Stjörnuprýddur æfingahópur Katrínar Tönju lítur vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 08:30 Ben Bergeron sést hér með Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Samuel Kwant eftir heimsleikana í fyrra þar sem þau unnu bæði silfur. Með þeim eru líka aðstoðarfólk. Bergeron hefur nú sett saman nýjan elítuhóp með þeim Katrínu og Samuel. Instagram/@benbergeron Það styttist óðum í að „The Open“ byrji og um leið nýtt keppnistímabil hjá CrossFit. Íslenska silfurkonan frá heimsleikunum í fyrra er nú hluti af stjörnuprýddum æfingahópi hjá CrossFit New England. Ben Bergeron hefur þjálfað Katrínu Tönju Davíðsdóttur í sex ár og á þeim tíma hefur æfingahópurinn breyst. Að þessu sinni hefur Bergeron safnað að sér heimsklassa fólki til að æfa við hlið Katrínar. Katrín Tanja er vissulega sú eina sem hefur orðið heimsmeistari og er stærsta stjarna hópsins en þarna er líka annar silfurhafi frá síðustu heimsleikum. Samuel Kwant kom mörgum á óvart með að ná öðru sætinu á eftir Mathew Fraser á heimsleikunum í fyrra en hann stóð sig frábærlega í lokaúrslitunum eins og Katrín Tanja. Í hópnum er líka Amanda Barnhart sem er nýkominn til Bergeron. Amanda náði sínum besta árangri á heimsleikunum þegar hún varð sjöunda árið 2019. Hún var aðeins fimm stigum frá því að komast í fimm manna ofurúrslitin í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Fjórða púslið í þessum elítuhópi er síðan Chandler Smith. Chandler æfði aðeins með Katrínu Tönju í fyrra í lokaundirbúningi sínum fyrir heimsleikana þar sem hann endaði í sjötta sæti og var eins og Amanda hársbreidd frá því að komast áfram. Chandler Smith var á fullu í hernum í fyrra og hafði ekki fengið neina ákveðna CrossFit þjálfun. Það verður því áhugavert að sjá hvað Ben Bergeron nær út úr honum í ár. Þessi fjögur mynda rosalegan æfingahóp og Ben Bergeron hefur sjálfur talað um að hann ætlaði sér að mynda keppnissuðupott (Competitive Cauldron) í æfingastöðinni sinni með þessu heimsklassa fólki sem keyra hvert annað áfram í undirbúningi sínum. Þessi tilraun lítur líka vel út þegar stutt er í tímabilið. Ben Bergeron birti myndband af æfingahópnum taka vel á því saman og það er ekki hægt annað en að segja að þau líti vel út. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Það má líka benda á það að það virðist enginn þeirra ráða við hraðann hjá Katrínu Tönju sem tekur fljótlega forystuna enda keppnismanneskja fram í fingurgóma. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Ben Bergeron hefur þjálfað Katrínu Tönju Davíðsdóttur í sex ár og á þeim tíma hefur æfingahópurinn breyst. Að þessu sinni hefur Bergeron safnað að sér heimsklassa fólki til að æfa við hlið Katrínar. Katrín Tanja er vissulega sú eina sem hefur orðið heimsmeistari og er stærsta stjarna hópsins en þarna er líka annar silfurhafi frá síðustu heimsleikum. Samuel Kwant kom mörgum á óvart með að ná öðru sætinu á eftir Mathew Fraser á heimsleikunum í fyrra en hann stóð sig frábærlega í lokaúrslitunum eins og Katrín Tanja. Í hópnum er líka Amanda Barnhart sem er nýkominn til Bergeron. Amanda náði sínum besta árangri á heimsleikunum þegar hún varð sjöunda árið 2019. Hún var aðeins fimm stigum frá því að komast í fimm manna ofurúrslitin í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Fjórða púslið í þessum elítuhópi er síðan Chandler Smith. Chandler æfði aðeins með Katrínu Tönju í fyrra í lokaundirbúningi sínum fyrir heimsleikana þar sem hann endaði í sjötta sæti og var eins og Amanda hársbreidd frá því að komast áfram. Chandler Smith var á fullu í hernum í fyrra og hafði ekki fengið neina ákveðna CrossFit þjálfun. Það verður því áhugavert að sjá hvað Ben Bergeron nær út úr honum í ár. Þessi fjögur mynda rosalegan æfingahóp og Ben Bergeron hefur sjálfur talað um að hann ætlaði sér að mynda keppnissuðupott (Competitive Cauldron) í æfingastöðinni sinni með þessu heimsklassa fólki sem keyra hvert annað áfram í undirbúningi sínum. Þessi tilraun lítur líka vel út þegar stutt er í tímabilið. Ben Bergeron birti myndband af æfingahópnum taka vel á því saman og það er ekki hægt annað en að segja að þau líti vel út. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Það má líka benda á það að það virðist enginn þeirra ráða við hraðann hjá Katrínu Tönju sem tekur fljótlega forystuna enda keppnismanneskja fram í fingurgóma. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira