Anníe Mist: Svo oft sem eitthvað gott kemur út úr baksinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það best sjálf að það koma erfiðir dagar inn á milli. Instagram/@anniethorisdottir Haltu áfram og ekki gefast upp. Anníe Mist Þórisdóttir sendi fylgjendum sínum hvatningarorð og það voru örugglega einhverjir af þeim tæplega tveimur milljónum sem þurftu að heyra það í dag. Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það vel að sigrast á mótlæti og komast í gegnum erfiða tíma. Hún vildi stappa stálinu í sína fylgjendur í nýjast pistli sínum um að halda áfram þótt á móti blási. Anníe Mist hefur meðal annars komist í gegnum erfið meiðsli á sínum ferli og á að baki yfir tíu ár í einni mest krefjandi íþrótt sem er í boði. Þessa dagana er hún að koma til baka eftir barnsburð og það hefur reynt á þrautseigju okkar konu. Anníe getur því vel sett sig í spor þeirra sem lenda í mótlæti og eru á þeim tímapunkti þegar auðvelda leiðin er að gefast upp og hætta. Anníe Mist vill passa upp á það að sú hugsun hafi ekki betur hjá sínum fylgjendum. „Ég er ekki viss hver það er sem þarf að heyra þetta akkúrat núna en ef þú ert að fara í gegnum einhverja erfiðleika, haltu þá áfram,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir í nýjasta pistli sínum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Lífið færir okkur áskoranir til að prófa okkur en ég trúi því innilega að þú vaxir við það að komast í gegnum slíkar áskoranir. Það lítur kannski ekki út fyrir það á þeirri stundu en það er svo oft sem eitthvað gott kemur út úr baksinu,“ skrifaði Anníe Mist. „Sem dæmi er það þegar ég hef verið að glíma við meiðsli á mínum ferli. Þá hef ég lært svo miklu meira um líkamann minn sem hefur um leið hjálpað mér að þróa réttari hugsun, betri tækni og að komast að lokum í betra form,“ skrifaði Anníe Mist. „Eins og er þá er ég að byggja upp formið mitt eftir að hafa eignast mína fallegu dóttur. Stundum er það erfitt, virkilega erfitt. Ég er manneskja en það sem er mikilvægast er að halda alltaf áfram,“ skrifaði Anníe Mist en það má pistil hennar hérna fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það vel að sigrast á mótlæti og komast í gegnum erfiða tíma. Hún vildi stappa stálinu í sína fylgjendur í nýjast pistli sínum um að halda áfram þótt á móti blási. Anníe Mist hefur meðal annars komist í gegnum erfið meiðsli á sínum ferli og á að baki yfir tíu ár í einni mest krefjandi íþrótt sem er í boði. Þessa dagana er hún að koma til baka eftir barnsburð og það hefur reynt á þrautseigju okkar konu. Anníe getur því vel sett sig í spor þeirra sem lenda í mótlæti og eru á þeim tímapunkti þegar auðvelda leiðin er að gefast upp og hætta. Anníe Mist vill passa upp á það að sú hugsun hafi ekki betur hjá sínum fylgjendum. „Ég er ekki viss hver það er sem þarf að heyra þetta akkúrat núna en ef þú ert að fara í gegnum einhverja erfiðleika, haltu þá áfram,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir í nýjasta pistli sínum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Lífið færir okkur áskoranir til að prófa okkur en ég trúi því innilega að þú vaxir við það að komast í gegnum slíkar áskoranir. Það lítur kannski ekki út fyrir það á þeirri stundu en það er svo oft sem eitthvað gott kemur út úr baksinu,“ skrifaði Anníe Mist. „Sem dæmi er það þegar ég hef verið að glíma við meiðsli á mínum ferli. Þá hef ég lært svo miklu meira um líkamann minn sem hefur um leið hjálpað mér að þróa réttari hugsun, betri tækni og að komast að lokum í betra form,“ skrifaði Anníe Mist. „Eins og er þá er ég að byggja upp formið mitt eftir að hafa eignast mína fallegu dóttur. Stundum er það erfitt, virkilega erfitt. Ég er manneskja en það sem er mikilvægast er að halda alltaf áfram,“ skrifaði Anníe Mist en það má pistil hennar hérna fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Sjá meira