Safn um sögu skipsstranda verði í gömlum sveitabæ í Meðallandi Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2021 21:08 Vera Roth, verkefnastjóri Kirkjubæjarstofu, við bæinn að Hnausum í Meðallandi. Einar Árnason Skaftfellingar vilja taka fornfræg bæjarhús að Hnausum í Skaftárhreppi undir safn um sögu skipsstranda. Strandlengjan úti fyrir Meðallandi var illræmd fyrr á tímum sökum tíðra skipsskaða. Síðasti bóndinn á Hnausum, Vilhjálmur Eyjólfsson, lést árið 2016 og arfleiddi Landgræðsluna að jörðinni. Starfsmenn Kirkjubæjarstofu, þær Lilja Magnúsdóttir og Vera Roth, segja Skaftfellinga vilja gæða gömlu bæjarhúsin lífi á ný, þau elstu eru talin hafa verið risin þegar Eldhraunið rann árið 1783. Lilja Magnúsdóttir er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps.Einar Árnason „Þannig að fólk hefur setið þarna í baðstofunni og horft á hraunið nálgast,“ segir Lilja Magnúsdóttir í fréttum Stöðvar 2 en hún er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps. En gömlu húsin gegndu einnig því hlutverki að hýsa skipbrotsmenn. „Við viljum í samvinnu við Landgræðsluna setja hér á fót strandminjasafn,“ segir Vera Roth, sem er verkefnastjóri Kirkjubæjarstofu. Þær sjá einnig fyrir sér safn um sögu íslensks menningarheimilis, Vilhjálms og foreldra hans. Vilhjálmur Eyjólfsson, bóndi á Hnausum. Hann lést árið 2016.Atli Rúnar Halldórsson „Við viljum segja frá sögu hans og fjölskyldunnar. Þetta var svona menningarheimili,“ segir Lilja. „Jörðin er nátengd sögu skipsstranda,“ segir Vera en nánar má lesa um það á vefnum Eldsveitir. Þannig eru margir innanstokksmunir á Hnausum úr strönduðum skipum. „Ég mundi segja að þetta var í raun einkennandi fyrir skaftfellska bæi, að þú finnur strandgóss nánast á hverjum bæ,“ segir Vera. Séð yfir bæjarhúsin á Hnausum. Eldhraun og Eldvatn í baksýn. Jörðin er einnig þekkt fyrir brautryðjendastarf á sviði landgræðslu.Einar Árnason Bara í hreppsstjóratíð Eyjólfs Eyjólfssonar, föður Vilhjálms, urðu sextíu skipsskaðar úti fyrir Meðallandi. „Hún er átakasaga. Hún er áhrifarík. Og við teljum að það skipti miklu máli að varðveita hana því að henni er ekki haldið á lofti í dag,“ segir Vera Roth. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Nánar er sagt frá Hnausum í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, og fjallar um Meðalland. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Skaftárhreppur Söfn Um land allt Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Síðasti bóndinn á Hnausum, Vilhjálmur Eyjólfsson, lést árið 2016 og arfleiddi Landgræðsluna að jörðinni. Starfsmenn Kirkjubæjarstofu, þær Lilja Magnúsdóttir og Vera Roth, segja Skaftfellinga vilja gæða gömlu bæjarhúsin lífi á ný, þau elstu eru talin hafa verið risin þegar Eldhraunið rann árið 1783. Lilja Magnúsdóttir er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps.Einar Árnason „Þannig að fólk hefur setið þarna í baðstofunni og horft á hraunið nálgast,“ segir Lilja Magnúsdóttir í fréttum Stöðvar 2 en hún er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps. En gömlu húsin gegndu einnig því hlutverki að hýsa skipbrotsmenn. „Við viljum í samvinnu við Landgræðsluna setja hér á fót strandminjasafn,“ segir Vera Roth, sem er verkefnastjóri Kirkjubæjarstofu. Þær sjá einnig fyrir sér safn um sögu íslensks menningarheimilis, Vilhjálms og foreldra hans. Vilhjálmur Eyjólfsson, bóndi á Hnausum. Hann lést árið 2016.Atli Rúnar Halldórsson „Við viljum segja frá sögu hans og fjölskyldunnar. Þetta var svona menningarheimili,“ segir Lilja. „Jörðin er nátengd sögu skipsstranda,“ segir Vera en nánar má lesa um það á vefnum Eldsveitir. Þannig eru margir innanstokksmunir á Hnausum úr strönduðum skipum. „Ég mundi segja að þetta var í raun einkennandi fyrir skaftfellska bæi, að þú finnur strandgóss nánast á hverjum bæ,“ segir Vera. Séð yfir bæjarhúsin á Hnausum. Eldhraun og Eldvatn í baksýn. Jörðin er einnig þekkt fyrir brautryðjendastarf á sviði landgræðslu.Einar Árnason Bara í hreppsstjóratíð Eyjólfs Eyjólfssonar, föður Vilhjálms, urðu sextíu skipsskaðar úti fyrir Meðallandi. „Hún er átakasaga. Hún er áhrifarík. Og við teljum að það skipti miklu máli að varðveita hana því að henni er ekki haldið á lofti í dag,“ segir Vera Roth. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Nánar er sagt frá Hnausum í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, og fjallar um Meðalland. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Skaftárhreppur Söfn Um land allt Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira