Reynsluakstur í fyrra en nú er Matthías með lyklavöldin hjá KR Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2021 13:01 Matthías Orri Sigurðarson hefur verið illviðráðanlegur í vetur. vísir/Elín Björg Matthías Orri Sigurðarson stýrði sóknarleik KR framúrskarandi vel í 91-84 sigrinum gegn ÍR í Dominos-deildinni í körfubolta á sunnudag. Sérfræðingarnir í Dominos Körfuboltakvöldi hrósuðu honum í hástert í þætti gærkvöldsins. Með reynsluboltana Jakob bróður sinn, Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson og Björn Kristjánsson innanborðs hefur Matthías verið mikilvægasti íslenski leikmaður KR í vetur. Kjartan Atli Kjartansson benti á að hugarfar samherjanna hjálpaði Matthíasi og KR að blómstra: „Þetta eru menn sem eru alveg til í að skora núll stig, ef að þeir vinna leikinn,“ sagði Kjartan. „Auðvitað hafa þeir allir á einhverjum tímapunkti á sínum ferli verið aðeins óþroskaðri og viljað gera meira, sérstaklega þegar þeir voru að reyna að komast út, en þetta er það sem er að skila öllum þessum málmi í Vesturbæinn. Það eru menn sem eru tilbúnir að gefa sitt eftir til að láta þetta allt virka,“ sagði Benedikt Guðmundsson, áður en talið barst að Matthíasi. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld: Matti með lyklavöldin „Matthías er búinn að vera gjörsamlega frábær á þessari leiktíð,“ sagði Kjartan Atli og Teitur Örlygsson tók strax undir: „Já, á báðum endum vallarins. Hann gerir þetta í svo flottu „flowi“ allt saman. Hann er með allar þessar stjörnur í kringum sig. Við höfðum smááhyggjur af honum þegar hann fór fyrst frá ÍR, því hann sló alveg í gegn hjá ÍR, en hann er enn betri núna. Með enn betri leikmenn í kringum sig, enn betra lið. Hann þurfti einhvern smátíma en mér finnst eins og að þetta sé liðið hans,“ sagði Teitur. „Í fyrra þurfti hann að reynsluaka liðinu. Núna er hann búinn að fá lyklana, er með ökuskírteinið í hanskahólfinu og á að sjá um aksturinn,“ sagði Kjartan Atli. Benedikt sagði eðlilegt að Matthías hefði ekki blómstrað eins vel og nú á síðustu leiktíð, sinni fyrstu eftir endurkomuna frá ÍR: „Hann kemur nýr inn í KR-liðið í fyrra með eintómum kóngum. Hann var bara óöruggur, vissi ekki hvernig hann ætti að stýra þessu. Núna fær hann bara að spila sinn leik, sinn körfubolta sem hann blómstrar í. Það er búið að rétta honum lyklana og hann hefur verið geggjaður.“ Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 84-91 | KR-ingar sóttu sigur í Seljaskóla KR vann góðan útisigur á ÍR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 28. febrúar 2021 21:49 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Með reynsluboltana Jakob bróður sinn, Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson og Björn Kristjánsson innanborðs hefur Matthías verið mikilvægasti íslenski leikmaður KR í vetur. Kjartan Atli Kjartansson benti á að hugarfar samherjanna hjálpaði Matthíasi og KR að blómstra: „Þetta eru menn sem eru alveg til í að skora núll stig, ef að þeir vinna leikinn,“ sagði Kjartan. „Auðvitað hafa þeir allir á einhverjum tímapunkti á sínum ferli verið aðeins óþroskaðri og viljað gera meira, sérstaklega þegar þeir voru að reyna að komast út, en þetta er það sem er að skila öllum þessum málmi í Vesturbæinn. Það eru menn sem eru tilbúnir að gefa sitt eftir til að láta þetta allt virka,“ sagði Benedikt Guðmundsson, áður en talið barst að Matthíasi. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld: Matti með lyklavöldin „Matthías er búinn að vera gjörsamlega frábær á þessari leiktíð,“ sagði Kjartan Atli og Teitur Örlygsson tók strax undir: „Já, á báðum endum vallarins. Hann gerir þetta í svo flottu „flowi“ allt saman. Hann er með allar þessar stjörnur í kringum sig. Við höfðum smááhyggjur af honum þegar hann fór fyrst frá ÍR, því hann sló alveg í gegn hjá ÍR, en hann er enn betri núna. Með enn betri leikmenn í kringum sig, enn betra lið. Hann þurfti einhvern smátíma en mér finnst eins og að þetta sé liðið hans,“ sagði Teitur. „Í fyrra þurfti hann að reynsluaka liðinu. Núna er hann búinn að fá lyklana, er með ökuskírteinið í hanskahólfinu og á að sjá um aksturinn,“ sagði Kjartan Atli. Benedikt sagði eðlilegt að Matthías hefði ekki blómstrað eins vel og nú á síðustu leiktíð, sinni fyrstu eftir endurkomuna frá ÍR: „Hann kemur nýr inn í KR-liðið í fyrra með eintómum kóngum. Hann var bara óöruggur, vissi ekki hvernig hann ætti að stýra þessu. Núna fær hann bara að spila sinn leik, sinn körfubolta sem hann blómstrar í. Það er búið að rétta honum lyklana og hann hefur verið geggjaður.“
Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 84-91 | KR-ingar sóttu sigur í Seljaskóla KR vann góðan útisigur á ÍR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 28. febrúar 2021 21:49 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 84-91 | KR-ingar sóttu sigur í Seljaskóla KR vann góðan útisigur á ÍR í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 28. febrúar 2021 21:49