Innlent

Lög­regla leið­beindi starfs­fólki veitinga­staða um opnunar­tíma og reglur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan var í miðbænum í gær að fylgjast með gangi mála.
Lögreglan var í miðbænum í gær að fylgjast með gangi mála. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í reglubundið eftirlit með veitingahúsum í miðborginni í gærkvöldi og voru nokkrir veitingastaðir sóttir heim. Samkvæmt lögreglu var ástandið nokkuð gott þó skerpa hafi þurft á nokkrum reglum.

„Almennt yfir stóðu starfsmenn veitingastaða sig vel en þó þurfti lögregla að leiðbeina starfsmönnum í einhverjum tilfellum meðal annars varðandi lokunartíma, sem er klukkan 22:00, hvenær gestir þurfa að yfirgefa veitingastaðina, klukkan 23:00, og að þjóna þurfi gestum til borðs,“ segir í dagbókarfærslu lögreglu um heimsóknir á veitingastaði miðborgarinnar.

Þá segir að starfsmenn veitingastaða hafi almennt tekið lögreglu vel, sem og ábendingum hennar. Þó nokkur fjöldi fólks hafi verið í bænum og því oft myndast hópar við nokkra veitingastaði. Sú hópamyndun var þó ekki þannig að farið væri yfir leyfileg fjöldatakmörk, sem samkvæmt núverandi reglugerð standa í fimmtíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×