Tilkynnt um tvær hópuppsagnir í febrúar Eiður Þór Árnason skrifar 2. mars 2021 12:44 Vinnumálastofnun var tilkynnt um metfjölda hópuppsagna á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í febrúar þar sem 287 starfsmönnum var sagt upp störfum í verslun og flutningum. Þar af var 259 sagt upp á höfuðborgarsvæðinu og 28 á Norðurlandi eystra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar en uppsagnirnar taka flestar gildi í júní. Vinnumálastofnun gefur ekki upp nöfn þeirra vinnuveitenda sem um ræðir en leiða má líkur að því að annar þeirra sé verslanakeðjan Geysir sem lokaði verslunum sínum um þar síðustu mánaðamót og sagði upp starfsfólki þeirra. Geysir rak þrjár verslanir á Skólavörðustíg, eina í Kringlunni og aðra á Akureyri auk Fjallraven á Laugavegi. Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í janúar en á árinu 2020 var alls tilkynnt um 141 hópuppsögn, þar sem 8.789 manns var sagt upp störfum. Hafa aldrei borist fleiri tilkynningar til Vinnumálastofnunar á einu ári. 11,6 prósent atvinnuleysi í janúar Almennt atvinnuleysi mældist 11,6% í janúar og jókst úr 10,7% í desember en meðalfjölgun atvinnulausra var 527 í janúar. Vegna heimsfaraldursins er gert ráð fyrir að talsverð fækkun verði á vinnumarkaði á fyrstu mánuðum ársins 2021 að sögn Vinnumálastofnunar og skýrir það allnokkra hækkun atvinnuleysis milli mánaða þrátt fyrir að atvinnulausum hafi ekki fjölgað að ráði. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verslunarveldi á endastöð Það varð eflaust mörgum tískuvitanum áfall þegar fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að verslunum Geysis hefði verið lokað, starfsmönnum sagt upp og félagið á leið í þrot. Geysir hafði á skömmum tíma, með hraðri útþenslu sem að miklu leyti var fjármögnuð með minjagripasölu, orðið eitt rótgrónasta vörumerki íslensks tísku- og hönnunarheims. En nú virðist komið að endalokum verslunarveldisins. 6. febrúar 2021 09:01 Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. 26. febrúar 2021 12:53 Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18. febrúar 2021 14:50 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Vinnumálastofnun gefur ekki upp nöfn þeirra vinnuveitenda sem um ræðir en leiða má líkur að því að annar þeirra sé verslanakeðjan Geysir sem lokaði verslunum sínum um þar síðustu mánaðamót og sagði upp starfsfólki þeirra. Geysir rak þrjár verslanir á Skólavörðustíg, eina í Kringlunni og aðra á Akureyri auk Fjallraven á Laugavegi. Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í janúar en á árinu 2020 var alls tilkynnt um 141 hópuppsögn, þar sem 8.789 manns var sagt upp störfum. Hafa aldrei borist fleiri tilkynningar til Vinnumálastofnunar á einu ári. 11,6 prósent atvinnuleysi í janúar Almennt atvinnuleysi mældist 11,6% í janúar og jókst úr 10,7% í desember en meðalfjölgun atvinnulausra var 527 í janúar. Vegna heimsfaraldursins er gert ráð fyrir að talsverð fækkun verði á vinnumarkaði á fyrstu mánuðum ársins 2021 að sögn Vinnumálastofnunar og skýrir það allnokkra hækkun atvinnuleysis milli mánaða þrátt fyrir að atvinnulausum hafi ekki fjölgað að ráði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verslunarveldi á endastöð Það varð eflaust mörgum tískuvitanum áfall þegar fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að verslunum Geysis hefði verið lokað, starfsmönnum sagt upp og félagið á leið í þrot. Geysir hafði á skömmum tíma, með hraðri útþenslu sem að miklu leyti var fjármögnuð með minjagripasölu, orðið eitt rótgrónasta vörumerki íslensks tísku- og hönnunarheims. En nú virðist komið að endalokum verslunarveldisins. 6. febrúar 2021 09:01 Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. 26. febrúar 2021 12:53 Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18. febrúar 2021 14:50 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Verslunarveldi á endastöð Það varð eflaust mörgum tískuvitanum áfall þegar fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að verslunum Geysis hefði verið lokað, starfsmönnum sagt upp og félagið á leið í þrot. Geysir hafði á skömmum tíma, með hraðri útþenslu sem að miklu leyti var fjármögnuð með minjagripasölu, orðið eitt rótgrónasta vörumerki íslensks tísku- og hönnunarheims. En nú virðist komið að endalokum verslunarveldisins. 6. febrúar 2021 09:01
Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. 26. febrúar 2021 12:53
Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18. febrúar 2021 14:50