„Við börðumst um og reyndum að koma okkur á framfæri með allskonar leiðum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2021 11:31 Baldvin Z er einn færasti leikstjóri landsins. Baldvin Z hefur gert Óróa, Vonarstræti, Lof mér að falla, Rétt 3 og margt fleira en Sindri Sindrason hitti Baldvin í Íslandi í dag á dögunum og fór yfir feril hans. Baldvins er að fara af stað í framleiðsluferli á þáttunum Svörtu sanda sem verða á Stöð 2. „Þetta er krimmasería þar sem lík finnst á sekúndu þrettán. Það fyndna og skemmtilega við þetta er að ég er enginn aðdáandi af þannig seríum,“ segir Baldvin. „Núna er ég að fara gera krimmaseríu eins og ég myndi vilja horfa á. Ég ber því ábyrgð á þessu og ef þetta klikkar þá er það smekkurinn minn sem er svona lélegur.“ Hann segir að þættirnir séu um líf þriggja persóna í lítilli fjölskyldu og það sem gerist í kringum þær eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar finnst látinn. Hann segir að þættirnir séu einhvers konar blanda af Twin Peaks og Seven. Varð að vera sönn Baldvin hefur verið ótrúlega farsæll leikstjóri undanfarin ár hér á landi. „Þetta byrjaði þegar ég flyt aftur til Íslands frá Danmörku árið 2008. Ég slysast inn í þetta Óróa verkefni sem er mín fyrsta bíómynd. Mér leist ekkert á það að gera unglingamynd en ef við ætluðum að gera unglingamynd þá yrði hún að vera sönn.“ Því næst var komið að risamyndinni Vonarstræti. „Þá fóru lukkuhjólin að snúast mér í vil og þetta var rosalega mikið hark fram að því. Inn á milli framleiði ég seríur sjálfur sem hétu Hæ Gosi og við börðumst um og reyndum að koma okkur á framfæri með allskonar leiðum. En eftir Vonarstræti fékk ég loksins fyrsta símtalið þar sem ég var beðinn um að koma og leikstýra mynd,“ segir Baldvin. Eftir að hann gerði síðan kvikmyndina Lof mér að falla ákvað hann, ásamt fleirum, að stofna sitt eigið framleiðslufyrirtæki sem heitir Glassriver. Fyrirtækið framleiddi fimm þáttaraðir á síðasta ári. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Baldvins er að fara af stað í framleiðsluferli á þáttunum Svörtu sanda sem verða á Stöð 2. „Þetta er krimmasería þar sem lík finnst á sekúndu þrettán. Það fyndna og skemmtilega við þetta er að ég er enginn aðdáandi af þannig seríum,“ segir Baldvin. „Núna er ég að fara gera krimmaseríu eins og ég myndi vilja horfa á. Ég ber því ábyrgð á þessu og ef þetta klikkar þá er það smekkurinn minn sem er svona lélegur.“ Hann segir að þættirnir séu um líf þriggja persóna í lítilli fjölskyldu og það sem gerist í kringum þær eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar finnst látinn. Hann segir að þættirnir séu einhvers konar blanda af Twin Peaks og Seven. Varð að vera sönn Baldvin hefur verið ótrúlega farsæll leikstjóri undanfarin ár hér á landi. „Þetta byrjaði þegar ég flyt aftur til Íslands frá Danmörku árið 2008. Ég slysast inn í þetta Óróa verkefni sem er mín fyrsta bíómynd. Mér leist ekkert á það að gera unglingamynd en ef við ætluðum að gera unglingamynd þá yrði hún að vera sönn.“ Því næst var komið að risamyndinni Vonarstræti. „Þá fóru lukkuhjólin að snúast mér í vil og þetta var rosalega mikið hark fram að því. Inn á milli framleiði ég seríur sjálfur sem hétu Hæ Gosi og við börðumst um og reyndum að koma okkur á framfæri með allskonar leiðum. En eftir Vonarstræti fékk ég loksins fyrsta símtalið þar sem ég var beðinn um að koma og leikstýra mynd,“ segir Baldvin. Eftir að hann gerði síðan kvikmyndina Lof mér að falla ákvað hann, ásamt fleirum, að stofna sitt eigið framleiðslufyrirtæki sem heitir Glassriver. Fyrirtækið framleiddi fimm þáttaraðir á síðasta ári. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira