Telur ekki að lengja eigi tíma milli bólusetninga svo sem flestir fái fyrri sprautu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. mars 2021 21:19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki að lengja ætti tíma milli bólusetninga við Covid-19 hjá fólki svo hægt sé að gefa sem flestum hér á landi fyrri sprautu bóluefnis. Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, sagði í viðtali í gær að hann teldi best að fara að dæmi Breta, með því að lengja bil á milli bólusetninga hjá fólki í þrjá mánuði í stað þriggja til fjögurra vikna. Þannig sé hægt að bólusetja sem flesta með fyrri sprautu, sem veitir talsverða vernd gegn skæðum veikindum af völdum Covid-19. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Þórólfur að þessi möguleiki hefði verið skoðaður. Hann sé hins vegar ekki sammála Jóni Ívari. „Það helgast af því að ég held að það væri skynsamlegt að gera það ef við værum með mikið smit í samfélaginu. Þá myndi skipta miklu máli að ná útbreiðslu á bólusetningu eins fljótt og hægt er. Það er gert í Bretlandi og á fleiri stöðum,“ segir Þórólfurþ Hann bætir við að verndin sem fæst með fyrri sprautu sé lakari en sú sem fæst eftir tvær. Bóluefnin þrjú sem samþykkt hafa verið hér á landi eru öll gefin í tveimur skömmtum. Bóluefni Moderna og Pfizer eru gefin með nokkrum vikum milli skammta, en bóluefni AstraZeneca með þrjá mánuði á milli. „Menn geta verið að koma með mismunandi tölur um hver verndin er eftir eina sprautu en þá eru menn stundum að miða við hvort ein bólusetning komi í veg fyrir alvarleg veikindi, öll veikindi og svo framvegis. Ef fólk sem er bólusett er að veikjast, kannski vægt, þá er það með veiruna og getur þannig dreift henni áfram. Mér finnst miklu ólíklegra, eftir eina sprautu, að bólusetningin komi í veg fyrir dreifingu til annarra,“ segir Þórólfur. Hann telji því skynsamlegra að fullbólusetja fólk og búa þannig til hóp fólks sem muni ekki dreifa veirunni og fái lengri vernd. Hann telji ekkert liggja á í þessum efnum, þar sem lítið af smitum er í samfélaginu. Hjólin fari ekkert fyrr af stað Aðspurður gaf Þórólfur lítið fyrir að sú bólusetningaraðferð sem Jón Ívar mælir með myndi flýta fyrir því að hægt væri að slaka frekar á hömlum í samfélaginu. „Hvernig ætlarðu að koma hjólunum í gang frekar eftir eina sprautu en tvær? Erum við þá að tala um ]ferðabransann]? Hver er ferðavilji fólks? Það eru ekki meiri hömlur á landamærum hér heldur en víðast hvar annars staðar í Evrópu,“ segir Þórólfur. Hann telji það ekki svo að ef slakað yrði á hömlum á landamærunum myndu ferðamenn streyma til landsins. Hann bendir þá á að sóttvarnaaðgerðir hér á landi séu einhverjar þær rýmstu sem þekkist í Evrópu og víðar. „Þannig að ég bið nú menn aðeins um að hugsa málið heildrænt,“ segir Þórólfur. Hann segir þá að hraði bólusetninga hér á landi fari alfarið eftir hversu mikið fæst afhent og hversu hratt. Dreifingaráætlun bóluefna eftir lok marsmánaðar liggi ekki fyrir. „Áframhaldandi bólusetning og áframhaldandi spá um hvernig það verður mun bara helgast af því,“ segir Þórólfur. Samkvæmt bóluefni.is, sem er haldið úti af Almannavörnum og Landlæknisembættinu, hafa 12.644 einstaklingar fengið fulla bólusetningu hér á landi. Þá hafa 8.547 til viðbótar hafið bólusetingu með fyrri skammti. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Sjá meira
Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, sagði í viðtali í gær að hann teldi best að fara að dæmi Breta, með því að lengja bil á milli bólusetninga hjá fólki í þrjá mánuði í stað þriggja til fjögurra vikna. Þannig sé hægt að bólusetja sem flesta með fyrri sprautu, sem veitir talsverða vernd gegn skæðum veikindum af völdum Covid-19. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Þórólfur að þessi möguleiki hefði verið skoðaður. Hann sé hins vegar ekki sammála Jóni Ívari. „Það helgast af því að ég held að það væri skynsamlegt að gera það ef við værum með mikið smit í samfélaginu. Þá myndi skipta miklu máli að ná útbreiðslu á bólusetningu eins fljótt og hægt er. Það er gert í Bretlandi og á fleiri stöðum,“ segir Þórólfurþ Hann bætir við að verndin sem fæst með fyrri sprautu sé lakari en sú sem fæst eftir tvær. Bóluefnin þrjú sem samþykkt hafa verið hér á landi eru öll gefin í tveimur skömmtum. Bóluefni Moderna og Pfizer eru gefin með nokkrum vikum milli skammta, en bóluefni AstraZeneca með þrjá mánuði á milli. „Menn geta verið að koma með mismunandi tölur um hver verndin er eftir eina sprautu en þá eru menn stundum að miða við hvort ein bólusetning komi í veg fyrir alvarleg veikindi, öll veikindi og svo framvegis. Ef fólk sem er bólusett er að veikjast, kannski vægt, þá er það með veiruna og getur þannig dreift henni áfram. Mér finnst miklu ólíklegra, eftir eina sprautu, að bólusetningin komi í veg fyrir dreifingu til annarra,“ segir Þórólfur. Hann telji því skynsamlegra að fullbólusetja fólk og búa þannig til hóp fólks sem muni ekki dreifa veirunni og fái lengri vernd. Hann telji ekkert liggja á í þessum efnum, þar sem lítið af smitum er í samfélaginu. Hjólin fari ekkert fyrr af stað Aðspurður gaf Þórólfur lítið fyrir að sú bólusetningaraðferð sem Jón Ívar mælir með myndi flýta fyrir því að hægt væri að slaka frekar á hömlum í samfélaginu. „Hvernig ætlarðu að koma hjólunum í gang frekar eftir eina sprautu en tvær? Erum við þá að tala um ]ferðabransann]? Hver er ferðavilji fólks? Það eru ekki meiri hömlur á landamærum hér heldur en víðast hvar annars staðar í Evrópu,“ segir Þórólfur. Hann telji það ekki svo að ef slakað yrði á hömlum á landamærunum myndu ferðamenn streyma til landsins. Hann bendir þá á að sóttvarnaaðgerðir hér á landi séu einhverjar þær rýmstu sem þekkist í Evrópu og víðar. „Þannig að ég bið nú menn aðeins um að hugsa málið heildrænt,“ segir Þórólfur. Hann segir þá að hraði bólusetninga hér á landi fari alfarið eftir hversu mikið fæst afhent og hversu hratt. Dreifingaráætlun bóluefna eftir lok marsmánaðar liggi ekki fyrir. „Áframhaldandi bólusetning og áframhaldandi spá um hvernig það verður mun bara helgast af því,“ segir Þórólfur. Samkvæmt bóluefni.is, sem er haldið úti af Almannavörnum og Landlæknisembættinu, hafa 12.644 einstaklingar fengið fulla bólusetningu hér á landi. Þá hafa 8.547 til viðbótar hafið bólusetingu með fyrri skammti.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Sjá meira