Það eru ekki dýrin sem eru skepnur, heldur mennirnir! Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. febrúar 2021 14:01 Síðla sumars í fyrra kom upp COVID-smit á Hótel Rangá, þar sem ráðherrar höfðu fundað. Þurfti því að skima þá, en ekki náðist í utanríkisráðherra. Eftirgrennslan leiddi í ljós, að ráðherrann var í fríi á Austurlandi, þar sem hann var við hreindýraveiðar, sér til dægradvalar og skemmtunar - að drepa eitt hreindýr að gamni sínu - því varla voru þarfir til drápsins til staðar hjá ráðherranum. Það kom líka í ljós, að með í förum var aðstoðarmaður félags-málaráðherra. Virðist sá hálfgerður atvinnumaður í hreindýradrápi, enda sýnir hann sig á Facebook með drepið dýr annars vegar og skotvopn vígalegt hins vegar, glaðbeittur og skælbrosandi; að því er virðist einn þeirra, sem telja sig hetju, ef þeir geta drepið saklaust og varnarlaust dýrið, úr langri fjarlægð, með hljóðdeyfðum riffli. Miklar hetjur það. Ef þeir þá hitta dýrið, en særa það ekki aðeins, til þess eins, að það kveljist og þjáist, kannske í vikur eða mánuði – e.t.v. kom skot í höfuð eða trýni og gerði dýrinu ókleyft éta, kannske lenti skot í fæti, þannig, að dýrið varð að bjargast, jafn lengi og slíkt gengur, á þremur fótum - en af þeim hreindýrum, sem felld voru sumarið 2018, höfðu 33 dýr verið skotin og limlest áður, en tórðu, misilla á sig komin, og lentu svo í annari árás og voru endanlega drepin það sumar. Nefna má hér, að aðstoðarmaður félagsmálaráðherra er í Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum, en það félag var einmitt að mæla sterklega með því, að veiðar hreindýra með boga og örvum verði leyfðar. Undirrituðum verður stundum hugsað til þess, að það eru ekki dýrin, sem eru skepnur, heldur mennirnir. Önnur eins hugmynd og annað eins stefnumál; að murka líftóruna úr hreindýrum með boga og örvum. Illskiljanlegur blóðþorsti og grimmd gagnvart saklausum og varnarlausum dýrum! Ónáttúra og skepnuskapur! Hví er um þetta fjallað hér og nú!? Í janúar í fyrra héldu Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, umhverfisráðuneytið og Náttúrustofa Austurlands fund, þar sem þau tilmæli lágu fyrir, að mylkar hreindýrakýr yrðu ekki felldar frá kálfum sínum. Þar sem hreinkýr eru mjólkandi í minnst 5 mánuði og hreinkálfar fæðast um mánaðamótin maí/júní, hefði þessi stefnumörkun átta að þýða, að kúaveiðar hefðu ekki mátt hefjast fyrr en 1. nóvember, þegar kálfar eru 5 mánaða. Á þeim tíma hefði fengitími hreindýra, sem er í október, líka komið inn í þetta ferli, en á fengitíma losnar nokkuð um tengsl hreinmóður og kálfs, sem hefði gert kálfum móðurmissirinn nokkru bærilegri, þó að móðir og kálfur séu áfram nátengd og fylgist að fram á næsta vor, ef bæði lifa. Ofangreind tilmæli, frá janúar 2020, voru því okkur, Jarðarvinum, mjög að skapi, en við höfum verið að berjast fyrir því, að griðatími hreinkálfa yrði lengdur, en fram til þessa hafði dráp á kúm verið leyft og stundað frá 1. ágúst. Þetta þýðir auðvitað, að kálfaskinnin standa rétt í fæturna, þegar mæðurnar eru drepnar frá þeim, og, að þeir standa þá eftir mjólkurlausir, leiðsagnarlausir og verndarlausir. Hvernig er tilfinningarlíf og siðferði og hver er sjálfsvirðing veiðimanna? Hugmynd stjórnvalda, frá janúar 2020, um griðatíma kálfa til 1. nóvember hefði því verið mikið framfaraspor fyrir blessaða kálfana. Þeir hefðu haldið mæðrum sínum í minnst 5 mánuði í stað 2ja. En, hvað gerist!? Fylgdi umhverfisráðherra, sem á að vera grænn, nú varaformaður Vinstri grænna, þessari línu um lengdan griðatíma og meiri mannúð!? Nei, aldeilis ekki! Í millitíðinni komu auðvitað veiðimenn, sem munu vera um 10.000 í þessu landi - þar af sækjast um 3-4.000 veiðimenn eftir gleðinni af því að fá að drepa saklaus og varnarlaus hreindýrin -svo og bandamenn þeirra að málinu og höfðu saman greinilega síðasta orðið. Eins og fram kom í byrjun þessa máls, eru margir veiðimenn háttsettir í þjóðfélaginu, svokallaðir hvítflibbar, efna- og áhrifamenn, enda kostar þessi drápsskemmtun mikla fjármuni, sem lægra settir ráða vart við, og er umhverfisráðherra - sem á að vera grænn, en virðist því miður í reynd grár og gugginn - engin fyrirstaða fyrir blóðþyrsta veiðimenn og Skotvís. Gegn þessu ofurefli veiðimanna, utanríkisráðherra og aðstoðarmaður félagsmálaráðherra - beint eða óbeint - meðtaldir, beygði umhverfisráðherra sig svo í duftið og úrskurðaði: Hreindýr má áfram fella frá og með 1. ágúst (þegar yngstu hreinkálfar eru 8 vikna), en nú er þeim tilmælum beint til veiðimanna og leiðsögumanna þeirra, að þeir drepi mest geldar kýr fram til 15. ágúst. Þetta er auðvitað helber skrípaleikur, því hreindýr eru hjarðdýr og geldar kýr ekki nema 10-15% af kúahópnum og nánast ómögulegt að greina þær frá hinum kúnum, munur nánast enginn, nema helzt á júgrum, en hvernig á að sjá hann úr 200-300m fjarlægð? Þessi ljóta leikur heldur því áfram, líka nú í ár; sami skammarlegi skrípa-leikurinn. Í haust eru kosningar. Allir hugsandi menn, ekki sízt þeir, sem láta sér annt um dýr, umhverfi og náttúru - lífríki þessarar einu jarðar, sem við eigum - ættu að skoða frambjóðendur vel; kynna sér, hvað leynist á bak við breitt brosið og fögur orð, hvern mann þeir hafa í reynd að geyma, áður en kosið er. Höfundur er stofnanndi og formaður dýra-, náttúru- og umhverfisverndarsamtakanna Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skotveiði Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Síðla sumars í fyrra kom upp COVID-smit á Hótel Rangá, þar sem ráðherrar höfðu fundað. Þurfti því að skima þá, en ekki náðist í utanríkisráðherra. Eftirgrennslan leiddi í ljós, að ráðherrann var í fríi á Austurlandi, þar sem hann var við hreindýraveiðar, sér til dægradvalar og skemmtunar - að drepa eitt hreindýr að gamni sínu - því varla voru þarfir til drápsins til staðar hjá ráðherranum. Það kom líka í ljós, að með í förum var aðstoðarmaður félags-málaráðherra. Virðist sá hálfgerður atvinnumaður í hreindýradrápi, enda sýnir hann sig á Facebook með drepið dýr annars vegar og skotvopn vígalegt hins vegar, glaðbeittur og skælbrosandi; að því er virðist einn þeirra, sem telja sig hetju, ef þeir geta drepið saklaust og varnarlaust dýrið, úr langri fjarlægð, með hljóðdeyfðum riffli. Miklar hetjur það. Ef þeir þá hitta dýrið, en særa það ekki aðeins, til þess eins, að það kveljist og þjáist, kannske í vikur eða mánuði – e.t.v. kom skot í höfuð eða trýni og gerði dýrinu ókleyft éta, kannske lenti skot í fæti, þannig, að dýrið varð að bjargast, jafn lengi og slíkt gengur, á þremur fótum - en af þeim hreindýrum, sem felld voru sumarið 2018, höfðu 33 dýr verið skotin og limlest áður, en tórðu, misilla á sig komin, og lentu svo í annari árás og voru endanlega drepin það sumar. Nefna má hér, að aðstoðarmaður félagsmálaráðherra er í Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum, en það félag var einmitt að mæla sterklega með því, að veiðar hreindýra með boga og örvum verði leyfðar. Undirrituðum verður stundum hugsað til þess, að það eru ekki dýrin, sem eru skepnur, heldur mennirnir. Önnur eins hugmynd og annað eins stefnumál; að murka líftóruna úr hreindýrum með boga og örvum. Illskiljanlegur blóðþorsti og grimmd gagnvart saklausum og varnarlausum dýrum! Ónáttúra og skepnuskapur! Hví er um þetta fjallað hér og nú!? Í janúar í fyrra héldu Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, umhverfisráðuneytið og Náttúrustofa Austurlands fund, þar sem þau tilmæli lágu fyrir, að mylkar hreindýrakýr yrðu ekki felldar frá kálfum sínum. Þar sem hreinkýr eru mjólkandi í minnst 5 mánuði og hreinkálfar fæðast um mánaðamótin maí/júní, hefði þessi stefnumörkun átta að þýða, að kúaveiðar hefðu ekki mátt hefjast fyrr en 1. nóvember, þegar kálfar eru 5 mánaða. Á þeim tíma hefði fengitími hreindýra, sem er í október, líka komið inn í þetta ferli, en á fengitíma losnar nokkuð um tengsl hreinmóður og kálfs, sem hefði gert kálfum móðurmissirinn nokkru bærilegri, þó að móðir og kálfur séu áfram nátengd og fylgist að fram á næsta vor, ef bæði lifa. Ofangreind tilmæli, frá janúar 2020, voru því okkur, Jarðarvinum, mjög að skapi, en við höfum verið að berjast fyrir því, að griðatími hreinkálfa yrði lengdur, en fram til þessa hafði dráp á kúm verið leyft og stundað frá 1. ágúst. Þetta þýðir auðvitað, að kálfaskinnin standa rétt í fæturna, þegar mæðurnar eru drepnar frá þeim, og, að þeir standa þá eftir mjólkurlausir, leiðsagnarlausir og verndarlausir. Hvernig er tilfinningarlíf og siðferði og hver er sjálfsvirðing veiðimanna? Hugmynd stjórnvalda, frá janúar 2020, um griðatíma kálfa til 1. nóvember hefði því verið mikið framfaraspor fyrir blessaða kálfana. Þeir hefðu haldið mæðrum sínum í minnst 5 mánuði í stað 2ja. En, hvað gerist!? Fylgdi umhverfisráðherra, sem á að vera grænn, nú varaformaður Vinstri grænna, þessari línu um lengdan griðatíma og meiri mannúð!? Nei, aldeilis ekki! Í millitíðinni komu auðvitað veiðimenn, sem munu vera um 10.000 í þessu landi - þar af sækjast um 3-4.000 veiðimenn eftir gleðinni af því að fá að drepa saklaus og varnarlaus hreindýrin -svo og bandamenn þeirra að málinu og höfðu saman greinilega síðasta orðið. Eins og fram kom í byrjun þessa máls, eru margir veiðimenn háttsettir í þjóðfélaginu, svokallaðir hvítflibbar, efna- og áhrifamenn, enda kostar þessi drápsskemmtun mikla fjármuni, sem lægra settir ráða vart við, og er umhverfisráðherra - sem á að vera grænn, en virðist því miður í reynd grár og gugginn - engin fyrirstaða fyrir blóðþyrsta veiðimenn og Skotvís. Gegn þessu ofurefli veiðimanna, utanríkisráðherra og aðstoðarmaður félagsmálaráðherra - beint eða óbeint - meðtaldir, beygði umhverfisráðherra sig svo í duftið og úrskurðaði: Hreindýr má áfram fella frá og með 1. ágúst (þegar yngstu hreinkálfar eru 8 vikna), en nú er þeim tilmælum beint til veiðimanna og leiðsögumanna þeirra, að þeir drepi mest geldar kýr fram til 15. ágúst. Þetta er auðvitað helber skrípaleikur, því hreindýr eru hjarðdýr og geldar kýr ekki nema 10-15% af kúahópnum og nánast ómögulegt að greina þær frá hinum kúnum, munur nánast enginn, nema helzt á júgrum, en hvernig á að sjá hann úr 200-300m fjarlægð? Þessi ljóta leikur heldur því áfram, líka nú í ár; sami skammarlegi skrípa-leikurinn. Í haust eru kosningar. Allir hugsandi menn, ekki sízt þeir, sem láta sér annt um dýr, umhverfi og náttúru - lífríki þessarar einu jarðar, sem við eigum - ættu að skoða frambjóðendur vel; kynna sér, hvað leynist á bak við breitt brosið og fögur orð, hvern mann þeir hafa í reynd að geyma, áður en kosið er. Höfundur er stofnanndi og formaður dýra-, náttúru- og umhverfisverndarsamtakanna Jarðarvina.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun