Píratísk flóttamannastefna Magnús D. Norðdahl skrifar 2. mars 2021 13:32 Mælikvarði á gildi hvers samfélags er hvernig það kemur fram við sína viðkvæmustu hópa. Börn, fórnarlömb mansals og hælisleitendur eru þar framarlega í flokki. Íslensk stjórnvöld og íslenskt samfélag sem heild þarf að gera betur í málaflokknum. Koma þarf á mannúðlegri stefnu í málefnum flóttafólks þar sem manngæska, gagnrýnin hugsun og vel upplýstar ákvarðanir, á grundvelli fyrirliggjandi gagna og þekkingar, ráða för. Með vísan í grunnstefnu Pírata mætti tala um píratíska flóttamannastefnu í þessu samhengi. Frumkvæði Pírata Sitjandi þingmenn Pírata, með Olgu Margréti Ciliu í broddi fylkingar, kölluðu nýlega eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd til að ræða málefni mansalsfórnarlamba. Það var virðingarvert og mikilvægt framtak. Ljósi var varpað á málsmeðferðina innan kerfisins og hvernig væri unnt að vinna að lausnum með þeim sem þekkja málaflokkinn vel. Píratar sýndu með framgöngu sinni í þessu máli að hreyfingin getur verið í fararbroddi umbóta í íslensku samfélagi. Fái ég tækifæri til þess að starfa á Alþingi Íslendinga eftir næstu kosningar mun ég beita mér fyrir umbótum í málaflokki flóttafólks á grundvelli mannúðlegrar stefnu sem tekur mið af grunnstefnu Pírata um gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Slíka stefnu mætti sem fyrr segir kalla píratíska flóttamannastefnu. Von mín er sú að næsta kjördæmabil marki upphaf nýrra og betri tíma í málefnum flóttafólks og að Píratar muni gegna þar lykilhlutverki. Núverandi stefna sitjandi stjórnvalda Núverandi stefna íslenskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks, með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylkingar í krafti yfirráða sinna yfir dómsmálaráðuneytinu, er í senn ómannúðleg og óskilvirk eins og dæmin sanna. Varla líður sá mánuður að ekki berist fréttir af fyrirhuguðum brottvísunum barna á flótta, sem hafa dvalið hér í lengri tíma, skotið hér rótum, gengið í skóla, tala íslensku, líta á Ísland sem sitt heimaland og upplifa hér áður óþekkt öryggi á sinni stuttu ævi. Sem dæmi má nefna mál egypsku Kedhr-fjölskyldunnar frá síðasta ári og eins mál systranna frá Senegal sem fengu ríkisborgararétt í janúar síðastliðnum. Þá hafa íslensk stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd vegna framgöngu sinnar í málum er varða fórnarlömb mansals. Ber þar hæst mál Uhunoma Osayomore sem til stóð að vísa aftur til Nígeríu í óöruggar og hættulegar aðstæður fyrir fórnarlömb mansals. Íslensku þjóðinni ofbauð þetta óréttlæti og söfnuðust 45.000 undirskriftir á nokkrum dögum. Þetta eru einungis örfá dæmi af mörgum og ljóst að brýnna umbóta er þörf. Börn á flótta Eitt af stærri skrefunum til þess að koma á mannúðlegri stefnu í málefnum flóttafólks er að hlúa betur að börnum á flótta og tryggja að fram fari sjálfstætt og fullnægjandi mat á hagsmunum þeirra, bæði í upphafi umsóknarferils og einnig á síðari stigum þegar þau hafa dvalið hér í lengri tíma. Staðan er því miður sú að við meðferð mála hjá Útlendingastofnun er ítrekað brotið gegn ákvæðum barnalaga og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir skýra og ótvíræða lagaskyldu til að setja hagsmuni barna í fyrsta sæti er hagsmunamatið í mýflugumynd og eina viðmiðið sem í raun er tekið til skoðunar er hvort barninu sé fyrir bestu að fylgja foreldrum sínum. Önnur viðmið á borð við félagsleg tengsl, öryggi og þroska barns koma yfirleitt ekki til skoðunar af neinni alvöru. Enn fremur er ekki framkvæmt nýtt mat á síðari stigum þrátt fyrir að langur tími líði frá upphaflegri ákvörðun og þar til brottvísun er fyrirhuguð. Á þeim tímapunkti hefur barn dvalið hér í lengri tíma og aðstæður þess þróast og breyst. Ekkert hagsmunamat fer fram á því stigi og er það ómannúðlegt svo ekki sé ekki sé meira sagt. Eftirlitshlutverk Alþingis Stjórnvöldum skortir nauðsynlegt aðhald þegar kemur að málefnum flóttafólks og getur Alþingi leikið lykilhlutverk í því samhengi. Alþingi á að veita framkvæmdarvaldinu aðhald, bæði ríkisstjórninni og stjórnsýslunni allri. Einstaka nefndir geta tekið mál fyrir og það sama á við um þingmenn sem geta borið fram fyrirspurnir til ráðherra. Fái ég tækifæri til þess að starfa á Alþingi mun ég beita öllum tiltækum úrræðum til þess að þrýsta á stjórnvöld að uppfylla þær skyldur sem á þeim hvíla á grundvelli barnalaga og barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna. Hagsmunamat barna á flótta verður að vera heildstætt, sjálfstætt og fullnægjandi. Það á bæði við í upphafi umsóknarferils og eins á síðari stigum þegar frekari aðlögun að íslensku samfélagi hefur átt sér stað. Fórnarlömb mansals Á íslenskum stjórnvöldum hvílir rík skylda til að greina og þekkja einkenni mansals. Ísland er þátttakandi alþjóðlegu samstarfi um aðgerðir gegn mansali og hefur skuldbundið sig til að grípa til ráðstafana, sem m.a. fela í sér þjálfun starfsfólks, til að sporna við mansali. Vísast í þessu samhengi til Samnings Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali sem tók gildi hér á landi þann 1. júní 2012. Samtökin GRETA, þ.e. Group of Experts on Action against Trafficking in Human Beings, hafa gagnrýnt íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki útfært þau markmið sem koma fram í samningi Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali en GRETA er sá eftirlitsaðili sem ætlað er að hafa eftirlit með framkvæmd samningsins. Síðustu tilmæli evrópunefndar í kjölfar skýrslu GRETA frá 5. apríl 2019 bera skýrlega með sér að íslensk stjórnvöld þurfi nauðsynlega að leggja áherslu á að bæta greiningarferli sitt til að „koma auga á“ fórnarlömb mansals. Nauðsyn umbóta fyrir fórnarlömb mansals er knýjandi. Auka þarf aðhald, eftirfylgni og eftirlit með því að íslensk stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar og veiti fórnarlömbum mansals viðeigandi vernd. Mitt erindi Á starfsferli mínum sem sjálfstætt starfandi lögmaður hef ég sinnt fólki sem hefur átt undir högg að sækja af ýmsum ástæðum og átt sér fáa ef einhverja málsvara. Ber þar hæst störf mín í þágu hælisleitenda en sá málaflokkur er pólitískur í eðli sínu. Barátta mín á þeim vettvangi hefur skilað árangri fyrir fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem áður horfðu fram á brottvísun úr landi en fengu tækifæri til að setjast hér að og taka þátt og leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags. Sem stjórnmálamaður langar mig almennt að útvíkka baráttu mína þannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði, hvort sem það er fólk sem hefur misst vinnuna, láglaunafólk, erlent vinnuafl, hælisleitendur eða vanrækt börn svo dæmi séu nefnd. Baráttan er enn sú sama en er háð á öðrum og stærri vettvangi stjórnmálanna þar sem tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni. Eitt stærsta verkefnið í þessu samhengi er að halda áfram þeirri vinnu Pírata að koma hér á mannúðlegri stefnu í málefnum flóttafólks. Þar tel ég að kraftir mínir og baráttuvilji getið komið að góðum notum. Höfundur er lögmaður og sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Hælisleitendur Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Mælikvarði á gildi hvers samfélags er hvernig það kemur fram við sína viðkvæmustu hópa. Börn, fórnarlömb mansals og hælisleitendur eru þar framarlega í flokki. Íslensk stjórnvöld og íslenskt samfélag sem heild þarf að gera betur í málaflokknum. Koma þarf á mannúðlegri stefnu í málefnum flóttafólks þar sem manngæska, gagnrýnin hugsun og vel upplýstar ákvarðanir, á grundvelli fyrirliggjandi gagna og þekkingar, ráða för. Með vísan í grunnstefnu Pírata mætti tala um píratíska flóttamannastefnu í þessu samhengi. Frumkvæði Pírata Sitjandi þingmenn Pírata, með Olgu Margréti Ciliu í broddi fylkingar, kölluðu nýlega eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd til að ræða málefni mansalsfórnarlamba. Það var virðingarvert og mikilvægt framtak. Ljósi var varpað á málsmeðferðina innan kerfisins og hvernig væri unnt að vinna að lausnum með þeim sem þekkja málaflokkinn vel. Píratar sýndu með framgöngu sinni í þessu máli að hreyfingin getur verið í fararbroddi umbóta í íslensku samfélagi. Fái ég tækifæri til þess að starfa á Alþingi Íslendinga eftir næstu kosningar mun ég beita mér fyrir umbótum í málaflokki flóttafólks á grundvelli mannúðlegrar stefnu sem tekur mið af grunnstefnu Pírata um gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Slíka stefnu mætti sem fyrr segir kalla píratíska flóttamannastefnu. Von mín er sú að næsta kjördæmabil marki upphaf nýrra og betri tíma í málefnum flóttafólks og að Píratar muni gegna þar lykilhlutverki. Núverandi stefna sitjandi stjórnvalda Núverandi stefna íslenskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks, með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylkingar í krafti yfirráða sinna yfir dómsmálaráðuneytinu, er í senn ómannúðleg og óskilvirk eins og dæmin sanna. Varla líður sá mánuður að ekki berist fréttir af fyrirhuguðum brottvísunum barna á flótta, sem hafa dvalið hér í lengri tíma, skotið hér rótum, gengið í skóla, tala íslensku, líta á Ísland sem sitt heimaland og upplifa hér áður óþekkt öryggi á sinni stuttu ævi. Sem dæmi má nefna mál egypsku Kedhr-fjölskyldunnar frá síðasta ári og eins mál systranna frá Senegal sem fengu ríkisborgararétt í janúar síðastliðnum. Þá hafa íslensk stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd vegna framgöngu sinnar í málum er varða fórnarlömb mansals. Ber þar hæst mál Uhunoma Osayomore sem til stóð að vísa aftur til Nígeríu í óöruggar og hættulegar aðstæður fyrir fórnarlömb mansals. Íslensku þjóðinni ofbauð þetta óréttlæti og söfnuðust 45.000 undirskriftir á nokkrum dögum. Þetta eru einungis örfá dæmi af mörgum og ljóst að brýnna umbóta er þörf. Börn á flótta Eitt af stærri skrefunum til þess að koma á mannúðlegri stefnu í málefnum flóttafólks er að hlúa betur að börnum á flótta og tryggja að fram fari sjálfstætt og fullnægjandi mat á hagsmunum þeirra, bæði í upphafi umsóknarferils og einnig á síðari stigum þegar þau hafa dvalið hér í lengri tíma. Staðan er því miður sú að við meðferð mála hjá Útlendingastofnun er ítrekað brotið gegn ákvæðum barnalaga og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir skýra og ótvíræða lagaskyldu til að setja hagsmuni barna í fyrsta sæti er hagsmunamatið í mýflugumynd og eina viðmiðið sem í raun er tekið til skoðunar er hvort barninu sé fyrir bestu að fylgja foreldrum sínum. Önnur viðmið á borð við félagsleg tengsl, öryggi og þroska barns koma yfirleitt ekki til skoðunar af neinni alvöru. Enn fremur er ekki framkvæmt nýtt mat á síðari stigum þrátt fyrir að langur tími líði frá upphaflegri ákvörðun og þar til brottvísun er fyrirhuguð. Á þeim tímapunkti hefur barn dvalið hér í lengri tíma og aðstæður þess þróast og breyst. Ekkert hagsmunamat fer fram á því stigi og er það ómannúðlegt svo ekki sé ekki sé meira sagt. Eftirlitshlutverk Alþingis Stjórnvöldum skortir nauðsynlegt aðhald þegar kemur að málefnum flóttafólks og getur Alþingi leikið lykilhlutverk í því samhengi. Alþingi á að veita framkvæmdarvaldinu aðhald, bæði ríkisstjórninni og stjórnsýslunni allri. Einstaka nefndir geta tekið mál fyrir og það sama á við um þingmenn sem geta borið fram fyrirspurnir til ráðherra. Fái ég tækifæri til þess að starfa á Alþingi mun ég beita öllum tiltækum úrræðum til þess að þrýsta á stjórnvöld að uppfylla þær skyldur sem á þeim hvíla á grundvelli barnalaga og barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna. Hagsmunamat barna á flótta verður að vera heildstætt, sjálfstætt og fullnægjandi. Það á bæði við í upphafi umsóknarferils og eins á síðari stigum þegar frekari aðlögun að íslensku samfélagi hefur átt sér stað. Fórnarlömb mansals Á íslenskum stjórnvöldum hvílir rík skylda til að greina og þekkja einkenni mansals. Ísland er þátttakandi alþjóðlegu samstarfi um aðgerðir gegn mansali og hefur skuldbundið sig til að grípa til ráðstafana, sem m.a. fela í sér þjálfun starfsfólks, til að sporna við mansali. Vísast í þessu samhengi til Samnings Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali sem tók gildi hér á landi þann 1. júní 2012. Samtökin GRETA, þ.e. Group of Experts on Action against Trafficking in Human Beings, hafa gagnrýnt íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki útfært þau markmið sem koma fram í samningi Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali en GRETA er sá eftirlitsaðili sem ætlað er að hafa eftirlit með framkvæmd samningsins. Síðustu tilmæli evrópunefndar í kjölfar skýrslu GRETA frá 5. apríl 2019 bera skýrlega með sér að íslensk stjórnvöld þurfi nauðsynlega að leggja áherslu á að bæta greiningarferli sitt til að „koma auga á“ fórnarlömb mansals. Nauðsyn umbóta fyrir fórnarlömb mansals er knýjandi. Auka þarf aðhald, eftirfylgni og eftirlit með því að íslensk stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar og veiti fórnarlömbum mansals viðeigandi vernd. Mitt erindi Á starfsferli mínum sem sjálfstætt starfandi lögmaður hef ég sinnt fólki sem hefur átt undir högg að sækja af ýmsum ástæðum og átt sér fáa ef einhverja málsvara. Ber þar hæst störf mín í þágu hælisleitenda en sá málaflokkur er pólitískur í eðli sínu. Barátta mín á þeim vettvangi hefur skilað árangri fyrir fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem áður horfðu fram á brottvísun úr landi en fengu tækifæri til að setjast hér að og taka þátt og leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags. Sem stjórnmálamaður langar mig almennt að útvíkka baráttu mína þannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði, hvort sem það er fólk sem hefur misst vinnuna, láglaunafólk, erlent vinnuafl, hælisleitendur eða vanrækt börn svo dæmi séu nefnd. Baráttan er enn sú sama en er háð á öðrum og stærri vettvangi stjórnmálanna þar sem tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni. Eitt stærsta verkefnið í þessu samhengi er að halda áfram þeirri vinnu Pírata að koma hér á mannúðlegri stefnu í málefnum flóttafólks. Þar tel ég að kraftir mínir og baráttuvilji getið komið að góðum notum. Höfundur er lögmaður og sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun