Segja friðlandið orðið að óskiljanlegri kerfisvitleysu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2021 23:02 Þau Sveinn Viðarsson og Kristín Ósk Matthíasdóttir eru fiskeldisbændur á Þverá í Vatnsfirði. Egill Aðalsteinsson Barnafjölskylda sem flutti á fiskeldisbýli á Barðaströnd segir þungt í vöfum að vera innan friðlands Vatnsfjarðar. Í neyð sinni ákváðu þau á endanum að byggja íbúðarhús í óleyfi á bakka eldistjarnar fremur en að hírast áfram með börnin í örlitlu pallhýsi. Þau Kristín Ósk Matthíasdóttir og Sveinn Viðarsson fluttu af Suðurlandi fyrir sex árum til að taka við býli á Barðaströnd þar sem jarðhiti er nýttur til að ala bleikju. Þau Svein og Kristínu óraði samt ekki fyrir þeim hindrunum sem fylgdu því að jörðin er innan friðlands Vatnsfjarðar. -En er þá allt þyngra í vöfum af því að þetta er friðland? „Já, ekki spurning,“ svarar Kristín í fréttum Stöðvar 2. Nýja íbúðarhúsið byggðu þau framan við eldishúsið á bakka eldistjarnar. Séð inn Vatnsfjörð í átt að Flókalundi.Egill Aðalsteinsson „Það er búið að gera þetta að kerfisvitleysu. Þetta er orðið rosalega þungt í vöfum að reyna að reka eitthvað í dag í svona umhverfi. Kerfið er orðið svo flókið og snúið að við föttum það ekki, - þekkjum ekki orðið hvernig þetta virkar sjálf. Við erum búin að búa til svo mikla kerfisvitleysu að við skiljum þetta ekki,“ segir Sveinn. Þau leigðu fyrst íbúðarhús í sveitinni en þegar eigendurnir þurftu það undir eigin fjölskyldu lentu þau á hrakhólum þar sem ekkert annað hús var á lausu í sveitinni. Þau neyddust til að búa í tíu fermetra pallhýsi og vildu því sjálf byggja. „Við vorum búin að sækja og sækja um leyfi. Það gengur ekki með tvö börn að vera í camper í tíu mánuði, sko. Þetta var ekki forsvaranlegt, sko,“ segir Kristín. „Við neituðum bara að gefast upp og byggðum húsið,“ segir Sveinn. Leyfið fékkst svo loksins síðastliðinn föstudag. Horft út Vatnsfjörð í átt að Brjánslæk.Egill Aðalsteinsson Sveinn segist samt ekki ætla að leggjast gegn því að svæðið verði gert að þjóðgarði, eins og núna er áformað. „Mér er svo sem alveg sama hvað þeir gera. Ég hef ekkert á móti þessu. Þetta er bara fínt. Ég held að það verði bara gaman að þessu. Bara meiri áskorun – áskorun um að hafa snyrtilegt í kringum sig,“ segir Sveinn. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var fjallað um Barðaströnd en þar hefur börnum snarfjölgað. „Það var eitt þegar við komum. Nú eru þau tólf,“ segir Kristín. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vesturbyggð Fiskeldi Landbúnaður Umhverfismál Byggðamál Tengdar fréttir Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri. 21. febrúar 2021 22:00 Barðstrendingar fá ekki skólann sinn opnaðan Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ekki standa til að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Sveitarfélagið skoði hins vegar að bjóða foreldrum yngstu barnanna upp á þjónustu dagforeldra í sveitinni svo ekki þurfi að aka þeim yfir fjallveg. 15. janúar 2021 23:30 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þau Kristín Ósk Matthíasdóttir og Sveinn Viðarsson fluttu af Suðurlandi fyrir sex árum til að taka við býli á Barðaströnd þar sem jarðhiti er nýttur til að ala bleikju. Þau Svein og Kristínu óraði samt ekki fyrir þeim hindrunum sem fylgdu því að jörðin er innan friðlands Vatnsfjarðar. -En er þá allt þyngra í vöfum af því að þetta er friðland? „Já, ekki spurning,“ svarar Kristín í fréttum Stöðvar 2. Nýja íbúðarhúsið byggðu þau framan við eldishúsið á bakka eldistjarnar. Séð inn Vatnsfjörð í átt að Flókalundi.Egill Aðalsteinsson „Það er búið að gera þetta að kerfisvitleysu. Þetta er orðið rosalega þungt í vöfum að reyna að reka eitthvað í dag í svona umhverfi. Kerfið er orðið svo flókið og snúið að við föttum það ekki, - þekkjum ekki orðið hvernig þetta virkar sjálf. Við erum búin að búa til svo mikla kerfisvitleysu að við skiljum þetta ekki,“ segir Sveinn. Þau leigðu fyrst íbúðarhús í sveitinni en þegar eigendurnir þurftu það undir eigin fjölskyldu lentu þau á hrakhólum þar sem ekkert annað hús var á lausu í sveitinni. Þau neyddust til að búa í tíu fermetra pallhýsi og vildu því sjálf byggja. „Við vorum búin að sækja og sækja um leyfi. Það gengur ekki með tvö börn að vera í camper í tíu mánuði, sko. Þetta var ekki forsvaranlegt, sko,“ segir Kristín. „Við neituðum bara að gefast upp og byggðum húsið,“ segir Sveinn. Leyfið fékkst svo loksins síðastliðinn föstudag. Horft út Vatnsfjörð í átt að Brjánslæk.Egill Aðalsteinsson Sveinn segist samt ekki ætla að leggjast gegn því að svæðið verði gert að þjóðgarði, eins og núna er áformað. „Mér er svo sem alveg sama hvað þeir gera. Ég hef ekkert á móti þessu. Þetta er bara fínt. Ég held að það verði bara gaman að þessu. Bara meiri áskorun – áskorun um að hafa snyrtilegt í kringum sig,“ segir Sveinn. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var fjallað um Barðaströnd en þar hefur börnum snarfjölgað. „Það var eitt þegar við komum. Nú eru þau tólf,“ segir Kristín. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vesturbyggð Fiskeldi Landbúnaður Umhverfismál Byggðamál Tengdar fréttir Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri. 21. febrúar 2021 22:00 Barðstrendingar fá ekki skólann sinn opnaðan Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ekki standa til að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Sveitarfélagið skoði hins vegar að bjóða foreldrum yngstu barnanna upp á þjónustu dagforeldra í sveitinni svo ekki þurfi að aka þeim yfir fjallveg. 15. janúar 2021 23:30 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri. 21. febrúar 2021 22:00
Barðstrendingar fá ekki skólann sinn opnaðan Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ekki standa til að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Sveitarfélagið skoði hins vegar að bjóða foreldrum yngstu barnanna upp á þjónustu dagforeldra í sveitinni svo ekki þurfi að aka þeim yfir fjallveg. 15. janúar 2021 23:30