Handbolti

Jóhann Gunnar lét til sín taka í teiknitölvunni í Seinni bylgjunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Gunnar Einarsson fékk að spreyta sig með teiknitölvuna í Seinni bylgjunni.
Jóhann Gunnar Einarsson fékk að spreyta sig með teiknitölvuna í Seinni bylgjunni. Skjámynd/S2 Sport

Það var pressa á Jóhanni Gunnari Einarssyni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi því í útsendingu frá leik Vals og Aftureldingu var kollegi hans Einar Andri Einarsson búinn að lofa veislu þegar Jóhann Gunnar myndi láta til sín taka í teiknitölvunni.

Jóhann Gunnar fékk það verkefni að greina leik ÍBV og FH í Vestmannaeyjum þar sem FH-ingar unnu 33-30 sigur á heimamönnum.

„Ég ætla bara að halla mér aftur og slaka aðeins á,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, í léttum tón áður en Jóhann Gunnar fékk orðið og stjórnina á teiknitölvunni.

„Þetta var mjög skrýtinn leikur. Það var mikið skorað en samt var mikið um tæknifeila og markverðirnir voru ekki slæmir. Þetta var mjög hraður leikur og mikið af mörkum kom úr seinni bylgju og hraðaupphlaupum,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni.

„Ég ætla að sýna ykkur þrjár sóknir hjá FH í seinni hálfleik en þetta voru vel útfærðar sóknir hjá FH-ingunum þegar þeir voru að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn. ÍBV var yfir allan fyrri hálfleikinn en svo kemur FH inn í seinni hálfleik, tekur svolítið yfirhöndina og nær að halda henni út leikinn. Það þurfti skynsaman sóknarleik til þess,“ sagði Jóhann Gunnar.

Hér fyrir neðan má sjá Jóhann Gunnar teikna upp góðar sóknir FH-liðsins í seinni hálfleiknum. Þetta voru þrjár góðar uppstilltar sóknir hjá FH sem urðu til þess að FH tók yfirhöndina í leiknum.

Klippa: Seinni bylgjan: Jóhann Gunnar teiknar upp góðar sóknir FH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×