Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 07:04 Yfirvöld í Ástralíu hafa mótmælt aðgerð Facebook. Getty/Robert Cianflone Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. Með þessari aðgerð vill Facebook svara áströlsku lagafrumvarpi sem myndi skylda tæknirisa á borð við Facebook og Google til þess að borga fyrir fréttaefni. Lokunin gerir það að verkum að Ástralir geta nú hvorki nálgast Facebook-síður ástralskra né alþjóðlegra fréttamiðla þar sem þær hafa verið „blokkaðar“. Þá geta þeir sem eru utan Ástralíu ekki nálgast neinar færslur á áströlskum fréttamiðlum; ef til dæmis er farið inn á Facebook-síðu eins stærsta dagblaðs landsins, The Herald Sun, er þar ekki að finna neinar færslur yfirhöfuð. Yfirvöld í Ástralíu hafa harðlega gagnrýnt lokunina og segja hana sýna glöggt hversu mikil völd tæknirisarnir hafa á markaðnum. watch on YouTube Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, segir lokunina geta haft mikil samfélagsleg áhrif en um sautján milljónir Ástrala heimsækja Facebook að minnsta kosti mánaðarlega. Hann segir ríkisstjórnina staðráðna í að samþykkja lagafrumvarpið og segir yfirvöld vilja sjá Facebook áfram í Ástralíu. „En mér finnst þessi aðgerð þeirra bæði ónauðsynleg og röng,“ segir Frydenberg. Yfirvöld í Ástralíu segja lagasetninguna eiga að jafna leikinn á milli hefðbundinna fréttamiðla og tæknirisanna. Líkt og víðar í heiminum hafa hefðbundnir fréttamiðlar í Ástralíu barist í bökkum undanfarin ár. Ein ástæðan er talin vera sá mikli fjöldi auglýsinga sem seldur er til Facebook og Google en tölurnar sýna að fyrir hverja 100 ástralska dollara sem fyrirtæki verja í stafrænar auglýsingar fer 81 dollari til þessara tveggja fyrirtækja. Bæði Google og Facebook hafa barist gegn lagasetningunni. Fyrirtækin segja frumvarpið ekki endurspegla hvernig internetið virki og að lögin myndu refsa þeim á ósanngjarnan hátt. Engu að síður hefur Google nýlega samið um að greiða fyrir fréttir frá þremur af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum Ástralíu. Ástralía Facebook Fjölmiðlar Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Með þessari aðgerð vill Facebook svara áströlsku lagafrumvarpi sem myndi skylda tæknirisa á borð við Facebook og Google til þess að borga fyrir fréttaefni. Lokunin gerir það að verkum að Ástralir geta nú hvorki nálgast Facebook-síður ástralskra né alþjóðlegra fréttamiðla þar sem þær hafa verið „blokkaðar“. Þá geta þeir sem eru utan Ástralíu ekki nálgast neinar færslur á áströlskum fréttamiðlum; ef til dæmis er farið inn á Facebook-síðu eins stærsta dagblaðs landsins, The Herald Sun, er þar ekki að finna neinar færslur yfirhöfuð. Yfirvöld í Ástralíu hafa harðlega gagnrýnt lokunina og segja hana sýna glöggt hversu mikil völd tæknirisarnir hafa á markaðnum. watch on YouTube Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, segir lokunina geta haft mikil samfélagsleg áhrif en um sautján milljónir Ástrala heimsækja Facebook að minnsta kosti mánaðarlega. Hann segir ríkisstjórnina staðráðna í að samþykkja lagafrumvarpið og segir yfirvöld vilja sjá Facebook áfram í Ástralíu. „En mér finnst þessi aðgerð þeirra bæði ónauðsynleg og röng,“ segir Frydenberg. Yfirvöld í Ástralíu segja lagasetninguna eiga að jafna leikinn á milli hefðbundinna fréttamiðla og tæknirisanna. Líkt og víðar í heiminum hafa hefðbundnir fréttamiðlar í Ástralíu barist í bökkum undanfarin ár. Ein ástæðan er talin vera sá mikli fjöldi auglýsinga sem seldur er til Facebook og Google en tölurnar sýna að fyrir hverja 100 ástralska dollara sem fyrirtæki verja í stafrænar auglýsingar fer 81 dollari til þessara tveggja fyrirtækja. Bæði Google og Facebook hafa barist gegn lagasetningunni. Fyrirtækin segja frumvarpið ekki endurspegla hvernig internetið virki og að lögin myndu refsa þeim á ósanngjarnan hátt. Engu að síður hefur Google nýlega samið um að greiða fyrir fréttir frá þremur af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum Ástralíu.
Ástralía Facebook Fjölmiðlar Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira