„Einboðið að næðu þessir flokkar meirihluta að þeir haldi áfram“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2021 18:20 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, og Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu ríkisstjórnarsamstarfið í Víglínunni í dag. Vísir/Einar „Mér finnst alveg einboðið að næðu þessir flokkar meirihluta í næstu kosningum, þá hlýtur að vera fyrsti kostur að þeir haldi áfram. Þetta stjórnarsamstarf hefur verið í öllum aðalatriðum afskaplega gæfusamt,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Víglínunni í dag. Stjórnarþingmennirnir Páll Magnússon og Ólafur Þór Gunnarsson ræddu ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar í Víglínunni. Þeir sögðu stjórnarsamstarfið hafa reynst afar gæfuríkt og það sæist í þeim stuðningin sem stjórnin nýtur í fylgiskönnunum. Nái flokkarnir meirihluta í kosningum ættu þeir að mati Páls að stefna að áframhaldandi samstarfi. „Ég held að í öllum aðalatriðum hafi þetta ríkisstjórnarsamband tekist alveg mjög vel upp. Furðuvel myndu margir segja miðað við það hvaða flokkar lögðu upp í það,“ segir Páll Magnússon. Segja ríkisstjórnarsamstarfið hafa verið farsælt Páll segir að málinu samkvæmt gæti hann rekið ýmislegt sem hann hafi ekki verið sammála Vinstri grænum og Framsóknarflokknum í einstaka málum en að í aðalatriðum hafi ríkisstjórnarsamstarfið gengið vonum framar. „Við höfum náð mjög langt með þann málefnasáttmála sem við fórum af stað með. Eðlilega er ágreiningur milli flokkanna í mörgum málefnum, enda eru þeir um allt rófið í stjórnmálum. En þrátt fyrir þetta hefur þetta tekist ágætlega,“ segir Ólafur Þór. Páll segir það liggja í hlutarins eðli að nái núverandi stjórnarflokkar meirihluta að nýju í næstu Alþingiskosningum eftir þetta „ekki hnökralausa en farsæla samstarf“ hljóti þeir að taka þann kost fyrstan að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi. Alþingiskosningar 2021 Víglínan Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Mögulegt framhaldslíf ríkisstjórnarinnar rætt í Víglínunni Allt bendir til að ríkisstjórn þriggja flokka í forsæti Katrínar Jakobsdóttur lifi af kjörtímabilið fram að kosningum til Alþingis hinn 25. september. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort stjórnarflokkarnir haldi áfram stjórnarsamstarfinu fái þeir til þess meirihluta. Flokkarnir eru farnir að undirbúa val á framboðslista og þar gæti víða dregið til tíðinda. 28. febrúar 2021 16:31 Líklegra að ríkisstjórnin haldi ef minni flokkar ná ekki manni inn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og forseti stjórnmálafræðideildar, telur að sitjandi ríkisstjórn muni halda samstarfi áfram eftir kosningar, haldi flokkarnir þrír meirihluta. Ef litlir flokkar nái ekki manni inn séu auknar líkur á því að ríkisstjórnin haldi meirihluta. 23. febrúar 2021 00:17 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Stjórnarþingmennirnir Páll Magnússon og Ólafur Þór Gunnarsson ræddu ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar í Víglínunni. Þeir sögðu stjórnarsamstarfið hafa reynst afar gæfuríkt og það sæist í þeim stuðningin sem stjórnin nýtur í fylgiskönnunum. Nái flokkarnir meirihluta í kosningum ættu þeir að mati Páls að stefna að áframhaldandi samstarfi. „Ég held að í öllum aðalatriðum hafi þetta ríkisstjórnarsamband tekist alveg mjög vel upp. Furðuvel myndu margir segja miðað við það hvaða flokkar lögðu upp í það,“ segir Páll Magnússon. Segja ríkisstjórnarsamstarfið hafa verið farsælt Páll segir að málinu samkvæmt gæti hann rekið ýmislegt sem hann hafi ekki verið sammála Vinstri grænum og Framsóknarflokknum í einstaka málum en að í aðalatriðum hafi ríkisstjórnarsamstarfið gengið vonum framar. „Við höfum náð mjög langt með þann málefnasáttmála sem við fórum af stað með. Eðlilega er ágreiningur milli flokkanna í mörgum málefnum, enda eru þeir um allt rófið í stjórnmálum. En þrátt fyrir þetta hefur þetta tekist ágætlega,“ segir Ólafur Þór. Páll segir það liggja í hlutarins eðli að nái núverandi stjórnarflokkar meirihluta að nýju í næstu Alþingiskosningum eftir þetta „ekki hnökralausa en farsæla samstarf“ hljóti þeir að taka þann kost fyrstan að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi.
Alþingiskosningar 2021 Víglínan Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Mögulegt framhaldslíf ríkisstjórnarinnar rætt í Víglínunni Allt bendir til að ríkisstjórn þriggja flokka í forsæti Katrínar Jakobsdóttur lifi af kjörtímabilið fram að kosningum til Alþingis hinn 25. september. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort stjórnarflokkarnir haldi áfram stjórnarsamstarfinu fái þeir til þess meirihluta. Flokkarnir eru farnir að undirbúa val á framboðslista og þar gæti víða dregið til tíðinda. 28. febrúar 2021 16:31 Líklegra að ríkisstjórnin haldi ef minni flokkar ná ekki manni inn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og forseti stjórnmálafræðideildar, telur að sitjandi ríkisstjórn muni halda samstarfi áfram eftir kosningar, haldi flokkarnir þrír meirihluta. Ef litlir flokkar nái ekki manni inn séu auknar líkur á því að ríkisstjórnin haldi meirihluta. 23. febrúar 2021 00:17 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Mögulegt framhaldslíf ríkisstjórnarinnar rætt í Víglínunni Allt bendir til að ríkisstjórn þriggja flokka í forsæti Katrínar Jakobsdóttur lifi af kjörtímabilið fram að kosningum til Alþingis hinn 25. september. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort stjórnarflokkarnir haldi áfram stjórnarsamstarfinu fái þeir til þess meirihluta. Flokkarnir eru farnir að undirbúa val á framboðslista og þar gæti víða dregið til tíðinda. 28. febrúar 2021 16:31
Líklegra að ríkisstjórnin haldi ef minni flokkar ná ekki manni inn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og forseti stjórnmálafræðideildar, telur að sitjandi ríkisstjórn muni halda samstarfi áfram eftir kosningar, haldi flokkarnir þrír meirihluta. Ef litlir flokkar nái ekki manni inn séu auknar líkur á því að ríkisstjórnin haldi meirihluta. 23. febrúar 2021 00:17
Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05