Miklar væntingar gerðar til Söru og Björgvins og nú eru peningar í spilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir hafa bæði verið að gera frábæra hluti í The Open undanfarin ár. vísir/vilhelm Tæpar tvær milljónir eru í boði fyrir sigur í The Open í ár og bæði Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson er í hópi þeirra sem þykja líklegur sigurvegarar. Peningaverðlaun verða í boði í opna hluta heimsleikanna í ár og að sjálfsögðu er íslensk afreksfólk á blaði þegar er spáð er hvaða CrossFit fólk muni skara fram úr í ár. Morning Chalk Up tók það saman hvaða CrossFit fólk sé sigurstranglegast í karla- og kvennaflokki. The Open hefst eftir rétt tæpar tvær vikur eða 11. mars næstkomandi. Þetta árið mun keppnin taka þrjár vikur en þetta markar upphaf keppnistímabilsins í CrossFit. Það vakti athygli að myndin með fréttinni hjá Morning Chalk Up er af engum öðrum en Íslendingnum Björgvini Karli Guðmundssyni. Björgvin Karl er nefndur sem einn af fjórum sigurstranglegustu körlunum á The Open í ár. Það eru talsverða sviptingar í karlaflokknum þar sem að fimmfaldi heimsmeistarinn Mat Fraser er hættur keppni. Björgvin Karl hefur verið að gera góða hluti í The Open undanfarin ár. Hann var fjórði í fyrra og annar árið á undan auk þess að náð fjórða sætinu árið 2017. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Hinir sem þykja sigurstranglegir eru Noah Ohlsen, Patrick Vellner og Jean-Simon Roy-Lemaire. Roy-Lemaire meiddist á hásin í lok síðasta árs en væri annars í þessum hópi. Þá eru líka taldir upp fjórir í viðbót sem gætu komið á óvart en það eru Jacob Heppner, Samuel Cournoyer, Jeffery Adler og Rich Froning. Sara Sigmundsdóttir er jafnframt ein af þeim fimm sigurstranglegustu í kvennaflokki en hún er nefnd ásamt þeim Kristin Holte, Tia-Clair Toomey, Jamie Simmonds og Brooke Wells. Sara hefur unnið The Open undanfarin tvö ár og alls þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Það þarf ekki að koma á óvart að fólk hafi mikla trú á henni. Sara hefur farið á kostum í The Open en hefur aftur á móti átt í vandræðum með að ná sínu besta fram á heimsleikunum sjálfum. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur aftur á móti gert betur á heimsleikunum sjálfum heldur en í The Open. Hún er samt ein af þeim sem eru fá heiðurstilnefningu en hinar eru Amanda Barnhart, Kari Pearce, Emma McQuaid, Carol-Ann Reason-Thibeault og Karin Freyova. Þessar þykja ekki sigurstranglegar en eigi þó möguleika á því að skapa usla. Það eru peningaverðlaun í boði fyrir fimm fyrstu sætin í The Open í ár þar af fimmtán þúsund Bandaríkjadalir fyrir sigurvegarann eða 1,88 milljónir íslenskra króna. Annað sætið fær tíu þúsund dollara og þriðja til fimmta sæti fær síðan frá 7500 dollara niður í fimm þúsund dollara. CrossFit Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
Peningaverðlaun verða í boði í opna hluta heimsleikanna í ár og að sjálfsögðu er íslensk afreksfólk á blaði þegar er spáð er hvaða CrossFit fólk muni skara fram úr í ár. Morning Chalk Up tók það saman hvaða CrossFit fólk sé sigurstranglegast í karla- og kvennaflokki. The Open hefst eftir rétt tæpar tvær vikur eða 11. mars næstkomandi. Þetta árið mun keppnin taka þrjár vikur en þetta markar upphaf keppnistímabilsins í CrossFit. Það vakti athygli að myndin með fréttinni hjá Morning Chalk Up er af engum öðrum en Íslendingnum Björgvini Karli Guðmundssyni. Björgvin Karl er nefndur sem einn af fjórum sigurstranglegustu körlunum á The Open í ár. Það eru talsverða sviptingar í karlaflokknum þar sem að fimmfaldi heimsmeistarinn Mat Fraser er hættur keppni. Björgvin Karl hefur verið að gera góða hluti í The Open undanfarin ár. Hann var fjórði í fyrra og annar árið á undan auk þess að náð fjórða sætinu árið 2017. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Hinir sem þykja sigurstranglegir eru Noah Ohlsen, Patrick Vellner og Jean-Simon Roy-Lemaire. Roy-Lemaire meiddist á hásin í lok síðasta árs en væri annars í þessum hópi. Þá eru líka taldir upp fjórir í viðbót sem gætu komið á óvart en það eru Jacob Heppner, Samuel Cournoyer, Jeffery Adler og Rich Froning. Sara Sigmundsdóttir er jafnframt ein af þeim fimm sigurstranglegustu í kvennaflokki en hún er nefnd ásamt þeim Kristin Holte, Tia-Clair Toomey, Jamie Simmonds og Brooke Wells. Sara hefur unnið The Open undanfarin tvö ár og alls þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Það þarf ekki að koma á óvart að fólk hafi mikla trú á henni. Sara hefur farið á kostum í The Open en hefur aftur á móti átt í vandræðum með að ná sínu besta fram á heimsleikunum sjálfum. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur aftur á móti gert betur á heimsleikunum sjálfum heldur en í The Open. Hún er samt ein af þeim sem eru fá heiðurstilnefningu en hinar eru Amanda Barnhart, Kari Pearce, Emma McQuaid, Carol-Ann Reason-Thibeault og Karin Freyova. Þessar þykja ekki sigurstranglegar en eigi þó möguleika á því að skapa usla. Það eru peningaverðlaun í boði fyrir fimm fyrstu sætin í The Open í ár þar af fimmtán þúsund Bandaríkjadalir fyrir sigurvegarann eða 1,88 milljónir íslenskra króna. Annað sætið fær tíu þúsund dollara og þriðja til fimmta sæti fær síðan frá 7500 dollara niður í fimm þúsund dollara.
CrossFit Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð