Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 14:01 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fagnar hér einum af mörgum sigrum á sínum ferli. Vísir/Daníel Þór Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. „Endurkoma drottningarinnar,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir þegar hún hóf umfjöllunina um endurkomu Önnu Úrsúlu. „Ég ætla ekki að segja að hakan hafi endað niðri í gólfi,“ sagði Svava og Haraldur Þorvarðarson skaut þá inn í: „Hvernig ná þessir þjálfarar alltaf að koma þeim aftur inn á völlinn. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Haraldur. Svava Kristín var búin að grafa upp viðtal við Önnu Úrsúlu síðan í apríl á síðasta ári þegar hún sagði að hún væri búin að henda síðustu handboltaskónum. Klippa: Seinni bylgjan: Endurkoma Önnu Úrsúlu „Þetta er bara svo ógeðslega gaman. Anna er búin að vera að æfa með Valsstelpunum síðan í desember. Ég hef sjálf verið niðri á Hlíðarenda að kíkja aðeins og fá að hlaupa með,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir sem hefur unnið nokkra titlana með Önnu. „Ég skildi svo Önnu þegar hún fékk spurninguna: Þú ert bara komin aftur. Ræktin er lokuð og ég er þriggja barna móðir. Ég þarf að komast út. Svona kannski byrjaði þetta en svo leiddi eitt af öðru,“ sagði Íris Ásta. Svava Kristín sýndi viðtal við Önnu Úrsúlu eftir fyrsta leikinn eftir endurkomuna þar sem hún talaði um að hún þurfti einhvern veginn að losna við Ágúst af bakinu. „Mér fannst auðveldara að koma og spila aðeins heldur en að vera heima og fá stanslaus símtöl,“ sagði Anna Úrsúla í viðtalinu. Anna sagði að Ágúst Jóhannsson væri svo andskoti góður sölumaður og hún ætlaði að prófa að taka einn leik. „Anna mín, hann er ekki að fara að leyfa þér að taka bara einn leik, trúðu mér,“ sagði Svava Kristín en hvað gefur Anna Valsliðinu á lokasprettinum. „Hún gefur þessu Valsliði rosalega mikið og sérstaklega af því að það vantar línumann,“ sagði Íris Ásta. „Hún kemur líka sterk inn fyrir leikmann eins og Mariam því Anna getur bara verið hennar mentor og maður sér það á æfingum. Anna er að stýra vörninni sem þristur en hún er líka að kenna Mariam hvernig er að vera þessi alvöru þristur og taka þau völd að stýra vörninni,“ sagði Íris Ásta sem sér að með þessu geti Mariam Eradze tekið skrefið enn lengra og orðið betri leikmaður. „Það er enginn að fara að skjóta yfir þessa vörn þegar Anna er komin í toppstand. Mariam og Anna saman eru rosalegur veggur,“ sagði Haraldur. Það má horfa á alla umfjölluna um endurkomu Önnu Úrsúlu hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sjá meira
„Endurkoma drottningarinnar,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir þegar hún hóf umfjöllunina um endurkomu Önnu Úrsúlu. „Ég ætla ekki að segja að hakan hafi endað niðri í gólfi,“ sagði Svava og Haraldur Þorvarðarson skaut þá inn í: „Hvernig ná þessir þjálfarar alltaf að koma þeim aftur inn á völlinn. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Haraldur. Svava Kristín var búin að grafa upp viðtal við Önnu Úrsúlu síðan í apríl á síðasta ári þegar hún sagði að hún væri búin að henda síðustu handboltaskónum. Klippa: Seinni bylgjan: Endurkoma Önnu Úrsúlu „Þetta er bara svo ógeðslega gaman. Anna er búin að vera að æfa með Valsstelpunum síðan í desember. Ég hef sjálf verið niðri á Hlíðarenda að kíkja aðeins og fá að hlaupa með,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir sem hefur unnið nokkra titlana með Önnu. „Ég skildi svo Önnu þegar hún fékk spurninguna: Þú ert bara komin aftur. Ræktin er lokuð og ég er þriggja barna móðir. Ég þarf að komast út. Svona kannski byrjaði þetta en svo leiddi eitt af öðru,“ sagði Íris Ásta. Svava Kristín sýndi viðtal við Önnu Úrsúlu eftir fyrsta leikinn eftir endurkomuna þar sem hún talaði um að hún þurfti einhvern veginn að losna við Ágúst af bakinu. „Mér fannst auðveldara að koma og spila aðeins heldur en að vera heima og fá stanslaus símtöl,“ sagði Anna Úrsúla í viðtalinu. Anna sagði að Ágúst Jóhannsson væri svo andskoti góður sölumaður og hún ætlaði að prófa að taka einn leik. „Anna mín, hann er ekki að fara að leyfa þér að taka bara einn leik, trúðu mér,“ sagði Svava Kristín en hvað gefur Anna Valsliðinu á lokasprettinum. „Hún gefur þessu Valsliði rosalega mikið og sérstaklega af því að það vantar línumann,“ sagði Íris Ásta. „Hún kemur líka sterk inn fyrir leikmann eins og Mariam því Anna getur bara verið hennar mentor og maður sér það á æfingum. Anna er að stýra vörninni sem þristur en hún er líka að kenna Mariam hvernig er að vera þessi alvöru þristur og taka þau völd að stýra vörninni,“ sagði Íris Ásta sem sér að með þessu geti Mariam Eradze tekið skrefið enn lengra og orðið betri leikmaður. „Það er enginn að fara að skjóta yfir þessa vörn þegar Anna er komin í toppstand. Mariam og Anna saman eru rosalegur veggur,“ sagði Haraldur. Það má horfa á alla umfjölluna um endurkomu Önnu Úrsúlu hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sjá meira