Gaupi ræddi við Guðna Bergs: Stórmál fyrir okkur og mikið hagsmunamál Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2021 14:30 Guðni Bergsson fékk ekki mótframboð og verður því áfram formaður Knattspyrnusambands Íslands. Skjámynd/S2 Sport Guðjón Guðmundsson hitti Guðna Bergsson í Laugardalnum í dag og ræddi við formann Knattspyrnusambands Íslands um komandi ársþing sambandsins. Fjölgun liða í efstu deild karla í fótbolta verður stærsta málið á 75. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands en það er einnig breytinga að vænta í neðri deildum. „Þetta er auðvitað stórmál fyrir okkur og mikið hagsmunamál. Það liggja fyrir nokkrar tillögur frá hreyfingunni um að fjölga leikjum í deildinni eða jafnvel fækka liðum í efstu deild karla. Við erum að fara vel yfir það með félögunum og það er framhaldsstarfshópur í gangi sem er að fara yfir þessar tillögur,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ. „Við viljum auðvitað landa þessu og ná samkomulagi og sátt um eina tillögu á endanum sem er nauðsynlegt svo að hún nái fram enda þarf hún aukin meirihluta,“ sagði Guðni. En hefur verið erfitt að ná lendingu í þessu máli. Það eru mörg sjónarmið. „Það eru mörg sjónarmið og það var starfshópur sem vann góða vinnu og greiningu á þessu. Hann kom með eina tillögu með sama fjölda liða í efstu deild en svo myndi hún skiptast eftir tvær umferðir í sex liða deildir efri hlutans og neðri hlutans. Það var tillagan sem starfshópurinn lagði til,“ sagði Guðni. Klippa: Gaupi ræddi við Guðna Bergs Margir valkostir og mismunandi sjónarmið „Síðan eru fleiri tillögur um bæði fjölgun í fjórtán lið, fækkun í tíu lið með þrefaldri umferð og svo þreföld umferð með tólf liðum. Það eru margir valkostir og mismunandi sjónarmið. Við erum að reyna að fara vel yfir þetta og komast að lendingu í þessu mikilvæga máli,“ sagði Guðni. Guðni Bergsson átti frábæran feril sem knattspyrnumaður og Guðjón Guðmundsson vildi frá hans skoðun á hvað væri best í stöðunni. „Þegar stórt er spurt. Mér lýst vel á hugmyndir starfshópsins. Mér finnst það vera spennandi og áhugaverð tillaga. Hún gefur okkur margt og færir spennu vel niður fyrir miðja deild. Þetta er áhugavert fyrirkomulag sem gæti gefið okkur spennandi deildarkeppni,“ sagði Guðni. „Það eru alltaf kostir og gallar í öllum tillögum og það eru einhver félög sem vilja fjölga og einhver félög sem vilja fækka. Þetta er undir okkur komið að komast að málamiðlun og sátt um hver sé besta leiðin fyrir okkur fram á við,“ sagði Guðni. Úrslitin hafa verið vonbrigði Íslensku fótboltaliðin eru að dragast aftur úr í Evrópu og hefur fækkað í Evrópukeppnunum sem er í raun lífæð félaganna út af peningunum. „Úrslitin hafa verið vonbrigði og það hefur ekki gengið vel í Evrópukeppnunum undanfarin ár. Við höfum rætt það innan hreyfingarinnar og ég veit að félögin öll og við viljum bæta um betur. Það er búin að vera mikil umræða um afreksstarfið í heild sinni, bæði innan félaganna og hér innan KSÍ. Við erum nýbúin að gefa út afreksstefnu og við viljum leita leiða til að verða samkeppnishæf á evrópskan mælikvarða,“ sagði Guðni. „Við ætlum okkur að gera betur og einn hluti af því er að fjölga leikjum í efstu deildum og það er það sem við gerum vonandi. Við munum síðan skerpa á hlutunum og bæta afreksstarfið okkar til að bæta þennan árangur. Við munum gera það ég er alveg fullviss um það,“ sagði Guðni. Umspil og neðrideildabikar En hvað með neðri deildirnar. Er von á einhverjum breytingum þar. „Við erum með ályktun þess efnis þar sem við ætlum að mynda starfshópa sem mun fara yfir neðri deildirnar og líka efstu deild kvenna. Við þurfum að ákveða hvað við viljum gera með það mótafyrirkomulag. Við munum mögulega fjölga í efstu deild kvenna til dæmis,“ sagði Guðni og bætti við: „Við munum mögulega koma inn með umspil fyrir neðri deildirnar sem hefur verið mitt áhugamál eins og neðri deildar bikarinn sem hefur verið rætt um í einhvern tíma. Það væri mjög áhugaverður kostur sem við munum fara vel yfir. Það er mikil gróska og stemmning í kringum mótahaldið hjá okkur,“ sagði Guðni. Það má finna allt viðtal Gaupa við Guðna Bergsson hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Fjölgun liða í efstu deild karla í fótbolta verður stærsta málið á 75. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands en það er einnig breytinga að vænta í neðri deildum. „Þetta er auðvitað stórmál fyrir okkur og mikið hagsmunamál. Það liggja fyrir nokkrar tillögur frá hreyfingunni um að fjölga leikjum í deildinni eða jafnvel fækka liðum í efstu deild karla. Við erum að fara vel yfir það með félögunum og það er framhaldsstarfshópur í gangi sem er að fara yfir þessar tillögur,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ. „Við viljum auðvitað landa þessu og ná samkomulagi og sátt um eina tillögu á endanum sem er nauðsynlegt svo að hún nái fram enda þarf hún aukin meirihluta,“ sagði Guðni. En hefur verið erfitt að ná lendingu í þessu máli. Það eru mörg sjónarmið. „Það eru mörg sjónarmið og það var starfshópur sem vann góða vinnu og greiningu á þessu. Hann kom með eina tillögu með sama fjölda liða í efstu deild en svo myndi hún skiptast eftir tvær umferðir í sex liða deildir efri hlutans og neðri hlutans. Það var tillagan sem starfshópurinn lagði til,“ sagði Guðni. Klippa: Gaupi ræddi við Guðna Bergs Margir valkostir og mismunandi sjónarmið „Síðan eru fleiri tillögur um bæði fjölgun í fjórtán lið, fækkun í tíu lið með þrefaldri umferð og svo þreföld umferð með tólf liðum. Það eru margir valkostir og mismunandi sjónarmið. Við erum að reyna að fara vel yfir þetta og komast að lendingu í þessu mikilvæga máli,“ sagði Guðni. Guðni Bergsson átti frábæran feril sem knattspyrnumaður og Guðjón Guðmundsson vildi frá hans skoðun á hvað væri best í stöðunni. „Þegar stórt er spurt. Mér lýst vel á hugmyndir starfshópsins. Mér finnst það vera spennandi og áhugaverð tillaga. Hún gefur okkur margt og færir spennu vel niður fyrir miðja deild. Þetta er áhugavert fyrirkomulag sem gæti gefið okkur spennandi deildarkeppni,“ sagði Guðni. „Það eru alltaf kostir og gallar í öllum tillögum og það eru einhver félög sem vilja fjölga og einhver félög sem vilja fækka. Þetta er undir okkur komið að komast að málamiðlun og sátt um hver sé besta leiðin fyrir okkur fram á við,“ sagði Guðni. Úrslitin hafa verið vonbrigði Íslensku fótboltaliðin eru að dragast aftur úr í Evrópu og hefur fækkað í Evrópukeppnunum sem er í raun lífæð félaganna út af peningunum. „Úrslitin hafa verið vonbrigði og það hefur ekki gengið vel í Evrópukeppnunum undanfarin ár. Við höfum rætt það innan hreyfingarinnar og ég veit að félögin öll og við viljum bæta um betur. Það er búin að vera mikil umræða um afreksstarfið í heild sinni, bæði innan félaganna og hér innan KSÍ. Við erum nýbúin að gefa út afreksstefnu og við viljum leita leiða til að verða samkeppnishæf á evrópskan mælikvarða,“ sagði Guðni. „Við ætlum okkur að gera betur og einn hluti af því er að fjölga leikjum í efstu deildum og það er það sem við gerum vonandi. Við munum síðan skerpa á hlutunum og bæta afreksstarfið okkar til að bæta þennan árangur. Við munum gera það ég er alveg fullviss um það,“ sagði Guðni. Umspil og neðrideildabikar En hvað með neðri deildirnar. Er von á einhverjum breytingum þar. „Við erum með ályktun þess efnis þar sem við ætlum að mynda starfshópa sem mun fara yfir neðri deildirnar og líka efstu deild kvenna. Við þurfum að ákveða hvað við viljum gera með það mótafyrirkomulag. Við munum mögulega fjölga í efstu deild kvenna til dæmis,“ sagði Guðni og bætti við: „Við munum mögulega koma inn með umspil fyrir neðri deildirnar sem hefur verið mitt áhugamál eins og neðri deildar bikarinn sem hefur verið rætt um í einhvern tíma. Það væri mjög áhugaverður kostur sem við munum fara vel yfir. Það er mikil gróska og stemmning í kringum mótahaldið hjá okkur,“ sagði Guðni. Það má finna allt viðtal Gaupa við Guðna Bergsson hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira