Setjum í lög að opinberir aðilar opni bókhaldið sitt Ingimar Þór Friðriksson skrifar 21. febrúar 2021 18:02 Við þurfum að setja í lög að öll opinber fyrirtæki opni bókhaldið sitt og lýsa með hvaða hætti það skuli gert. Nú eru liðin tæplega fimm ár frá því að fyrsti opinberi aðilinn opnaði bókhaldið sitt á Íslandi og nægileg reynsla er því komin á þetta verklag. Lausnirnar eru til og við þurfum bara að innleiða þær. Undirbúningur opnunnar Þegar opnað er á opinber gögn þá þarf að meta hvort gögnin gætu innihaldið eitthvað sem brýtur lögbundinn trúnað, persónufrelsi eða önnur borgaraleg réttindi einstaklinga. Stundum þarf því að breyta gögnum áður en þau eru birt. Þetta getur verið vandasamt verk og það þarf að gæta vel að öllum sjónarmiðum. Stundum þarf einnig að flokka gögnin með öðrum hætti en gert er í frumgögnunum til að tryggja að auðveldara sé að birta gögnin. Gæta þarf þess að slíkar breytingar á gögnum séu ekki misnotaðar t.d. notaðar til að fela gögn sem valdhafinn vill ekki að almenningur sjái. Gagnsæi breytinga Aðferðir við að undirbúa gögn til birtingar þurfa því að vera skjalfestar og gagnsæjar rétt eins og gögnin sjálf. Það er ekki nóg að segjast vera með gagnsæ gögn ef ekki er gagnsæi varðandi vinnslu gagnanna. Allar skilgreiningar um leyfilegar breytingar þurfa að vera skráðar og reglulega þarf að endurmeta hvort nægilega góð ástæða sé fyrir því að breyta gögnunum á þann hátt sem gert er. Trúnaðarráð gagnsæis Best væri að einhverskonar trúnaðarráð gagnsæis, eða annar ábyrgur aðili, bæri ábyrgð á og fengið svigrúm til að meta þessa hluti og slíkt ráð fengi þá aukinn aðgang að gögnum. Trúnaðarráðið gæti þá skoðað og metið þau gögn sem ekki eru birt opinberlega vegna þessara skilgreininga um leyfilegar breytingar gagnanna. Trúnaðarráð ætti þá að staðfesta reglulega að gagnsæið sé að virka. Gagnsæið leiðir til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri Eins og þekkt er þá er niðurstaða gagnavinnslu aldrei betri en gæði undirliggjandi gagna (garbage in, garbage out). Ef gögnin eru ekki færð inn rétt þá er ekki hægt að ætlast til þess að fá rétta niðurstöðu. Reynslan sýnir að þetta getur verið töluvert vandamál hjá opinberum aðilum. Gagnsæi gerir kröfu um að grunngögnin séu nákvæm og rétt. Auðvitað á öll gagnavinnsla hjá opinberum aðilum að vera nákvæm og rétt svona yfirhöfuð svo hægt að nýta gögnin rétt t.d. við ákvarðanatöku. Þetta er hinsvegar vandamál víða og krafan um réttleika gagna er oft ekki lykilkrafa í starfseminni. Þegar gögn eru opnuð kemur oft í ljós að gögnin eru gölluð. Gagnsæið ætti því að geta leitt til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri. Birtingarform gagnanna Hvernig birtum við svo gögnin almenningi? Birtingarmynd gagnanna skiptir miklu máli ef almenningur á að geta nýtt sér opin gögn. Hanna þarf birtinguna með aðferðum notendamiðaðrar hönnunar. Að sjálfsögðu á einnig að vera hægt að sækja beint undirliggjandi gögn svo hver sem er geti stemmt af birtingarmynd gagnanna og útbúið sínar eigin birtingarmyndir. Byrjum á að opna bókhald RÚV Við megum ekki slaka á kröfunni um aukið aðgengi að opinberum gögnum. Við ættum að ganga lengra og setja í lög að gögn sem mega vera opin eigi að vera opin og aðgengileg. Af hverju er t.d. stofnun eins og RÚV ekki með opið bókhald? Ríkisfjölmiðill sem fer að hluta með fjórða valdið eins og stundum er sagt. Hjá RÚV væri einnig mikilvægt að sjá hvað hvert dagskrárefni kostar í framleiðslu og hverjir eru að auglýsa mest í fjölmiðlum RÚV. Ekki er nóg að sýna eingöngu ytri kostnað vegna dagskrárefnis heldur þarf einnig að færa innri kostnað á dagskrárefnið t.d. skv. aðferðum aðgerðartengdrar kostnaðarúthlutunnar (Activity Based Costing). Höfundur er með BS í tölvunarfræði og MBA gráðu, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogsbæjar, Pírati og er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Við þurfum að setja í lög að öll opinber fyrirtæki opni bókhaldið sitt og lýsa með hvaða hætti það skuli gert. Nú eru liðin tæplega fimm ár frá því að fyrsti opinberi aðilinn opnaði bókhaldið sitt á Íslandi og nægileg reynsla er því komin á þetta verklag. Lausnirnar eru til og við þurfum bara að innleiða þær. Undirbúningur opnunnar Þegar opnað er á opinber gögn þá þarf að meta hvort gögnin gætu innihaldið eitthvað sem brýtur lögbundinn trúnað, persónufrelsi eða önnur borgaraleg réttindi einstaklinga. Stundum þarf því að breyta gögnum áður en þau eru birt. Þetta getur verið vandasamt verk og það þarf að gæta vel að öllum sjónarmiðum. Stundum þarf einnig að flokka gögnin með öðrum hætti en gert er í frumgögnunum til að tryggja að auðveldara sé að birta gögnin. Gæta þarf þess að slíkar breytingar á gögnum séu ekki misnotaðar t.d. notaðar til að fela gögn sem valdhafinn vill ekki að almenningur sjái. Gagnsæi breytinga Aðferðir við að undirbúa gögn til birtingar þurfa því að vera skjalfestar og gagnsæjar rétt eins og gögnin sjálf. Það er ekki nóg að segjast vera með gagnsæ gögn ef ekki er gagnsæi varðandi vinnslu gagnanna. Allar skilgreiningar um leyfilegar breytingar þurfa að vera skráðar og reglulega þarf að endurmeta hvort nægilega góð ástæða sé fyrir því að breyta gögnunum á þann hátt sem gert er. Trúnaðarráð gagnsæis Best væri að einhverskonar trúnaðarráð gagnsæis, eða annar ábyrgur aðili, bæri ábyrgð á og fengið svigrúm til að meta þessa hluti og slíkt ráð fengi þá aukinn aðgang að gögnum. Trúnaðarráðið gæti þá skoðað og metið þau gögn sem ekki eru birt opinberlega vegna þessara skilgreininga um leyfilegar breytingar gagnanna. Trúnaðarráð ætti þá að staðfesta reglulega að gagnsæið sé að virka. Gagnsæið leiðir til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri Eins og þekkt er þá er niðurstaða gagnavinnslu aldrei betri en gæði undirliggjandi gagna (garbage in, garbage out). Ef gögnin eru ekki færð inn rétt þá er ekki hægt að ætlast til þess að fá rétta niðurstöðu. Reynslan sýnir að þetta getur verið töluvert vandamál hjá opinberum aðilum. Gagnsæi gerir kröfu um að grunngögnin séu nákvæm og rétt. Auðvitað á öll gagnavinnsla hjá opinberum aðilum að vera nákvæm og rétt svona yfirhöfuð svo hægt að nýta gögnin rétt t.d. við ákvarðanatöku. Þetta er hinsvegar vandamál víða og krafan um réttleika gagna er oft ekki lykilkrafa í starfseminni. Þegar gögn eru opnuð kemur oft í ljós að gögnin eru gölluð. Gagnsæið ætti því að geta leitt til aðhalds og umbóta í opinberum rekstri. Birtingarform gagnanna Hvernig birtum við svo gögnin almenningi? Birtingarmynd gagnanna skiptir miklu máli ef almenningur á að geta nýtt sér opin gögn. Hanna þarf birtinguna með aðferðum notendamiðaðrar hönnunar. Að sjálfsögðu á einnig að vera hægt að sækja beint undirliggjandi gögn svo hver sem er geti stemmt af birtingarmynd gagnanna og útbúið sínar eigin birtingarmyndir. Byrjum á að opna bókhald RÚV Við megum ekki slaka á kröfunni um aukið aðgengi að opinberum gögnum. Við ættum að ganga lengra og setja í lög að gögn sem mega vera opin eigi að vera opin og aðgengileg. Af hverju er t.d. stofnun eins og RÚV ekki með opið bókhald? Ríkisfjölmiðill sem fer að hluta með fjórða valdið eins og stundum er sagt. Hjá RÚV væri einnig mikilvægt að sjá hvað hvert dagskrárefni kostar í framleiðslu og hverjir eru að auglýsa mest í fjölmiðlum RÚV. Ekki er nóg að sýna eingöngu ytri kostnað vegna dagskrárefnis heldur þarf einnig að færa innri kostnað á dagskrárefnið t.d. skv. aðferðum aðgerðartengdrar kostnaðarúthlutunnar (Activity Based Costing). Höfundur er með BS í tölvunarfræði og MBA gráðu, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogsbæjar, Pírati og er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun