Tók hálftíma að loka á alla fjölmiðla í lýðræðisríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2021 20:01 Samfélagsmiðillinn Facebook lokaði í dag á deilingar á fréttaefni í Ástralíu eftir að stjórnvöld í landinu lögðu fram frumvarp sem myndi skylda Facebook og aðra tæknirisa til að greiða fyrir slíkar deilingar. Scott Morrison forsætisráðherra fordæmdi ákvörðunina í dag og sagði hana hrokafulla. Google og Facebook hafa talað gegn frumvarpinu síðustu vikur en öfugt við Facebook komst Google að samkomulagi við stærstu miðla Ástralíu. Vegna ákvörðunar Facebook blasti þessi sjón við Páli Þórðarsyni, prófessor við háskóla í áströlsku borginni Sidney, þegar hann reyndi að deila frétt í morgun. Mynd/Skjáskot Páll segir að Facebook hafi ekki eingöngu lokað fyrir deilingar á efni frá stærstu fréttamiðlum landsins. „Svo héldu þeir áfram en það var eins og einhver væri á hraðferð. Þeir fóru að loka á til dæmis veðurstofu Ástralíu, upplýsingasíður slökkviliðs um skógarelda, heilbrigðisstofnana, rannsóknastofnana í krabbameini, kvennaathvarf og grínfréttamiðla líka.“ Hann segir tæknirisa á borð við Facebook og Google jafnvel orðna of stóra. „Það eru umræður um það bæði í Evrópu og Bandaríkjunum um að það þurfi jafnvel að skipta þessum tæknirisum upp. Þeir séu einfaldlega orðnir of stórir. Rétt eins og bandarísk stjórnvöld gerðu í upphafi tuttugustu aldar með olíufyrirtækin sem Rockefeller og aðrir voru búnir að byggja upp.“ Að sögn Páls er þó nokkur reiði í garð Facebook meðal Ástrala og hann veltir því fyrir sér hvort ákvörðunin hafi verið vanhugsuð. „Herforingjastjórnin sem tók völdin í Mjanmar er að nota Facebook í áróðri, mjög svæsnum áróðri, kynþáttaáróðri og alls konar ógeði. Facebook segir alltaf að þeir geti ekkert gert við þessu. En það tók þá hálftíma að loka á alla fjölmiðla í 25 milljóna manna lýðræðisríki.“ Facebook Google Ástralía Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Scott Morrison forsætisráðherra fordæmdi ákvörðunina í dag og sagði hana hrokafulla. Google og Facebook hafa talað gegn frumvarpinu síðustu vikur en öfugt við Facebook komst Google að samkomulagi við stærstu miðla Ástralíu. Vegna ákvörðunar Facebook blasti þessi sjón við Páli Þórðarsyni, prófessor við háskóla í áströlsku borginni Sidney, þegar hann reyndi að deila frétt í morgun. Mynd/Skjáskot Páll segir að Facebook hafi ekki eingöngu lokað fyrir deilingar á efni frá stærstu fréttamiðlum landsins. „Svo héldu þeir áfram en það var eins og einhver væri á hraðferð. Þeir fóru að loka á til dæmis veðurstofu Ástralíu, upplýsingasíður slökkviliðs um skógarelda, heilbrigðisstofnana, rannsóknastofnana í krabbameini, kvennaathvarf og grínfréttamiðla líka.“ Hann segir tæknirisa á borð við Facebook og Google jafnvel orðna of stóra. „Það eru umræður um það bæði í Evrópu og Bandaríkjunum um að það þurfi jafnvel að skipta þessum tæknirisum upp. Þeir séu einfaldlega orðnir of stórir. Rétt eins og bandarísk stjórnvöld gerðu í upphafi tuttugustu aldar með olíufyrirtækin sem Rockefeller og aðrir voru búnir að byggja upp.“ Að sögn Páls er þó nokkur reiði í garð Facebook meðal Ástrala og hann veltir því fyrir sér hvort ákvörðunin hafi verið vanhugsuð. „Herforingjastjórnin sem tók völdin í Mjanmar er að nota Facebook í áróðri, mjög svæsnum áróðri, kynþáttaáróðri og alls konar ógeði. Facebook segir alltaf að þeir geti ekkert gert við þessu. En það tók þá hálftíma að loka á alla fjölmiðla í 25 milljóna manna lýðræðisríki.“
Facebook Google Ástralía Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04