Hinn 53 ára Klopp sagði í síðustu viku að hann væri ekki að hugsa sér að yfirgefa ensku meistarana en sögusagnir bárust af óeirðum í herbúðum ensku meistarana í síðustu viku. Klopp og Henderson hlógu af því.
Það hefur þó ekki stöðvað sögusagnirnar um Klopp og framtíð hans en hann er samningsbundinn Liverpool til ársins 2024. Þeir hafa tapað fjórum deildarleikjum í röð og eru nú langt á eftir toppliði Manchester City sem kveikir enn frekar í sögusögnunum.
Jurgen Klopp 'could QUIT Liverpool next summer to become Germany's next manager' https://t.co/wbDp66HNbo
— MailOnline Sport (@MailSport) February 24, 2021
BILD hefur eftir heimildum sínum að það séu 68% líkur á að Klopp gæti tekið við þýska landsliðinu eftir HM í Katar 2022. Þýski fjölmiðillinn segir að Klopp hafi mikinn áhuga á að snúa aftur heim til Þýskalands og þetta gæti hentað honum vel.
Þýskaland er á heimavelli á EM 2024 og það gæti því orðið fyrsta stórmótið undir stjórn Klopp en blaðið segir einnig að það séu um þrjátíu prósent líkur á að Klopp muni vera á Anfield út samninginn.
Þeir segja hann og konuna Ulla ánægða í Anfield og ef hann klárar samning sinn í Liverpool þá mun hann vera í níu ár á Anfield. Það yrði lengsta vera hans hjá liði í fótboltanum því hann var í sjö ár hjá bæði Dortmund og Mainz.
Joachim Löw er núverandi þjálfari þýska landsliðsins og hefur verið síðan 2006. Samningur hans rennur út eftir HM í Katar 2022.