Geta komið sér á næsta stig í Kósovó í dag Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2021 10:32 Tryggvi Snær Hlinason og félagar mæta Slóvakíu í Kósovó í dag. vísir/Bára Íslenska karlalandsliðið í körfubolta má ekki misstíga sig illa í leikjunum við Slóvakíu í dag og við Lúxemborg á laugardag. Annars tekur við lengra frí en menn kæra sig um. Craig Pedersen hefur valið þá 12 leikmenn sem spila í dag en Hjálmar Stefánsson er þrettándi maður og situr hjá í dag. Ragnar Ágúst Nathanaelsson leikur sinn 50. landsleik. Liðsskipan Íslands: Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48) Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86) Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13) Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14) Kristinn Pálsson · Grindavík (15) Ólafur Ólafsson · Grindavík (38) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49) Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12) Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði) Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41) Eftir að hafa fallið úr leik með afar naumum hætti í tveimur undankeppnum leikur Ísland nú í forkeppni (þrepi neðar en undankeppni) HM 2023. Forkeppninni er skipt í tvö stig og nú er leikið á fyrra stiginu, í tveimur fjögurra liða riðlum. Ísland er í góðum málum í sínum riðli með 7 stig fyrir síðustu tvær umferðirnar sem leiknar eru í Kósovó. Slóvakía er með 6 stig, Kósovó 6 og Lúxemborg 5, en tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland er búið með leiki sína við Kósovó og er með betri innbyrðis úrslit í þeim leikjum. Liðið vann fyrri leik sinn við Slóvakíu 83-74 og fyrri leikinn við Lúxemborg 90-76. Staðan og úrslit í riðli Íslands í forkeppninni. Tvær síðustu umferðirnar eru leiknar í Kósovó vegna kórónuveirufaraldursins. Lokaleikirnir fara fram 20. febrúar, en ekki 21. febrúar eins og stendur.Skjáskot af Wikipedia Íslandi dugar því að vinna annan leikjanna sem liðið á eftir til að komast á næsta stig forkeppninnar. Jafnvel þó að liðið tapi báðum leikjum gæti Ísland komist áfram sem annað tveggja liða sem komast áfram, sérstaklega ef að leikurinn gegn Slóvakíu í dag tapast ekki með tíu stiga mun eða meira. Tapist leikurinn í dag með 10 stigum, sem og leikurinn við Lúxemborg, er Ísland hins vegar úr leik ef heimamenn í Kósovó vinna báða sína leiki. Næstu leikir í ágúst ef vel fer Komist Ísland áfram leikur liðið á seinna stigi forkeppninnar í ágúst, í einum af fjórum þriggja liða riðlum. Seinna stigið er allt spilað í ágúst. Tvö af þremur liðum komast upp úr hverjum riðli í hina eiginlegu undankeppni HM í Evrópu, þar sem færi gefst á að mæta bestu liðum álfunnar næsta vetur. Liðin sem enda í neðri tveimur sætunum í riðli Íslands fá ekki mótsleiki í sumar og þurfa að gera sér að góðu að byrja að horfa til EM 2025 með þátttöku í nýrri forkeppni. Ísland er án lykilleikmanna á borð við Martin Hermannsson og Hauk Helga Pálsson en þeir leikmenn sem héldu af stað til Kósovó um helgina eru allir klárir í slaginn í dag. Þar á meðal er nýliðinn Styrmir Snær Þrastarson úr liði Þórs í Þorlákshöfn. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Sjá meira
Craig Pedersen hefur valið þá 12 leikmenn sem spila í dag en Hjálmar Stefánsson er þrettándi maður og situr hjá í dag. Ragnar Ágúst Nathanaelsson leikur sinn 50. landsleik. Liðsskipan Íslands: Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48) Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86) Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13) Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14) Kristinn Pálsson · Grindavík (15) Ólafur Ólafsson · Grindavík (38) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49) Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12) Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði) Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41) Eftir að hafa fallið úr leik með afar naumum hætti í tveimur undankeppnum leikur Ísland nú í forkeppni (þrepi neðar en undankeppni) HM 2023. Forkeppninni er skipt í tvö stig og nú er leikið á fyrra stiginu, í tveimur fjögurra liða riðlum. Ísland er í góðum málum í sínum riðli með 7 stig fyrir síðustu tvær umferðirnar sem leiknar eru í Kósovó. Slóvakía er með 6 stig, Kósovó 6 og Lúxemborg 5, en tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland er búið með leiki sína við Kósovó og er með betri innbyrðis úrslit í þeim leikjum. Liðið vann fyrri leik sinn við Slóvakíu 83-74 og fyrri leikinn við Lúxemborg 90-76. Staðan og úrslit í riðli Íslands í forkeppninni. Tvær síðustu umferðirnar eru leiknar í Kósovó vegna kórónuveirufaraldursins. Lokaleikirnir fara fram 20. febrúar, en ekki 21. febrúar eins og stendur.Skjáskot af Wikipedia Íslandi dugar því að vinna annan leikjanna sem liðið á eftir til að komast á næsta stig forkeppninnar. Jafnvel þó að liðið tapi báðum leikjum gæti Ísland komist áfram sem annað tveggja liða sem komast áfram, sérstaklega ef að leikurinn gegn Slóvakíu í dag tapast ekki með tíu stiga mun eða meira. Tapist leikurinn í dag með 10 stigum, sem og leikurinn við Lúxemborg, er Ísland hins vegar úr leik ef heimamenn í Kósovó vinna báða sína leiki. Næstu leikir í ágúst ef vel fer Komist Ísland áfram leikur liðið á seinna stigi forkeppninnar í ágúst, í einum af fjórum þriggja liða riðlum. Seinna stigið er allt spilað í ágúst. Tvö af þremur liðum komast upp úr hverjum riðli í hina eiginlegu undankeppni HM í Evrópu, þar sem færi gefst á að mæta bestu liðum álfunnar næsta vetur. Liðin sem enda í neðri tveimur sætunum í riðli Íslands fá ekki mótsleiki í sumar og þurfa að gera sér að góðu að byrja að horfa til EM 2025 með þátttöku í nýrri forkeppni. Ísland er án lykilleikmanna á borð við Martin Hermannsson og Hauk Helga Pálsson en þeir leikmenn sem héldu af stað til Kósovó um helgina eru allir klárir í slaginn í dag. Þar á meðal er nýliðinn Styrmir Snær Þrastarson úr liði Þórs í Þorlákshöfn.
Liðsskipan Íslands: Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48) Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86) Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13) Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14) Kristinn Pálsson · Grindavík (15) Ólafur Ólafsson · Grindavík (38) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49) Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12) Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði) Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41)
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Sjá meira