Glæpahópar farnir að nýta sér kunnáttu sérfræðinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2021 20:04 Almennir borgara verða einna helst varir við starfsemi hópanna sem fórnarlömb svika, innbrota og þjófnaða. Vísir/Vilhelm Lögregla áætlar að um fimmtán glæpahópar séu starfræktir hérlendis. Hóparnir virðast í auknum mæli nýta sér aðstoð sérfræðinga við afbrot sín. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa einhverja tengingu við fíkniefnaframleiðslu eða -dreifingu. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að aðrir brotaflokkar væru til dæmis ýmis konar svik, til dæmis gagnvart opinberum stofnunum, innbrot og þjófnaðir og mansal og vændi. Hann sagði stærð hópanna oft á bilinu fimm til tíu manns en það væri þó breytilegt. Hóparnir notuðu lögmæta starfsemi til að þvætta hinn illa fengna ágóða en Karl Steinar sagði þá starfsemi af ýmsum toga. Spurður um uppbyggingu hópanna með tilliti til þjóðernis sagði hann óvenjulega stöðu uppi á Íslandi; allur gangur væri á því hvort meðlimir hópar væru fæddir hér og uppaldir eða hefðu komið hingað og dvalið í skemmri eða lengri tíma. Lögregla yrði nú í auknum mæli vör við að hóparnir nýttu sér kunnáttu sérfræðinga við brotastarfsemina, til dæmis lögfræði-, bókhalds- og tölvuaðstoð. Karl Steinar sagði lögreglu hafa nokkrar áhyggjur af þróun mála, þar sem skipulögð glæpastarfsemi virtist vera að vaxa að umfangi og væri jafnvel orðin stærra vandamál í Evrópu en hryðjuverkaógnin. Lögregla væri hins vegar vel í stakk búin til að takast á við vandann en þar skipti mestu samvinna lögregluembætta innanlands og samvinna íslenskra og erlendra löggæsluyfirvalda. Unnið væri að því að styrkja tæknilega getu lögreglu og þá hefði henni verið tryggð lagaleg úrræði til að takast betur á við ákveðna þætti, meðal annars peningaþvætti. Lögreglumál Utanríkismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að aðrir brotaflokkar væru til dæmis ýmis konar svik, til dæmis gagnvart opinberum stofnunum, innbrot og þjófnaðir og mansal og vændi. Hann sagði stærð hópanna oft á bilinu fimm til tíu manns en það væri þó breytilegt. Hóparnir notuðu lögmæta starfsemi til að þvætta hinn illa fengna ágóða en Karl Steinar sagði þá starfsemi af ýmsum toga. Spurður um uppbyggingu hópanna með tilliti til þjóðernis sagði hann óvenjulega stöðu uppi á Íslandi; allur gangur væri á því hvort meðlimir hópar væru fæddir hér og uppaldir eða hefðu komið hingað og dvalið í skemmri eða lengri tíma. Lögregla yrði nú í auknum mæli vör við að hóparnir nýttu sér kunnáttu sérfræðinga við brotastarfsemina, til dæmis lögfræði-, bókhalds- og tölvuaðstoð. Karl Steinar sagði lögreglu hafa nokkrar áhyggjur af þróun mála, þar sem skipulögð glæpastarfsemi virtist vera að vaxa að umfangi og væri jafnvel orðin stærra vandamál í Evrópu en hryðjuverkaógnin. Lögregla væri hins vegar vel í stakk búin til að takast á við vandann en þar skipti mestu samvinna lögregluembætta innanlands og samvinna íslenskra og erlendra löggæsluyfirvalda. Unnið væri að því að styrkja tæknilega getu lögreglu og þá hefði henni verið tryggð lagaleg úrræði til að takast betur á við ákveðna þætti, meðal annars peningaþvætti.
Lögreglumál Utanríkismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira