Eiginkona El Chapo handtekin í Bandaríkjunum Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2021 07:40 Hin 31 árs Emma Coronel Aispuro var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Myndin er frá 2019. AP/Seth Wenig Emma Coronel Aispuro, eiginkona hins mexíkóska eiturlyfjabaróns, Joaquín Guzmán, betur þekktur sem El Chapo, var handtekin í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Hún er grunuð um aðild að skipulögðu, alþjóðlegu eiturlyfjasmygli. Guzmán var handtekinn árið 2016 eftir um hálft ár á flótta þar sem honum hafði tekist að flýja úr fangelsi. Hann var árið 2019 svo dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum þar sem hann afplánar nú í öryggisfangelsi. Hann var um árabil leiðtogi Sinaloa-eiturlyfjahringsins. Bandaríska dómsmálaráðuneytið greindi frá handtöku hinnar 31 árs Aispuro í gær, en hún er sökuð um að hafa átt aðild að smygli á einu kílói af heróíni, fimm kílóum af kókaíni, einu tonni af maíjúana og hálfu kílói af metamfetamíni til Bandaríkjanna. Þá er hún sömuleiðis grunuð um að hafa átt þátt í skipulagningu flótta El Chapo frá Altiplano-fangelsinu í Mexíkó 2015. Sömuleiðis er hún grunuð um að hafa átt þátt í að skipuleggja flóttatilraun fyrir Guzman í tengslum við framsal hans til Bandaríkjanna árið 2017. Bandaríska alríkislögreglan FBI stendur að baki rannsókninni. Sinaloa-eiturlyfjahringurinn var komið á fót í Culiacán í Sinaloa í Mexíkó undir lok níunda áratugarins og er talinn vera einn stærsti eiturlyfjahringurinn í landinu. Dómstóll í New York dæmdi El Chapo í lífstíðarfangelsi árið 2019, án möguleika á reynslulausn. Hann var sakfelldur fyrir eiturlyfjasmygl, peningaþvætti, skiplagða glæpastarfsemi, auk fjölda morða og mannrána. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo í lífstíðarfangelsi Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. 17. júlí 2019 15:45 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Guzmán var handtekinn árið 2016 eftir um hálft ár á flótta þar sem honum hafði tekist að flýja úr fangelsi. Hann var árið 2019 svo dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum þar sem hann afplánar nú í öryggisfangelsi. Hann var um árabil leiðtogi Sinaloa-eiturlyfjahringsins. Bandaríska dómsmálaráðuneytið greindi frá handtöku hinnar 31 árs Aispuro í gær, en hún er sökuð um að hafa átt aðild að smygli á einu kílói af heróíni, fimm kílóum af kókaíni, einu tonni af maíjúana og hálfu kílói af metamfetamíni til Bandaríkjanna. Þá er hún sömuleiðis grunuð um að hafa átt þátt í skipulagningu flótta El Chapo frá Altiplano-fangelsinu í Mexíkó 2015. Sömuleiðis er hún grunuð um að hafa átt þátt í að skipuleggja flóttatilraun fyrir Guzman í tengslum við framsal hans til Bandaríkjanna árið 2017. Bandaríska alríkislögreglan FBI stendur að baki rannsókninni. Sinaloa-eiturlyfjahringurinn var komið á fót í Culiacán í Sinaloa í Mexíkó undir lok níunda áratugarins og er talinn vera einn stærsti eiturlyfjahringurinn í landinu. Dómstóll í New York dæmdi El Chapo í lífstíðarfangelsi árið 2019, án möguleika á reynslulausn. Hann var sakfelldur fyrir eiturlyfjasmygl, peningaþvætti, skiplagða glæpastarfsemi, auk fjölda morða og mannrána.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo í lífstíðarfangelsi Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. 17. júlí 2019 15:45 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
El Chapo í lífstíðarfangelsi Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum. 17. júlí 2019 15:45