Að vængstífa fólk Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 2. mars 2021 08:31 Frá því faraldur Covid-19 hófst af fullum þunga í mars á síðasta ári og fram til dagsins í dag, hafa að meðaltali 50-100 manns á mánuði fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Þegar svo er komið þurfa flestir að leita á á náðir sveitafélaga um fjárhagsaðstoð. Suðurnesin hafa orðið einna verst úti hérlendis vegna atvinnuleysis og minnkandi umsvifa. Atvinnuleysi þar hefur mælst á milli 20-30% síðustu tólf mánuði. Við getum leitt að því líkum að töluverður fjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum hafi fyrir löngu fullnýtt sinn bótarétt og reiði sig nú á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð fyrir einstakling í Reykjanesbæ nemur kr. 174.297 á mánuði. Við verðum að horfast í augu við mannlegan harmleik, fjárhagsáhyggjur og framfærsluvanda sem þessu fylgir. En það er fleira. Bótakerfi hins opinbera vængstífir einstaklinga. Bótaréttur fellur niður við hverskonar viðleitni við að bjarga sér. Þessi vandi blasti við sl. vor. Í maí sl. spurði ég sveitarstjórnarráðherra úr ræðustól Alþingis hvað hann ætlaði að gera til þess að aðstoða íbúa og sveitarfélög. Sveitarfélögin ráða illa við þessi stórauknu útgjöld, hvað þá að hækka fjárhagsaðstoðina upp í lágmarks framfærsluviðmið. Ég spurði sérstaklega um Suðurnesin sem þá glímdi við 28% atvinnuleysi og þau sveitarfélög sem þá þegar stóðu frammi fyrir miklum vanda: Skaftárhrepp, Vík í Mýrdal, Skútustaðahrepp, Bláskógabyggð og Höfn í Hornafirði. Svör ráðherrans voru heldur rýr. Hann skýrði frá því að vandinn væri í greiningu hjá Byggðastofnun. Það væri verið að skoða málið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hann vonaðist til að vera með lausnir fyrir haustið. En haustið kom og nú er aftur að koma vor. Enn er verið að skoða leiðir til að mæta framfærsluvanda þessa fólks. Og nú á að fjármagna lausnir við að koma því í virkni. En fólk er fullfært og virkt þegar það er ekki vængstíft. Fjármögnum frekar framfærslu fjölskyldna. Fjarlægjum hindranir bótakerfisins við allri sjálfsbjargarviðleitni. Skilyrðislaus grunnframfærsla kemur þessu til leiðar. Hækkum bætur og fjárhagsaðstoð upp í lágmarksframfærsluviðmið. Gefum atvinnulausum kost á því að mennta sig, stunda nýsköpun í heimabyggð, stofna fyrirtæki, leggja stund á listsköpun og hverskyns menningarstarfsemi. Gefum fólki frelsi og tækifæri til athafna. Án þess að skerða. Án þess að taka af því framfærslulífeyri. Hættum að vængstífa fólk og tökum upp Borgaralaun. Nú er tími fyrir þá tilraun og byrjum á Suðurnesjum. Álfheiður Eymarsdóttir Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Píratar Álfheiður Eymarsdóttir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Frá því faraldur Covid-19 hófst af fullum þunga í mars á síðasta ári og fram til dagsins í dag, hafa að meðaltali 50-100 manns á mánuði fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Þegar svo er komið þurfa flestir að leita á á náðir sveitafélaga um fjárhagsaðstoð. Suðurnesin hafa orðið einna verst úti hérlendis vegna atvinnuleysis og minnkandi umsvifa. Atvinnuleysi þar hefur mælst á milli 20-30% síðustu tólf mánuði. Við getum leitt að því líkum að töluverður fjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum hafi fyrir löngu fullnýtt sinn bótarétt og reiði sig nú á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Fjárhagsaðstoð fyrir einstakling í Reykjanesbæ nemur kr. 174.297 á mánuði. Við verðum að horfast í augu við mannlegan harmleik, fjárhagsáhyggjur og framfærsluvanda sem þessu fylgir. En það er fleira. Bótakerfi hins opinbera vængstífir einstaklinga. Bótaréttur fellur niður við hverskonar viðleitni við að bjarga sér. Þessi vandi blasti við sl. vor. Í maí sl. spurði ég sveitarstjórnarráðherra úr ræðustól Alþingis hvað hann ætlaði að gera til þess að aðstoða íbúa og sveitarfélög. Sveitarfélögin ráða illa við þessi stórauknu útgjöld, hvað þá að hækka fjárhagsaðstoðina upp í lágmarks framfærsluviðmið. Ég spurði sérstaklega um Suðurnesin sem þá glímdi við 28% atvinnuleysi og þau sveitarfélög sem þá þegar stóðu frammi fyrir miklum vanda: Skaftárhrepp, Vík í Mýrdal, Skútustaðahrepp, Bláskógabyggð og Höfn í Hornafirði. Svör ráðherrans voru heldur rýr. Hann skýrði frá því að vandinn væri í greiningu hjá Byggðastofnun. Það væri verið að skoða málið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hann vonaðist til að vera með lausnir fyrir haustið. En haustið kom og nú er aftur að koma vor. Enn er verið að skoða leiðir til að mæta framfærsluvanda þessa fólks. Og nú á að fjármagna lausnir við að koma því í virkni. En fólk er fullfært og virkt þegar það er ekki vængstíft. Fjármögnum frekar framfærslu fjölskyldna. Fjarlægjum hindranir bótakerfisins við allri sjálfsbjargarviðleitni. Skilyrðislaus grunnframfærsla kemur þessu til leiðar. Hækkum bætur og fjárhagsaðstoð upp í lágmarksframfærsluviðmið. Gefum atvinnulausum kost á því að mennta sig, stunda nýsköpun í heimabyggð, stofna fyrirtæki, leggja stund á listsköpun og hverskyns menningarstarfsemi. Gefum fólki frelsi og tækifæri til athafna. Án þess að skerða. Án þess að taka af því framfærslulífeyri. Hættum að vængstífa fólk og tökum upp Borgaralaun. Nú er tími fyrir þá tilraun og byrjum á Suðurnesjum. Álfheiður Eymarsdóttir Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun