Ætlar frekar að sleppa Ólympíuleikunum en að láta bólusetja sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2021 17:01 Yohan Blake hefur sterkar skoðanir á bólusetningum. getty/Stu Forster Jamaíski spretthlauparinn Yohan Blake segir að hann myndi frekar sleppa Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar en að fara í bólusetningu fyrir kórónuveirunni. Blake greindi frá þessu í viðtali í dagblaðinu The Gleaner í Jamaíku á dögunum. „Ég hef gert upp hug minn. Ég vil ekkert bóluefni. Frekar myndi ég sleppa Ólympíuleikunum en að fá bóluefnið,“ sagði Blake. „Ég vil ekki fara nánar út í þetta en ég hef mínar ástæður.“ Keppendum á Ólympíuleikunum ber ekki skylda til að fara í bólusetningu þótt Alþjóða ólympíunefndin mælist til þess. Blake gæti því keppt í Tókýó þótt hann láti ekki bólusetja sig. Blake, sem er 31 árs, á tvær gullmedalíur frá Ólympíuleikum í safni sínu. Hann var hluti af jamaísku sveitinni sem varð Ólympíumeistari í 4x100 metra boðhlaupi í London 2012 og Ríó 2016. Á Ólympíuleikunum 2012 vann Blake silfur í 100 og 200 metra hlaupi en landi hans, Usian Bolt, varð hlutskarpastur í báðum greinum. Á heimsmeistaramótinu í Daegu í Suður-Kóreu 2011 vann Blake sigur í 100 metra hlaupi og 4x100 metra boðhlaupi. Hann er yngsti sigurvegarinn í 100 metra hlaupi í sögunni. Ólympíuleikarnir í Tókýó áttu að fara fram síðasta sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Ólympíuleikarnir eiga að hefjast 23. júlí næstkomandi og ljúka 8. ágúst. Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Sjá meira
Blake greindi frá þessu í viðtali í dagblaðinu The Gleaner í Jamaíku á dögunum. „Ég hef gert upp hug minn. Ég vil ekkert bóluefni. Frekar myndi ég sleppa Ólympíuleikunum en að fá bóluefnið,“ sagði Blake. „Ég vil ekki fara nánar út í þetta en ég hef mínar ástæður.“ Keppendum á Ólympíuleikunum ber ekki skylda til að fara í bólusetningu þótt Alþjóða ólympíunefndin mælist til þess. Blake gæti því keppt í Tókýó þótt hann láti ekki bólusetja sig. Blake, sem er 31 árs, á tvær gullmedalíur frá Ólympíuleikum í safni sínu. Hann var hluti af jamaísku sveitinni sem varð Ólympíumeistari í 4x100 metra boðhlaupi í London 2012 og Ríó 2016. Á Ólympíuleikunum 2012 vann Blake silfur í 100 og 200 metra hlaupi en landi hans, Usian Bolt, varð hlutskarpastur í báðum greinum. Á heimsmeistaramótinu í Daegu í Suður-Kóreu 2011 vann Blake sigur í 100 metra hlaupi og 4x100 metra boðhlaupi. Hann er yngsti sigurvegarinn í 100 metra hlaupi í sögunni. Ólympíuleikarnir í Tókýó áttu að fara fram síðasta sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Ólympíuleikarnir eiga að hefjast 23. júlí næstkomandi og ljúka 8. ágúst.
Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Sjá meira