Umræða um hálendisþjóðgarð þarfnist lengri tíma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 13:52 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. vísir/Vilhelm Umræða um stofnun hálendisþjóðgarðs þarfnast lengri tíma að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Það er mín persónulega skoðun að mér fyndist allt í lagi að hugsa, í ljósi umræðu um málið, hvort það sé möguleiki að taka fleiri skref en smærri,“ sagði Þórdís aðspurð um stöðu málsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vísaði til gagnrýni ferðaþjónustuaðila á málið og spurði hvers vegna ráðherra telur óánægjuna svo mikla. Þórdís sagði málið af þeirri stærðargráðu að ekki væri óeðlilegt að afgreiðsla þess taki jafnvel lengri tíma en áætlanir gera ráð fyrir. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, spurði ráðherra um óánægjuraddir innan ferðaþjónustunnar með fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð.vísir/vilhelm Kveðið er á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í desember mælti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir frumvarpi þess efnis. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að þjóðgarðurinn nái yfir um þrjátíu prósent landsins, en um helmingur svæðisins nýtur nú þegar verndar. Málið hefur mætt mikilli mótstöðu sveitarfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd og borist hafa 154 umsagnir um málið. Í flestum ber við neikvæðan tón. Þórdís Kolbrún sagði marga innan ferðaþjónustunnar hlynnta þjóðgarðinum, aðra mjög mótfallna en stórum hluta vanti frekari svör um þýðingu málsins. Meðal annars hvernig fari fyrir úthlutunum á leyfum fyrir starfsemi á sæðinu. Málið þurfi lengri tíma þrátt fyrir að mikil tækifæri felist í stofnun þjóðgarðs á hálendinu. „Það að koma á fót svona stórum þjóðgarði, svona stórum hluta af landinu, þarf auðvitað að vera í sátt og það er okkar verkefni að vinna að því. Það er erfitt að koma á fót risastórum þjóðgarði ef mjög takmörkuð sátt ríkir um það og ég ætla ekki að fullyrða hvernig málin þróast í þeim efnum, en þessi sátt þarf að vera til staðar. Ég held að þetta þurfi tíma og ég er sammála því að það eru margir sem hafa ákveðnar hugmyndir um þjóðgarðinn en vantar svörin og kannski vantar frekari tíma til að kynna sér það,“ sagði Þórdís. Hálendisþjóðgarður Alþingi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vísaði til gagnrýni ferðaþjónustuaðila á málið og spurði hvers vegna ráðherra telur óánægjuna svo mikla. Þórdís sagði málið af þeirri stærðargráðu að ekki væri óeðlilegt að afgreiðsla þess taki jafnvel lengri tíma en áætlanir gera ráð fyrir. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, spurði ráðherra um óánægjuraddir innan ferðaþjónustunnar með fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð.vísir/vilhelm Kveðið er á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í desember mælti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir frumvarpi þess efnis. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að þjóðgarðurinn nái yfir um þrjátíu prósent landsins, en um helmingur svæðisins nýtur nú þegar verndar. Málið hefur mætt mikilli mótstöðu sveitarfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd og borist hafa 154 umsagnir um málið. Í flestum ber við neikvæðan tón. Þórdís Kolbrún sagði marga innan ferðaþjónustunnar hlynnta þjóðgarðinum, aðra mjög mótfallna en stórum hluta vanti frekari svör um þýðingu málsins. Meðal annars hvernig fari fyrir úthlutunum á leyfum fyrir starfsemi á sæðinu. Málið þurfi lengri tíma þrátt fyrir að mikil tækifæri felist í stofnun þjóðgarðs á hálendinu. „Það að koma á fót svona stórum þjóðgarði, svona stórum hluta af landinu, þarf auðvitað að vera í sátt og það er okkar verkefni að vinna að því. Það er erfitt að koma á fót risastórum þjóðgarði ef mjög takmörkuð sátt ríkir um það og ég ætla ekki að fullyrða hvernig málin þróast í þeim efnum, en þessi sátt þarf að vera til staðar. Ég held að þetta þurfi tíma og ég er sammála því að það eru margir sem hafa ákveðnar hugmyndir um þjóðgarðinn en vantar svörin og kannski vantar frekari tíma til að kynna sér það,“ sagði Þórdís.
Hálendisþjóðgarður Alþingi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira