„Veistu hvað kostar að reka þetta fólk?“ Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 17. febrúar 2021 10:00 Flest fatlað fólk þekkir þá vondu tilfinningu að um það sé rætt eins og byrði á samfélaginu. Ég hef verið í hjólastól síðan ég fæddist, og er þar af leiðandi sérfræðingur í kostnaði hinna ýmsu ríkisstofnana við að „reka mig“ eins og fleygt hefur verið fram í umræðunni um stöðu fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Ég veit hvað hjálpartækin mín kosta, ég man gróflega hvað hjálpartæki sem mér hefur verið úthlutað síðasta áratug kosta. Ég veit hvað það kostar að veita mér aðstoð á mánuði. Ég veit hvað aðgengislagfæringar sem hafa verið gerðar „vegna mín“ hér og þar kosta. Okkur er nefnilega tíðrætt um hvað fatlað fólk sé dýrt í rekstri og hið opinbera hefur af einhverjum ástæðum haft þá stefnu að fatlað fólk og aðrir viti nákvæmlega hvað það kostar ríkissjóð og sveitarfélög að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem það á rétt á samkvæmt lögum. Hvað kostar barnið þitt? Við þiggjum öll margs konar þjónustu og stuðning frá ríki og sveitarfélögum en mjög sjaldan er okkur sagt hvað við kostum. Þú sérð ekki flennistórt skilti á mislægum gatnamótum um hvað framkvæmdin kostaði og foreldrar leikskólabarna fá ekki reikning með sundurliðun yfir hvað sú margvíslega þjónusta sem börn fá innan veggja leikskólans kostar. Sem betur fer ekki! Hugmyndir velferðarsamfélagsins byggja á því að við leggjum öll til sameiginlegra sjóða og þiggjum eftir þörfum til að allir geti átt þess kost að njóta mannsæmandi lífs. Það hefur tryggt velsæld fjölskyldna, eldri borgara, fatlaðs fólks, barna og okkar allra. Hvort viltu gervigrasvöll eða fatlað fólk? Þjónusta við fatlað fólk er lögbundin skylda. Sveitarfélög hafa ekki lagalega skyldu til að reka lystigarða, sundlaugar eða gervigrasvelli. Þeim ber ekki einu sinni skylda til að reka leikskóla eða tónlistarskóla. En þeim ber skylda til þess að þjónusta fatlað fólk, samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasamningum sem þau hafa undirgengist. Okkur gæti fundist fyrrgreind þjónusta lífsnauðsynleg fyrir blómlegt bæjarlíf og sem betur fer sjá flest sveitarfélög hag sinn í því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Það eru líka margvíslegar ástæður fyrir því að veita fötluðu fólki og aðstandendum þess góða þjónustu — þrátt fyrir að það tryggi stjórnmálamönnum kannski ekki mörg atkvæði, því miður. Fjölbreytileiki í samfélaginu er t.a.m, styrkleiki og hver manneskja dýrmæt. Fatlað fólk er verðmætt afl á vinnumarkaði með sína menntun, reynslu og þekkingu. Fjölskyldur fatlaðra barna og ungmenna geta unnið úti ef það fær þjónustu. Góð þjónusta dregur einnig úr þörf fyrir inngrip heilbrigðiskerfisins fyrir bæði fatlað fólk sjálft og aðstandendur þess. Fatlað fólk fer ekki neitt og stuðningsþarfir þess ekki heldur þrátt fyrir að skorið sé niður í þjónustu við það. Það er því uggvænlegt að heyra sveitarfélög tala um þjónustu við fatlað fólk eins og um valkvæða þjónustu sé að ræða. Hagsmunir okkar allra að verja mannréttindi Á krepputímum er freistandi að draga fram kostnað við velferðarþjónustu og mannréttindaskuldbindingar en aldrei er eins brýnt og þá og að verja velferð íbúa og forgangsraða verkefnum í samræmi við lagaleg réttindi og skyldur ríkis og sveitarfélaga. Þau réttindi sem hafa verið viðurkennd sem mannréttindi eiga þá að vera í algjörum forgangi. Það er ekki bara siðferðilega réttt heldur óumdeilanleg lagaleg skylda, og forsenda þess að ríki geti staðið við skuldbindbindingar sínar um að tryggja öllum íbúum mannréttindi og jöfn tækifæri. Og síðast en ekki síst, það er þegar öllu er á botninn hvolft hagsmunir okkar allra! Höfundur er starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mannréttindi Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Flest fatlað fólk þekkir þá vondu tilfinningu að um það sé rætt eins og byrði á samfélaginu. Ég hef verið í hjólastól síðan ég fæddist, og er þar af leiðandi sérfræðingur í kostnaði hinna ýmsu ríkisstofnana við að „reka mig“ eins og fleygt hefur verið fram í umræðunni um stöðu fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Ég veit hvað hjálpartækin mín kosta, ég man gróflega hvað hjálpartæki sem mér hefur verið úthlutað síðasta áratug kosta. Ég veit hvað það kostar að veita mér aðstoð á mánuði. Ég veit hvað aðgengislagfæringar sem hafa verið gerðar „vegna mín“ hér og þar kosta. Okkur er nefnilega tíðrætt um hvað fatlað fólk sé dýrt í rekstri og hið opinbera hefur af einhverjum ástæðum haft þá stefnu að fatlað fólk og aðrir viti nákvæmlega hvað það kostar ríkissjóð og sveitarfélög að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem það á rétt á samkvæmt lögum. Hvað kostar barnið þitt? Við þiggjum öll margs konar þjónustu og stuðning frá ríki og sveitarfélögum en mjög sjaldan er okkur sagt hvað við kostum. Þú sérð ekki flennistórt skilti á mislægum gatnamótum um hvað framkvæmdin kostaði og foreldrar leikskólabarna fá ekki reikning með sundurliðun yfir hvað sú margvíslega þjónusta sem börn fá innan veggja leikskólans kostar. Sem betur fer ekki! Hugmyndir velferðarsamfélagsins byggja á því að við leggjum öll til sameiginlegra sjóða og þiggjum eftir þörfum til að allir geti átt þess kost að njóta mannsæmandi lífs. Það hefur tryggt velsæld fjölskyldna, eldri borgara, fatlaðs fólks, barna og okkar allra. Hvort viltu gervigrasvöll eða fatlað fólk? Þjónusta við fatlað fólk er lögbundin skylda. Sveitarfélög hafa ekki lagalega skyldu til að reka lystigarða, sundlaugar eða gervigrasvelli. Þeim ber ekki einu sinni skylda til að reka leikskóla eða tónlistarskóla. En þeim ber skylda til þess að þjónusta fatlað fólk, samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasamningum sem þau hafa undirgengist. Okkur gæti fundist fyrrgreind þjónusta lífsnauðsynleg fyrir blómlegt bæjarlíf og sem betur fer sjá flest sveitarfélög hag sinn í því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Það eru líka margvíslegar ástæður fyrir því að veita fötluðu fólki og aðstandendum þess góða þjónustu — þrátt fyrir að það tryggi stjórnmálamönnum kannski ekki mörg atkvæði, því miður. Fjölbreytileiki í samfélaginu er t.a.m, styrkleiki og hver manneskja dýrmæt. Fatlað fólk er verðmætt afl á vinnumarkaði með sína menntun, reynslu og þekkingu. Fjölskyldur fatlaðra barna og ungmenna geta unnið úti ef það fær þjónustu. Góð þjónusta dregur einnig úr þörf fyrir inngrip heilbrigðiskerfisins fyrir bæði fatlað fólk sjálft og aðstandendur þess. Fatlað fólk fer ekki neitt og stuðningsþarfir þess ekki heldur þrátt fyrir að skorið sé niður í þjónustu við það. Það er því uggvænlegt að heyra sveitarfélög tala um þjónustu við fatlað fólk eins og um valkvæða þjónustu sé að ræða. Hagsmunir okkar allra að verja mannréttindi Á krepputímum er freistandi að draga fram kostnað við velferðarþjónustu og mannréttindaskuldbindingar en aldrei er eins brýnt og þá og að verja velferð íbúa og forgangsraða verkefnum í samræmi við lagaleg réttindi og skyldur ríkis og sveitarfélaga. Þau réttindi sem hafa verið viðurkennd sem mannréttindi eiga þá að vera í algjörum forgangi. Það er ekki bara siðferðilega réttt heldur óumdeilanleg lagaleg skylda, og forsenda þess að ríki geti staðið við skuldbindbindingar sínar um að tryggja öllum íbúum mannréttindi og jöfn tækifæri. Og síðast en ekki síst, það er þegar öllu er á botninn hvolft hagsmunir okkar allra! Höfundur er starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar