Einstakt mál eða einstök mál? Olga Margrét Cilia skrifar 26. febrúar 2021 08:31 Dómsmálaráðherra hefur síðustu mánuði ítrekað að ráðuneyti hennar geti ekki hlutast til um einstaka mál. Bara alls ekki! Það er eins og hugmyndin um að hlutast um einstaka mál sé svo fjarri raunveruleika dómsmálaráðherra að það sé fullkomin fásinna að ýja að því. Þetta á þó yfirleitt bara við um það þegar senda á einstaka fólk í hættulegar aðstæður; hvort sem það eru börn, þolendur mansals, fólk sem óttast um líf sitt vegna kynhneigðar sinnar eða bara fólk sem er almennt í viðkvæmri stöðu. Þá er sko alls ekki hægt að hlutast til um einstaka mál. Ekki hægt að eiga samtal við Útlendingastofnun. Ekki hægt að mynda mannúðlegri stefnu í málefnum hælisleitenda. Ekki hægt að halda utan um fólk og veita því aðstoð meðan það bíður í allt að 18 mánuði eftir því einu að vera hafnað um vernd hér á landi. Bless bless! Ekki pláss, ekki peningur, ekkert sem dómsmálaráðherra getur gert. Þetta eru einstaka mál og þá getur ráðherra ekkert gert. En svo eru það hin einstöku málin, sem snúast oft um einstaka ráðherra. Merkilegt hvað ráðherrar á þessu landi geta verið einstakir. Þeir taka aldrei ábyrgð á sínum einstöku málum, það virðist alltaf vera hægt að hringja í vin. Stundum hringja ráðherrar í vini sína til þess að athuga hvort það sé ekki í lagi með þá og börnin þeirra. Stundum hringja ráðherrar í lögreglustjóra á aðfangadag til þess að athuga hvort að einstakt mál einstaks ráðherra verði nokkuð mál. Stundum hringja ráðherrar í lögreglustjóra þegar aðstoðarmenn þeirra eru komnir í klandur. Við megum ekki gleyma að þetta fólk á börn og fjölskyldur! Sýnum virðingu og verum ekki með þetta vesen. Mega einstakir ráðherrar ekki hlutast til um einstök mál án þess að almenningur krefjist þess að ráðherra hlutist ekki til um einstök mál einstakra ráðherra? Sumir eru jafnari en aðrir og sum mál eru einstakari en önnur. Í einstaka einstökum málum taka ráðherrar upp tólið og beita áhrifum sínum. Þó aldrei þegar einstaka fólk á í hlut, bara einstakir ráðherrar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Hælisleitendur Mest lesið Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur síðustu mánuði ítrekað að ráðuneyti hennar geti ekki hlutast til um einstaka mál. Bara alls ekki! Það er eins og hugmyndin um að hlutast um einstaka mál sé svo fjarri raunveruleika dómsmálaráðherra að það sé fullkomin fásinna að ýja að því. Þetta á þó yfirleitt bara við um það þegar senda á einstaka fólk í hættulegar aðstæður; hvort sem það eru börn, þolendur mansals, fólk sem óttast um líf sitt vegna kynhneigðar sinnar eða bara fólk sem er almennt í viðkvæmri stöðu. Þá er sko alls ekki hægt að hlutast til um einstaka mál. Ekki hægt að eiga samtal við Útlendingastofnun. Ekki hægt að mynda mannúðlegri stefnu í málefnum hælisleitenda. Ekki hægt að halda utan um fólk og veita því aðstoð meðan það bíður í allt að 18 mánuði eftir því einu að vera hafnað um vernd hér á landi. Bless bless! Ekki pláss, ekki peningur, ekkert sem dómsmálaráðherra getur gert. Þetta eru einstaka mál og þá getur ráðherra ekkert gert. En svo eru það hin einstöku málin, sem snúast oft um einstaka ráðherra. Merkilegt hvað ráðherrar á þessu landi geta verið einstakir. Þeir taka aldrei ábyrgð á sínum einstöku málum, það virðist alltaf vera hægt að hringja í vin. Stundum hringja ráðherrar í vini sína til þess að athuga hvort það sé ekki í lagi með þá og börnin þeirra. Stundum hringja ráðherrar í lögreglustjóra á aðfangadag til þess að athuga hvort að einstakt mál einstaks ráðherra verði nokkuð mál. Stundum hringja ráðherrar í lögreglustjóra þegar aðstoðarmenn þeirra eru komnir í klandur. Við megum ekki gleyma að þetta fólk á börn og fjölskyldur! Sýnum virðingu og verum ekki með þetta vesen. Mega einstakir ráðherrar ekki hlutast til um einstök mál án þess að almenningur krefjist þess að ráðherra hlutist ekki til um einstök mál einstakra ráðherra? Sumir eru jafnari en aðrir og sum mál eru einstakari en önnur. Í einstaka einstökum málum taka ráðherrar upp tólið og beita áhrifum sínum. Þó aldrei þegar einstaka fólk á í hlut, bara einstakir ráðherrar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun