Auðnir Íslands - fegurð eða fánýti? Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 11:00 Margir þeir sem ferðast um Ísland, bæði innlendir og erlendir, hafa hrifist af þeirri víðáttu og ósnortnu náttúru sem landið býður upp á. Stórar hraunbreiður, vaxnar mosa og nærri auðir melar eða svartir sandar eru einstök náttúrufyrirbæri og einkennandi landslag fyrir Ísland. Annað, en þó ekki jafn sýnilegt, er sérstaða íslensks jarðvegs. Hér á landi eru mörg virk eldfjöll og er eldfjallajörð (e. andosol) þar af leiðandi algeng. Eldfjallajörð hefur sérstaka eiginleika og safnar miklu kolefni eða að meðaltali um 30 kg af kolefni á hvern fermetra. Mójörð, sem einnig er algeng hér á landi, safnar enn meira af kolefni og getur djúp mójörð geymt allt að 300 kg kolefnis á hvern fermetra. Ljóst er að íslenskur jarðvegur getur tekið við miklu magni kolefnis en ef lítil eða engin gróðurhula er yfir jörðinni veldur veðrun og rof því að kolefnið losnar út í andrúmsloftið í formi koltvísýrings (CO2) eða sest í hafið þar sem það getur hvarfast við kalk og aukið á súrnun sjávar . Vissulega eru hér náttúrulegar eyðimerkur sem ekki er hægt að sporna við að myndist vegna reglulegra eldgosa. Hér eru þó einnig svæði sem ættu í raun ekki að vera auðnir og sést það á eiginleikum jarðvegsins (oft brúnjörð) og í sögulegum heimildum (sjá rit LbhÍ nr. 130). Mikil og óvarkár nýting lands í gegnum tíðina hefur orðið til þess að jarðvegur sem ætti að vera frjósamur missir gróðurhulu sína og uppblástur eða rof hefst. Ef ekkert er gert til að endurheimta gróðurhuluna losnar kolefni smátt og smátt úr jarðveginum og að lokum verður landsvæðið að auðn. Þessar auðnir þekkjum við vel og lítum á sem náttúrulegan hluta af landslagi Íslands en raunin er sú að þær losa álíka mikið af kolefni á ári og öll íslenska þjóðin (sjá rit LbhÍ nr. 133). Þegar litið er á tölur yfir kolefnislosun auðnanna og ástæður fyrir myndun margra þeirra er erfitt að sjá það sem áður heillaði við landslagið. Sem betur fer er vel hægt að hafa áhrif á kolefnislosun auðna, og þar með losun Íslands, með því að græða upp landið og endurheimta hrunin eða hnigin vistkerfi þar sem það á við og á viðeigandi hátt hverju sinni. Ef land sem ekki er of rofið er t.d. losað undan beitarálagi getur það jafnað sig án alls inngrips. Þetta má greinilega sjá á mörgum stöðum þar sem erfitt er að komast að fyrir menn og búfénað líkt og í hólmum eða á beitarfriðuðum svæðum. Önnur vistkerfi sem eru meira rofin þurfa örlítinn byr undir vængi. Þá er mikilvægt að huga að því hvaða tegundum er sáð og gæta að öðrum þáttum eins og grunnvatnsstöðu og nálægð við gosbelti sem gætu haft áhrif á gróðurframvindu. Endurheimt vistkerfa eykur bindingu kolefnis bæði í gróður og jarðveg en þessi aukning í bindingu er mikilvægur þáttur í því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Vel gróin vistkerfi verða stöðugri og þola hóflegt rask mun betur en auðnir. Þar að auki hefur gróið svæði sterkt aðdráttarafl til alls kyns útivistar og dregur að ferðamenn. Fyrst og fremst geta heilbrigð vistkerfi þó bundið enn meira kolefni til framtíðar og búa yfir meiri líffræðilegri fjölbreytni en hnigin eða hrunin vistkerfi. Það er ljóst að til þess að Ísland geti staðið við markmið sín um kolefnishlutleysi þurfa stjórnvöld að herða aðgerðir í endurheimt auðna og vistkerfa. Íslensk stjórnvöld segjast vilja vera í fararbroddi í loftslagsmálum og er endurheimt hruninna vistkerfa mikilvægur og tiltölulega einfaldur þáttur til að sýna þennan vilja í verki. Loftslagsmál og endurheimt vistkerfa ættu að vera í brennidepli stjórnvalda og á það sérlega vel við á áratugi vistheimtar 2021-2030. Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna og nemandi í líffræði við Háskóla Íslands. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Margir þeir sem ferðast um Ísland, bæði innlendir og erlendir, hafa hrifist af þeirri víðáttu og ósnortnu náttúru sem landið býður upp á. Stórar hraunbreiður, vaxnar mosa og nærri auðir melar eða svartir sandar eru einstök náttúrufyrirbæri og einkennandi landslag fyrir Ísland. Annað, en þó ekki jafn sýnilegt, er sérstaða íslensks jarðvegs. Hér á landi eru mörg virk eldfjöll og er eldfjallajörð (e. andosol) þar af leiðandi algeng. Eldfjallajörð hefur sérstaka eiginleika og safnar miklu kolefni eða að meðaltali um 30 kg af kolefni á hvern fermetra. Mójörð, sem einnig er algeng hér á landi, safnar enn meira af kolefni og getur djúp mójörð geymt allt að 300 kg kolefnis á hvern fermetra. Ljóst er að íslenskur jarðvegur getur tekið við miklu magni kolefnis en ef lítil eða engin gróðurhula er yfir jörðinni veldur veðrun og rof því að kolefnið losnar út í andrúmsloftið í formi koltvísýrings (CO2) eða sest í hafið þar sem það getur hvarfast við kalk og aukið á súrnun sjávar . Vissulega eru hér náttúrulegar eyðimerkur sem ekki er hægt að sporna við að myndist vegna reglulegra eldgosa. Hér eru þó einnig svæði sem ættu í raun ekki að vera auðnir og sést það á eiginleikum jarðvegsins (oft brúnjörð) og í sögulegum heimildum (sjá rit LbhÍ nr. 130). Mikil og óvarkár nýting lands í gegnum tíðina hefur orðið til þess að jarðvegur sem ætti að vera frjósamur missir gróðurhulu sína og uppblástur eða rof hefst. Ef ekkert er gert til að endurheimta gróðurhuluna losnar kolefni smátt og smátt úr jarðveginum og að lokum verður landsvæðið að auðn. Þessar auðnir þekkjum við vel og lítum á sem náttúrulegan hluta af landslagi Íslands en raunin er sú að þær losa álíka mikið af kolefni á ári og öll íslenska þjóðin (sjá rit LbhÍ nr. 133). Þegar litið er á tölur yfir kolefnislosun auðnanna og ástæður fyrir myndun margra þeirra er erfitt að sjá það sem áður heillaði við landslagið. Sem betur fer er vel hægt að hafa áhrif á kolefnislosun auðna, og þar með losun Íslands, með því að græða upp landið og endurheimta hrunin eða hnigin vistkerfi þar sem það á við og á viðeigandi hátt hverju sinni. Ef land sem ekki er of rofið er t.d. losað undan beitarálagi getur það jafnað sig án alls inngrips. Þetta má greinilega sjá á mörgum stöðum þar sem erfitt er að komast að fyrir menn og búfénað líkt og í hólmum eða á beitarfriðuðum svæðum. Önnur vistkerfi sem eru meira rofin þurfa örlítinn byr undir vængi. Þá er mikilvægt að huga að því hvaða tegundum er sáð og gæta að öðrum þáttum eins og grunnvatnsstöðu og nálægð við gosbelti sem gætu haft áhrif á gróðurframvindu. Endurheimt vistkerfa eykur bindingu kolefnis bæði í gróður og jarðveg en þessi aukning í bindingu er mikilvægur þáttur í því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Vel gróin vistkerfi verða stöðugri og þola hóflegt rask mun betur en auðnir. Þar að auki hefur gróið svæði sterkt aðdráttarafl til alls kyns útivistar og dregur að ferðamenn. Fyrst og fremst geta heilbrigð vistkerfi þó bundið enn meira kolefni til framtíðar og búa yfir meiri líffræðilegri fjölbreytni en hnigin eða hrunin vistkerfi. Það er ljóst að til þess að Ísland geti staðið við markmið sín um kolefnishlutleysi þurfa stjórnvöld að herða aðgerðir í endurheimt auðna og vistkerfa. Íslensk stjórnvöld segjast vilja vera í fararbroddi í loftslagsmálum og er endurheimt hruninna vistkerfa mikilvægur og tiltölulega einfaldur þáttur til að sýna þennan vilja í verki. Loftslagsmál og endurheimt vistkerfa ættu að vera í brennidepli stjórnvalda og á það sérlega vel við á áratugi vistheimtar 2021-2030. Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna og nemandi í líffræði við Háskóla Íslands. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun