Aðgerðaleysi Vesturlanda í loftslagsmálum gerir okkur dauðasek Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Finnur Ricart Andrason skrifa 25. febrúar 2021 11:31 Ísland finnur nú þegar fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar, veðurfarsbreytingar, niðurbrot vistkerfa og hopun jökla hafa nú þegar áhrif, og munu þau aðeins aukast í framtíðinni. Þessar afleiðingar eru hins vegar ekki jafn lífshættulegar og þær alvarlegu afleiðingar sem íbúar Túvalú, Bangledesh, Rúanda og annarra fátækra landa upplifa í dag. Sem dæmi um alvarlegar afleiðingar má nefna vatnsskort, mannskæðar hitabylgjur og heimilisleysi vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Þessi lönd, þrátt fyrir að finna hvað mest fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga, bera minnsta ábyrgð á þeim. Við á Íslandi aftur á móti, erum með eitt stærstakolefnisfótsporíheimi, en munum finna mun seinna fyrir lífshættulegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Þetta mynstur á við um flest Vesturlönd, sem eru stærstu orsakavaldar loftslagsbreytinga miðað við höfðatölu, en finna minna fyrir þeim enn sem komið er. Margir hérlendis eru fljótir að benda fingrum á Indland og Kína til að kenna þeim um losun heimsins, en gleyma alveg að taka inn í myndina losun á höfðatölu, sem og sögulega losun. Eins þarf að hafa í huga að stór hluti framleiðslu, og þar af leiðandi losun landa svo sem Indlands og Kína, er knúin af vestrænni ofneyslu. Mest af því kolefni sem er í andrúmsloftinu í dag kemur frá vestræna heiminum eftir rúma öld af vestrænni iðnbyltingu, heimsvaldastefnu og hömlulausri mengun. Meðfylgjandi mynd frá Our World in Data sýnir gögn um sögulega losun. Líkt og fram hefur komið, ber hinn vestræni heimur ábyrgð á losun á mestum hluta þess kolefnis sem er í andrúmsloftinu í dag, sem er í kringum 417 ppm (e. parts per million). Þessi tala þarf að verða 350 ppm til að við eigum möguleika á því að halda hlýnun jarðar innan við eina og hálfa gráðu frá iðnbyltingu og koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er því á ábyrgð þróaðra ríkja að draga snarlega úr sinni losun, binda það kolefni sem við höfum losað og aðstoða við fjárfestingar í endurnýjanlegri orku fyrir þróunarríki sem njóta ekki sömu lífsgæða og við. Þegar rætt er um loftslagsbreytingar er mikilvægt að skoða einnig siðferðislegan vinkil þeirra. Ef umræðan einblínir á praktíkina og efnahagslegar afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða er ekki verið að viðurkenna það mikla siðferðislega óréttlæti sem felst í því að ræna framtíðarkynslóðir af hreinni náttúru, lífi og hamingju. Mörg okkar sem mótmælum á hverjum föstudegi aðgerðarleysi Íslands í loftslagsmálum verða ekki orðin þrítug árið 2030, þegar losun heimsins mun þurfa að hafa helmingast ef við ætlum að halda hlýnun jarðar undir 1,5C samkvæmt fimmtu skýrslu IPCC. Því nuddar það salti í sárið þegar við erum kölluð „leiðtogar framtíðarinnar“, því aðgerðaleysið í dag sviptir okkur möguleikanum á bjartri framtíð. Ísland ber siðferðislega skyldu til að lýsa yfir neyðarástandi og grípa til róttækari aðgerða, ekki bara Íslendinga vegna, heldur líka vegna allra íbúa heimsins. Við þurfum að ná kolefnishlutleysi sem fyrst og fjárfesta í umhverfisvænum lausnum við loftslagskrísunni til þess að þróunarlönd eigi efni á þeim. Samvinna þarf að eiga sér stað á grundvelli þar sem allir aðilar eru jafnir, þar sem allir bera jafn mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Öðruvísi leysum við þetta ekki. Höfundar eru meðlimir Ungra umhverfissinna. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er BSc nemi í Umhverfisvísindum og heimspeki við Harvard University og Finnur Ricart Andrason er BSc nemi í Global Sustainability Science við Universiteit Utrecht. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Finnur Ricart Andrason Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Ísland finnur nú þegar fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar, veðurfarsbreytingar, niðurbrot vistkerfa og hopun jökla hafa nú þegar áhrif, og munu þau aðeins aukast í framtíðinni. Þessar afleiðingar eru hins vegar ekki jafn lífshættulegar og þær alvarlegu afleiðingar sem íbúar Túvalú, Bangledesh, Rúanda og annarra fátækra landa upplifa í dag. Sem dæmi um alvarlegar afleiðingar má nefna vatnsskort, mannskæðar hitabylgjur og heimilisleysi vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Þessi lönd, þrátt fyrir að finna hvað mest fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga, bera minnsta ábyrgð á þeim. Við á Íslandi aftur á móti, erum með eitt stærstakolefnisfótsporíheimi, en munum finna mun seinna fyrir lífshættulegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Þetta mynstur á við um flest Vesturlönd, sem eru stærstu orsakavaldar loftslagsbreytinga miðað við höfðatölu, en finna minna fyrir þeim enn sem komið er. Margir hérlendis eru fljótir að benda fingrum á Indland og Kína til að kenna þeim um losun heimsins, en gleyma alveg að taka inn í myndina losun á höfðatölu, sem og sögulega losun. Eins þarf að hafa í huga að stór hluti framleiðslu, og þar af leiðandi losun landa svo sem Indlands og Kína, er knúin af vestrænni ofneyslu. Mest af því kolefni sem er í andrúmsloftinu í dag kemur frá vestræna heiminum eftir rúma öld af vestrænni iðnbyltingu, heimsvaldastefnu og hömlulausri mengun. Meðfylgjandi mynd frá Our World in Data sýnir gögn um sögulega losun. Líkt og fram hefur komið, ber hinn vestræni heimur ábyrgð á losun á mestum hluta þess kolefnis sem er í andrúmsloftinu í dag, sem er í kringum 417 ppm (e. parts per million). Þessi tala þarf að verða 350 ppm til að við eigum möguleika á því að halda hlýnun jarðar innan við eina og hálfa gráðu frá iðnbyltingu og koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er því á ábyrgð þróaðra ríkja að draga snarlega úr sinni losun, binda það kolefni sem við höfum losað og aðstoða við fjárfestingar í endurnýjanlegri orku fyrir þróunarríki sem njóta ekki sömu lífsgæða og við. Þegar rætt er um loftslagsbreytingar er mikilvægt að skoða einnig siðferðislegan vinkil þeirra. Ef umræðan einblínir á praktíkina og efnahagslegar afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða er ekki verið að viðurkenna það mikla siðferðislega óréttlæti sem felst í því að ræna framtíðarkynslóðir af hreinni náttúru, lífi og hamingju. Mörg okkar sem mótmælum á hverjum föstudegi aðgerðarleysi Íslands í loftslagsmálum verða ekki orðin þrítug árið 2030, þegar losun heimsins mun þurfa að hafa helmingast ef við ætlum að halda hlýnun jarðar undir 1,5C samkvæmt fimmtu skýrslu IPCC. Því nuddar það salti í sárið þegar við erum kölluð „leiðtogar framtíðarinnar“, því aðgerðaleysið í dag sviptir okkur möguleikanum á bjartri framtíð. Ísland ber siðferðislega skyldu til að lýsa yfir neyðarástandi og grípa til róttækari aðgerða, ekki bara Íslendinga vegna, heldur líka vegna allra íbúa heimsins. Við þurfum að ná kolefnishlutleysi sem fyrst og fjárfesta í umhverfisvænum lausnum við loftslagskrísunni til þess að þróunarlönd eigi efni á þeim. Samvinna þarf að eiga sér stað á grundvelli þar sem allir aðilar eru jafnir, þar sem allir bera jafn mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Öðruvísi leysum við þetta ekki. Höfundar eru meðlimir Ungra umhverfissinna. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er BSc nemi í Umhverfisvísindum og heimspeki við Harvard University og Finnur Ricart Andrason er BSc nemi í Global Sustainability Science við Universiteit Utrecht. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar