Takmarka fjárfestingarstarfsemi viðskiptabanka Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2021 18:19 Seðlabanka Íslands er falið að setja reglur um framkvæmd laganna og fjármálaeftirlitssvið þess getur veitt undanþágur frá hámarki ef það er talið þjóna hagsmunum eigenda tryggðra innistæðna eða styðja við fjármálastöðugleika. Vísir/Vilhelm Viðskiptabönkum og sparisjóðum sem taldir eru kerfislega mikilvægir eru settar þrengri skorður í viðskiptum með fjármálagerninga og hrávörur með nýjum lögum sem samþykkt voru á Alþingi í dag. Lögunum er sagt ætlað að hrinda í setja skýrari mörk á milli viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi. Hámark á stöðutöku kerfislega mikilvægra viðskiptabanka og sparisjóða í fjármálagerningum og hrávörum verður sett á með gildistöku laga um varnarlínu milli viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að lögunum sé ætlað að takmarka áhættu innistæðueigenda og ríkisins af fjárfestingarbankastarfsemi viðskiptabanka og sparisjóða. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði frumvarpið fram. Í kjölfar bankahrunsins árið 2008 var mikið rætt um hvort rétt væri að skilja að viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi. Frumvarpið sem varð að lögum í dag er sagt hrinda í framkvæmd einni af megintillögum hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið sem var gerð að beiðni ráðuneytisins árið 2018. Með lögunum eru fjárfestingar banka fyrir eigin reikning takmarkaðar við tiltekið hlutfall af eiginfjárgrunni þeirra. Samanlögð eiginfjárþörf viðskiptabanka eða sparisjóðs má þannig ekki vera umfram 15% af eiginfjárgrunni hans. Ráðuneytið segir að lögin um varnarlínuna séu á meðal fjölmargra breytinga sem samþykktar hafa verið á undanförnum árum sem ætlað sé að bæta regluverk á fjármálamörkuðum. Þannig hafi kröfum um magn og gæði eigin fjár verið gerbreytt, bönkum verið gert óheimilt að lána með veði í eigin bréfum, ríkari kröfur gerðar til hæfni stjórnenda banka og fjármálaeftirlit verið stóreflt svo nokkur dæmi séu tekin. Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Lögunum er sagt ætlað að hrinda í setja skýrari mörk á milli viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi. Hámark á stöðutöku kerfislega mikilvægra viðskiptabanka og sparisjóða í fjármálagerningum og hrávörum verður sett á með gildistöku laga um varnarlínu milli viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að lögunum sé ætlað að takmarka áhættu innistæðueigenda og ríkisins af fjárfestingarbankastarfsemi viðskiptabanka og sparisjóða. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði frumvarpið fram. Í kjölfar bankahrunsins árið 2008 var mikið rætt um hvort rétt væri að skilja að viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi. Frumvarpið sem varð að lögum í dag er sagt hrinda í framkvæmd einni af megintillögum hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið sem var gerð að beiðni ráðuneytisins árið 2018. Með lögunum eru fjárfestingar banka fyrir eigin reikning takmarkaðar við tiltekið hlutfall af eiginfjárgrunni þeirra. Samanlögð eiginfjárþörf viðskiptabanka eða sparisjóðs má þannig ekki vera umfram 15% af eiginfjárgrunni hans. Ráðuneytið segir að lögin um varnarlínuna séu á meðal fjölmargra breytinga sem samþykktar hafa verið á undanförnum árum sem ætlað sé að bæta regluverk á fjármálamörkuðum. Þannig hafi kröfum um magn og gæði eigin fjár verið gerbreytt, bönkum verið gert óheimilt að lána með veði í eigin bréfum, ríkari kröfur gerðar til hæfni stjórnenda banka og fjármálaeftirlit verið stóreflt svo nokkur dæmi séu tekin.
Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira