Frá þessu greinir Guðmundur Felix í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir reglulega uppfærslur af stöðunni. Í færslunni þakkar hann starfsfólki spítalans fyrir vel unnin störf og segist munu sakna þess.
„Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara handfarangur,“ skrifar Guðmundur Felix. Á myndum sem fylgdu með færslunni má sjá Guðmund Felix glaðan í bragði með hluta starfsmannahóps spítalans.
„Því miður fékk ég bara mynd með hluta hópsins. Á hópmyndinni eru sjúkraþjálfar, en á þeirri seinni eru hjúkrunarfræðingar. Takk fyrir að gera þetta ferðalag auðveldara,“ skrifar Guðmundur Felix.