Má bjóða þér klukkstund í viðbót við daginn? Íris Róbertsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 08:01 „Hamingjan er fundin!'' Mér hlýnaði í hjartanu þegar ég las þessa fyrirsögn um umfjöllun niðurstöðu íbúakönnunar landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þar kom fram að Vestmannaeyingar eru ánægðastir allra á landinu með sín búsetuskilyrði; og svo erum við líka hamingjusömust! Þetta kemur heim og saman við niðurstöður í annari könnun sem ég kynnti nýlega og Gallup gerði á þjónustu sveitarfélaga. Þar er Vestmannaeyjabær efstur á lista yfir 20 stærstu sveitarfélög landsins þegar spurt er um þjónustu við barnafjölskyldur og fatlaða. Sveitarfélagið er í öðru sæti yfir landið þegar kemur að þjónustu við eldri borgara, þjónustu leikskóla og aðstöðu til íþróttaiðkunar. Á heildina litið eru mjög margar jákvæðar niðurstöður í könnuninni. Við þurfum hins vegar líka að huga að því sem betur má fara, svo sem sorphirðumálum. Til viðbótar þessum jákvæðu niðurstöðum er Vestmannaeyjabær að stíga ný skref í skólaþróun í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskóla Íslands og Samtök atvinnulífsins. Þetta er þróunar- og rannsóknarverkefni til að efla læsi og bæta líðan nemenda og er í þeim efnum m.a. horft sérstaklega til stöðu drengja. Skipulagi skóladagsins verður breytt, ný nálgun tekin upp og ný skref verða tekin. Verkefnið er einstakt og mun nýtast öllum íslenskum skólum. Mikil metnaður er fyrir þessu verkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja og verður spennandi að fylgjast með framvindu málsins þar. Það er gott að búa í Eyjum. Mikil samkennd er í samfélaginu og við erum stolt af bænum okkar. Það er spennandi kostur fyrir barnafólk að horfa til Eyja þegar velja á sér búsetu. Ofan á allt sem áður er nefnt má bæta þeim verðmætu lífsgæðum sem felast í því að græða heilan klukktíma á dag vegna skemmri vegalengda og engra tafa í umferð sé miðað við höfuðborgarsvæðið. Þann klukkutíma má nota í ýmislegt þarfara og skemmtilegra en að sitja fastur í bíl! Það ætti líka að freista barnafólks að í Eyjum er hægt að fá leikskólapláss fyrir börn strax frá 12 mánaða aldri. Í fréttum núna um helgina kom svo fram að í Vestmannaeyjum er lægsta tíðni afbrota á öllu Íslandi! Þarf frekari vitnanna við? Verið velkomin - sjáumst í Eyjum! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Íris Róbertsdóttir Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Hamingjan er fundin!'' Mér hlýnaði í hjartanu þegar ég las þessa fyrirsögn um umfjöllun niðurstöðu íbúakönnunar landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þar kom fram að Vestmannaeyingar eru ánægðastir allra á landinu með sín búsetuskilyrði; og svo erum við líka hamingjusömust! Þetta kemur heim og saman við niðurstöður í annari könnun sem ég kynnti nýlega og Gallup gerði á þjónustu sveitarfélaga. Þar er Vestmannaeyjabær efstur á lista yfir 20 stærstu sveitarfélög landsins þegar spurt er um þjónustu við barnafjölskyldur og fatlaða. Sveitarfélagið er í öðru sæti yfir landið þegar kemur að þjónustu við eldri borgara, þjónustu leikskóla og aðstöðu til íþróttaiðkunar. Á heildina litið eru mjög margar jákvæðar niðurstöður í könnuninni. Við þurfum hins vegar líka að huga að því sem betur má fara, svo sem sorphirðumálum. Til viðbótar þessum jákvæðu niðurstöðum er Vestmannaeyjabær að stíga ný skref í skólaþróun í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskóla Íslands og Samtök atvinnulífsins. Þetta er þróunar- og rannsóknarverkefni til að efla læsi og bæta líðan nemenda og er í þeim efnum m.a. horft sérstaklega til stöðu drengja. Skipulagi skóladagsins verður breytt, ný nálgun tekin upp og ný skref verða tekin. Verkefnið er einstakt og mun nýtast öllum íslenskum skólum. Mikil metnaður er fyrir þessu verkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja og verður spennandi að fylgjast með framvindu málsins þar. Það er gott að búa í Eyjum. Mikil samkennd er í samfélaginu og við erum stolt af bænum okkar. Það er spennandi kostur fyrir barnafólk að horfa til Eyja þegar velja á sér búsetu. Ofan á allt sem áður er nefnt má bæta þeim verðmætu lífsgæðum sem felast í því að græða heilan klukktíma á dag vegna skemmri vegalengda og engra tafa í umferð sé miðað við höfuðborgarsvæðið. Þann klukkutíma má nota í ýmislegt þarfara og skemmtilegra en að sitja fastur í bíl! Það ætti líka að freista barnafólks að í Eyjum er hægt að fá leikskólapláss fyrir börn strax frá 12 mánaða aldri. Í fréttum núna um helgina kom svo fram að í Vestmannaeyjum er lægsta tíðni afbrota á öllu Íslandi! Þarf frekari vitnanna við? Verið velkomin - sjáumst í Eyjum! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar