Milliliður okkar allra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. mars 2021 11:32 Það fer misjafnt orð af milliliðum. Sagt hefur verið að gjaldmiðillinn sé milliliður allra milliliða. Hann á að vera okkar allra. En hvernig þjónar krónan því hlutverki að vera milliliður okkar allra? Til þess að svara þeirri spurningu getum við brugðið ýmsum mælikvörðum á loft. Og tilfinningar geta líka skipt máli. Traust á Seðlabankanum mælir ekki beint hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkur sem milliliður í viðskiptum. En vaxandi traust á bankanum bendir til þess að þjóðin telji að stjórnendur hans hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur. Ég deili því áliti. Þegar við rýnum í hina hefðbundnu mælikvarða, sem sýna hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkar, getum við verið þess fullviss að þeir sýna bestu mögulegu niðurstöður, þegar traust til Seðlabankans er mikið. Hefðbundnir mælikvarðar Í þessu ljósi er fróðlegt að skoða þessa hefðbundnu mælikvarða. Vextir eru einn mælikvarði: Um leið og kreppan skall á lækkaði Seðlabankinn stýrivexti verulega. Það voru skynsamleg viðbrögð. Sú ákvörðun hefur náð til húsbyggjenda en ekki til atvinnulífsins. Samt sem greiða húsbyggjendur á Íslandi þrefalt hærri vexti en í grannlöndunum. Einnig má spyrja hversu samkeppnishæft íslenskt atvinnulíf er gagnvart útlöndum með þetta vaxtaumhverfi? Það er að segja litlu og meðalstóru fyrirtækin sem bundin eru við íslensku krónuna. Strax og kreppan skall á lofaði Seðlabankinn einnig að ríkissjóður fengi aðgang að innlendum lánum á viðráðanlegum kjörum. Þannig yrði gengisáhættan engin fyrir ríkissjóð. Það studdi Viðreisn. Við það gátu stjórnvöld hins vegar ekki staðið. Ríkissjóður fjármagnar því kreppuhallann með erlendum lánum og mikilli gengisáhættu. Allar aðrar þjóðir forðast það. Gengi krónunnar er annar mælikvarði: Það hrundi um meir en 13% á síðasta ári. Á sama tíma högguðust gjaldmiðlar nágrannaþjóðanna lítið sem ekkert þó að þær lentu í sömu kreppu. Verðbólgan er þriðji mælikvarðinn: Hún sprengdi efri viðmiðunarmörk peningastefnunnar. Mesta verðbólgan á Evrópska efnahagssvæðinu er nú á Íslandi. Hún er áttföld á við Danmörku. Jafnvel þótt Seðlabankinn hafi gert allt það sem skynsamlegast var að gera í stöðunni erum við í mun verri stöðu en grannþjóðirnar. Af hverju eigum við Íslendingar að sætta okkur við að mikilvægasti milliliðurinn af öllum þeim milliliðum sem þjóna okkur, haldi okkur í þessari fjarlægð frá því sem best gerist hjá öðrum þjóðum? Er gjaldmiðillinn okkar allra? Síðan er það spurningin: Er gjaldmiðillinn okkar allra? Öll stærstu útflutningsfyrirtækin í sjávarútvegi, stóriðju, nýsköpun og ferðaþjónustu nota erlenda gjaldmiðla og taka erlend lán. Stærsta ríkisfyrirtækið, Landsvirkjun, stendur utan krónuhagkerfisins. Þeir sem kaupa nýjan bíl í íslensku bílaumboði til afhendingar eftir einhvern tíma gera í raun út um kaupin í erlendri mynt. Stundum hagnast menn á því og stundum tapa menn. En enginn veit endanlegt kaupverð í íslenskum krónum þegar kaupin eru gerð. Ef bílaumboðin ættu að taka gengisáhættuna myndi álagningin bara hækka. Þegar núverandi ríkisstjórn setti nýlega lög um gjald á fiskeldisfyrirtæki notaði hún verð í evrum sem skattstofn. Hún treysti ekki krónunni. Útgerðir borga hins vegar veiðigjöld í krónum. Þegar útgerðarmaður eykur við fjárfestingu sína fær hann lán á lágum vöxtum í evrum eða dollurum. En sjómenn hans og fiskverkafólk þarf að taka lán á miklu hærri vöxtum í íslenskum krónum þegar það byggir eða stækkar við sig. Minni og meðalstór fyrirtæki eru í sömu stöðu. Þetta eykur á misskiptingu í samfélaginu. Það er því erfitt að halda því fram að krónan sé okkar allra. Hvaða kröfur gerum við til gjaldmiðils okkar allra? Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að halda verðbólgu á svipuðu stigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að starfa á svipuðu vaxtastigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur ekki mismunun milli þeirra sem standa innan krónuhagkerfisins og hinna, sem standa utan þess. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur samkeppnishæfni alls atvinnulífsins, frá sprotum til stórfyrirtækja. Við þurfum gjaldmiðil, sem unnt er að nota sem viðmið í allri löggjöf. Við þurfum gjaldmiðil, sem eykur líkur á stöðugleika í stað þess að vera uppspretta spennu. Þannig treystum við grunninn og byggjum á tækifærum til framtíðar. Í allra þágu. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Það fer misjafnt orð af milliliðum. Sagt hefur verið að gjaldmiðillinn sé milliliður allra milliliða. Hann á að vera okkar allra. En hvernig þjónar krónan því hlutverki að vera milliliður okkar allra? Til þess að svara þeirri spurningu getum við brugðið ýmsum mælikvörðum á loft. Og tilfinningar geta líka skipt máli. Traust á Seðlabankanum mælir ekki beint hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkur sem milliliður í viðskiptum. En vaxandi traust á bankanum bendir til þess að þjóðin telji að stjórnendur hans hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur. Ég deili því áliti. Þegar við rýnum í hina hefðbundnu mælikvarða, sem sýna hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkar, getum við verið þess fullviss að þeir sýna bestu mögulegu niðurstöður, þegar traust til Seðlabankans er mikið. Hefðbundnir mælikvarðar Í þessu ljósi er fróðlegt að skoða þessa hefðbundnu mælikvarða. Vextir eru einn mælikvarði: Um leið og kreppan skall á lækkaði Seðlabankinn stýrivexti verulega. Það voru skynsamleg viðbrögð. Sú ákvörðun hefur náð til húsbyggjenda en ekki til atvinnulífsins. Samt sem greiða húsbyggjendur á Íslandi þrefalt hærri vexti en í grannlöndunum. Einnig má spyrja hversu samkeppnishæft íslenskt atvinnulíf er gagnvart útlöndum með þetta vaxtaumhverfi? Það er að segja litlu og meðalstóru fyrirtækin sem bundin eru við íslensku krónuna. Strax og kreppan skall á lofaði Seðlabankinn einnig að ríkissjóður fengi aðgang að innlendum lánum á viðráðanlegum kjörum. Þannig yrði gengisáhættan engin fyrir ríkissjóð. Það studdi Viðreisn. Við það gátu stjórnvöld hins vegar ekki staðið. Ríkissjóður fjármagnar því kreppuhallann með erlendum lánum og mikilli gengisáhættu. Allar aðrar þjóðir forðast það. Gengi krónunnar er annar mælikvarði: Það hrundi um meir en 13% á síðasta ári. Á sama tíma högguðust gjaldmiðlar nágrannaþjóðanna lítið sem ekkert þó að þær lentu í sömu kreppu. Verðbólgan er þriðji mælikvarðinn: Hún sprengdi efri viðmiðunarmörk peningastefnunnar. Mesta verðbólgan á Evrópska efnahagssvæðinu er nú á Íslandi. Hún er áttföld á við Danmörku. Jafnvel þótt Seðlabankinn hafi gert allt það sem skynsamlegast var að gera í stöðunni erum við í mun verri stöðu en grannþjóðirnar. Af hverju eigum við Íslendingar að sætta okkur við að mikilvægasti milliliðurinn af öllum þeim milliliðum sem þjóna okkur, haldi okkur í þessari fjarlægð frá því sem best gerist hjá öðrum þjóðum? Er gjaldmiðillinn okkar allra? Síðan er það spurningin: Er gjaldmiðillinn okkar allra? Öll stærstu útflutningsfyrirtækin í sjávarútvegi, stóriðju, nýsköpun og ferðaþjónustu nota erlenda gjaldmiðla og taka erlend lán. Stærsta ríkisfyrirtækið, Landsvirkjun, stendur utan krónuhagkerfisins. Þeir sem kaupa nýjan bíl í íslensku bílaumboði til afhendingar eftir einhvern tíma gera í raun út um kaupin í erlendri mynt. Stundum hagnast menn á því og stundum tapa menn. En enginn veit endanlegt kaupverð í íslenskum krónum þegar kaupin eru gerð. Ef bílaumboðin ættu að taka gengisáhættuna myndi álagningin bara hækka. Þegar núverandi ríkisstjórn setti nýlega lög um gjald á fiskeldisfyrirtæki notaði hún verð í evrum sem skattstofn. Hún treysti ekki krónunni. Útgerðir borga hins vegar veiðigjöld í krónum. Þegar útgerðarmaður eykur við fjárfestingu sína fær hann lán á lágum vöxtum í evrum eða dollurum. En sjómenn hans og fiskverkafólk þarf að taka lán á miklu hærri vöxtum í íslenskum krónum þegar það byggir eða stækkar við sig. Minni og meðalstór fyrirtæki eru í sömu stöðu. Þetta eykur á misskiptingu í samfélaginu. Það er því erfitt að halda því fram að krónan sé okkar allra. Hvaða kröfur gerum við til gjaldmiðils okkar allra? Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að halda verðbólgu á svipuðu stigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að starfa á svipuðu vaxtastigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur ekki mismunun milli þeirra sem standa innan krónuhagkerfisins og hinna, sem standa utan þess. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur samkeppnishæfni alls atvinnulífsins, frá sprotum til stórfyrirtækja. Við þurfum gjaldmiðil, sem unnt er að nota sem viðmið í allri löggjöf. Við þurfum gjaldmiðil, sem eykur líkur á stöðugleika í stað þess að vera uppspretta spennu. Þannig treystum við grunninn og byggjum á tækifærum til framtíðar. Í allra þágu. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun