króna eftir á bankareikningi Zuism 7. maí árið 2019. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja hjá félögum Einars og Zuism. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur haldið eftir sóknargjöldum til Zuism í rúmlega tvö ár vegna óvissu um hvort að félagið uppfylli skilyrði laga um trúfélög. Frávísunarkrafa verjenda bræðranna var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudagsmorgun. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari hefur nú fjórar vikur til að kveða upp úrskurð um kröfu verjendanna. Þeir höfðu á orði við þingfestingu málsins að ákæran væri óskýr og reyndu að færa rök fyrir því við fyrirtöku málsins á mánudag. Í framhaldsákærunni kemur fram að héraðssaksóknari hafi fengið upplýsingar frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu um tvo reikninga til viðbótar sem skráðir eru á Einar hjá Interactive Brokers. Þótt reikningarnir séu skráðir hjá Interactive Brokers í Bretlandi eru eignirnar á þeim endanlega varslaðar hjá móðurfélaginu í Bandaríkjunum. Hafa eignir á báðum reikningum Einars verið kyrsettar til bráðabirgða eins og aðrir reikningar hans.
Zuism Dómsmál Trúmál Tengdar fréttir Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01
Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42
Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23