Úr penna hjúkrunarfræðings Anna Kristín B. Jóhannesdóttir skrifar 20. febrúar 2021 09:00 Nú í febrúar markar ár frá því að Covid-19 veiran skall á Ísland. Faraldurinn hefur tekið sinn toll og markað sín spor á þjóðina sem og heimsbyggðina alla. Eins átakanlegt og árið hefur verið fyrir land og þjóð þá má einnig draga lærdóm af því sem á undan er gengið. Ég leyfi mér að halda því fram að flest þeirra sem starfað hafi innan heilbrigðiskerfisins á þessu viðburðaríka ári hafa gert sér grein fyrir þeim mætti sem þverfaglegt samstarf heilbrigðisstarfsfólks felur í sér. Hver hlekkur í þeirri ógnarstóru keðju sem heilbrigðiskerfið okkar er hefur reynst vera ómissandi og rétt eins og samfélagið okkar í heild þá er heilbrigðiskerfið okkar ekki sterkara en veikasti hlekkur þess. Í greinarstubb sem skrifaður var á dögunum í Læknablaðinu bar á þeim misskilningi að ein heilbrigðisstétt sé höfuð og herðar heilbrigðisþjónustu á Íslandi og aðrar stéttir séu einungis hennar stoð í því göfuga hlutverki sem baráttan við Covid-19 hefur verið og heldur áfram að vera. Misskilningurinn er margþættur og mun ég reyna að gera honum skil hér. Rétt eins líkaminn þá er heilbrigðiskerfið samansafn mismunandi starfssviða sem sinna aðskildum hlutverkum en tengjast þó innbyrðis. Þó að í fyrstu sýnist það svo að þau geti starfað án hvors annars verður það morgunljóst þegar á reynir að svo er ekki. Erfitt getur reynst lækni að ávísa réttum lyfjum við nýjum vírus án þess að hafa lyfjafræðing sér til halds og trausts. Jafnframt getur reynst hjúkrunarfræðingi erfitt að hjúkra sjúklingi, leggja mat á líðan hans og grípa inn í án þess að hafa lækni sér innan handar. Ómögulegt er fyrir allar starfsstéttir að stuðla að heilbrigði sjúklinga sinna ef að ræstingum er ekki sinnt og enn ómögulegra er að útskrifa sjúklinga af sjúkrahúsi ef að endurhæfingarúrræði, öldrunarstofnanir og heimahjúkrun grípa ekki sjúklinga eftir útskrift. Þessi upptalning á því hvernig hin mismunandi svið og stéttir heilbrigðiskerfisins spila saman gæti verið miklu lengri því heilbrigðiskerfið okkar er sem fyrr sagði löng og flókin keðja með ótal hlekkjum. Misskilningurinn sem um ræðir birtist einnig í þeirri fullyrðingu að lærdómurinn sem dreginn sé af faraldrinum sé sá að ein stétt dragi heilbrigðiskerfið áfram og stýri því. Ekki einungis stenst sú fullyrðing ekki skoðun því eins og flestir vita sem starfa innan heilbrigðiskerfisins þá er því stýrt af mörgum stéttum, heldur er fullyrðingin meiðandi fyrir þann slag sem heilbrigðisstéttir hafa þurft að eiga í kjarabaráttum sínum og gegn gegndarlausum niðurskurði síðustu misseri. Þessa slagi höfum við þurft að taka þrátt fyrir þann dug sem við höfum sýnt af okkur síðastliðið ár. Það er okkur í hag sem erum heilbrigðisstarfsfólk að standa saman sem eitt og vinna þverfaglega að markmiðum sem hljóta að vera okkur öllum sameiginleg; að ráða Covid-19 að niðurlögum, byggja upp gott heilbrigðiskerfi sem er aðgengilegt öllum óháð stétt og stöðu og stuðla að ánægjulegu starfsumhverfi. Viðhorf sem birtust í umræddri grein stuðla ekki að þessum markmiðum og því rann mér blóðið til skyldunnar að svara henni. Höfundur er hjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Nú í febrúar markar ár frá því að Covid-19 veiran skall á Ísland. Faraldurinn hefur tekið sinn toll og markað sín spor á þjóðina sem og heimsbyggðina alla. Eins átakanlegt og árið hefur verið fyrir land og þjóð þá má einnig draga lærdóm af því sem á undan er gengið. Ég leyfi mér að halda því fram að flest þeirra sem starfað hafi innan heilbrigðiskerfisins á þessu viðburðaríka ári hafa gert sér grein fyrir þeim mætti sem þverfaglegt samstarf heilbrigðisstarfsfólks felur í sér. Hver hlekkur í þeirri ógnarstóru keðju sem heilbrigðiskerfið okkar er hefur reynst vera ómissandi og rétt eins og samfélagið okkar í heild þá er heilbrigðiskerfið okkar ekki sterkara en veikasti hlekkur þess. Í greinarstubb sem skrifaður var á dögunum í Læknablaðinu bar á þeim misskilningi að ein heilbrigðisstétt sé höfuð og herðar heilbrigðisþjónustu á Íslandi og aðrar stéttir séu einungis hennar stoð í því göfuga hlutverki sem baráttan við Covid-19 hefur verið og heldur áfram að vera. Misskilningurinn er margþættur og mun ég reyna að gera honum skil hér. Rétt eins líkaminn þá er heilbrigðiskerfið samansafn mismunandi starfssviða sem sinna aðskildum hlutverkum en tengjast þó innbyrðis. Þó að í fyrstu sýnist það svo að þau geti starfað án hvors annars verður það morgunljóst þegar á reynir að svo er ekki. Erfitt getur reynst lækni að ávísa réttum lyfjum við nýjum vírus án þess að hafa lyfjafræðing sér til halds og trausts. Jafnframt getur reynst hjúkrunarfræðingi erfitt að hjúkra sjúklingi, leggja mat á líðan hans og grípa inn í án þess að hafa lækni sér innan handar. Ómögulegt er fyrir allar starfsstéttir að stuðla að heilbrigði sjúklinga sinna ef að ræstingum er ekki sinnt og enn ómögulegra er að útskrifa sjúklinga af sjúkrahúsi ef að endurhæfingarúrræði, öldrunarstofnanir og heimahjúkrun grípa ekki sjúklinga eftir útskrift. Þessi upptalning á því hvernig hin mismunandi svið og stéttir heilbrigðiskerfisins spila saman gæti verið miklu lengri því heilbrigðiskerfið okkar er sem fyrr sagði löng og flókin keðja með ótal hlekkjum. Misskilningurinn sem um ræðir birtist einnig í þeirri fullyrðingu að lærdómurinn sem dreginn sé af faraldrinum sé sá að ein stétt dragi heilbrigðiskerfið áfram og stýri því. Ekki einungis stenst sú fullyrðing ekki skoðun því eins og flestir vita sem starfa innan heilbrigðiskerfisins þá er því stýrt af mörgum stéttum, heldur er fullyrðingin meiðandi fyrir þann slag sem heilbrigðisstéttir hafa þurft að eiga í kjarabaráttum sínum og gegn gegndarlausum niðurskurði síðustu misseri. Þessa slagi höfum við þurft að taka þrátt fyrir þann dug sem við höfum sýnt af okkur síðastliðið ár. Það er okkur í hag sem erum heilbrigðisstarfsfólk að standa saman sem eitt og vinna þverfaglega að markmiðum sem hljóta að vera okkur öllum sameiginleg; að ráða Covid-19 að niðurlögum, byggja upp gott heilbrigðiskerfi sem er aðgengilegt öllum óháð stétt og stöðu og stuðla að ánægjulegu starfsumhverfi. Viðhorf sem birtust í umræddri grein stuðla ekki að þessum markmiðum og því rann mér blóðið til skyldunnar að svara henni. Höfundur er hjúkrunarfræðingur
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar