Klárum leikinn Willum Þór Þórsson skrifar 5. mars 2021 13:31 Að kljást við Kórónaveiruna er auðvitað flóknara verkefni en hver annar fótboltaleikur. Við erum þó á viðkvæmum tímapunkti í þessari baráttu og ég ætla að leyfa mér samlíkinguna við fótboltaleik. Þjóðin hefur sameinast í verkefninu í heilt ár og náð samstöðu í sóttvörnum. Þess vegna, ásamt harðari aðgerðum á landamærum, getum við nú leyft okkur langþráðar tilslakanir, umfram og á undan flestum öðrum þjóðum. Það er þó enn mikið atvinnuleysi, tekjufall og sjóðsþurrð hjá fjölmörgum heimilum og fyrirtækjum. Við eigum mikið undir að allir hafi orku til að taka þátt í viðspyrnunni. Hættan er sú næstu þrjá til fjóra mánuði að við föllum í þá gryfju að bíða, og kosningar hafa áhrif hér. Það eru þekkt viðbrögð á lokamínútum fótboltaleiks þegar liðið hefur barist rosalega í 85 mín., leikurinn stendur í 90 mín. plús. Við erum 1-0 yfir. Við bökkum, bíðum og horfum á dómarann og klukkuna. Einhver kallar „einbeiting“. Gott og vel og verðugt, en hún verður að vera á réttu hlutina. Ekki á klukkuna, dómarann og vonina um að sleppa til. Ekki á prófkjör, stjórnarsáttmálann, kosningar eða hækkandi sól. Umræðan nú hverfist mikið til um framvindu bólusetninga hér og annars staðar í heiminum, enda algert lykilatriði í baráttunni við veiruna og forsenda þess að koma atvinnulífinu af stað, ná niður atvinnuleysi og endurheimta fyrri efnahagslegan styrk. Einbeitingin verður að vera á boltann og næsta návígi, næstu sendingu; atvinnulífið, heimilin og fyrirtækin, sumarstörfin fyrir skólafólkið, virkni þeirra sem eru atvinnulausir og að allir verði tilbúnir að taka við ferðamönnum þegar þeir koma. Nú snýst þetta um aukakraft. Einbeitingin felst m.a. í framlengingu úrræða sem eru til staðar og hafa virkað. Við höfum vikið fjármálareglum til hliðar og aukið svigrúm til aukinnar skuldsetningar ríkissjóðs. Það var gert til þess að mæta efnahagslegum afleiðingum faraldursins, draga úr högginu og mæta óhikað tekjufalli og auknum útgjöldum, sem birtast í fjölmörgum aðgerðum. Markmiðið allan tímann er að koma okkur í gegnum þetta þannig að við verðum öll tilbúin þegar ferðamennirnir koma og viðspyrnan hefst fyrir alvöru. Nú er ekki tíminn til að bíða! Við ætlum að koma saman út úr þessu með grænt, stafrænt og skapandi hagkerfi. Klárum leikinn fyrir heimilin og fyrirtækin og viðspyrnuna fyrir íslenskan efnahag. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Framsóknarflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Að kljást við Kórónaveiruna er auðvitað flóknara verkefni en hver annar fótboltaleikur. Við erum þó á viðkvæmum tímapunkti í þessari baráttu og ég ætla að leyfa mér samlíkinguna við fótboltaleik. Þjóðin hefur sameinast í verkefninu í heilt ár og náð samstöðu í sóttvörnum. Þess vegna, ásamt harðari aðgerðum á landamærum, getum við nú leyft okkur langþráðar tilslakanir, umfram og á undan flestum öðrum þjóðum. Það er þó enn mikið atvinnuleysi, tekjufall og sjóðsþurrð hjá fjölmörgum heimilum og fyrirtækjum. Við eigum mikið undir að allir hafi orku til að taka þátt í viðspyrnunni. Hættan er sú næstu þrjá til fjóra mánuði að við föllum í þá gryfju að bíða, og kosningar hafa áhrif hér. Það eru þekkt viðbrögð á lokamínútum fótboltaleiks þegar liðið hefur barist rosalega í 85 mín., leikurinn stendur í 90 mín. plús. Við erum 1-0 yfir. Við bökkum, bíðum og horfum á dómarann og klukkuna. Einhver kallar „einbeiting“. Gott og vel og verðugt, en hún verður að vera á réttu hlutina. Ekki á klukkuna, dómarann og vonina um að sleppa til. Ekki á prófkjör, stjórnarsáttmálann, kosningar eða hækkandi sól. Umræðan nú hverfist mikið til um framvindu bólusetninga hér og annars staðar í heiminum, enda algert lykilatriði í baráttunni við veiruna og forsenda þess að koma atvinnulífinu af stað, ná niður atvinnuleysi og endurheimta fyrri efnahagslegan styrk. Einbeitingin verður að vera á boltann og næsta návígi, næstu sendingu; atvinnulífið, heimilin og fyrirtækin, sumarstörfin fyrir skólafólkið, virkni þeirra sem eru atvinnulausir og að allir verði tilbúnir að taka við ferðamönnum þegar þeir koma. Nú snýst þetta um aukakraft. Einbeitingin felst m.a. í framlengingu úrræða sem eru til staðar og hafa virkað. Við höfum vikið fjármálareglum til hliðar og aukið svigrúm til aukinnar skuldsetningar ríkissjóðs. Það var gert til þess að mæta efnahagslegum afleiðingum faraldursins, draga úr högginu og mæta óhikað tekjufalli og auknum útgjöldum, sem birtast í fjölmörgum aðgerðum. Markmiðið allan tímann er að koma okkur í gegnum þetta þannig að við verðum öll tilbúin þegar ferðamennirnir koma og viðspyrnan hefst fyrir alvöru. Nú er ekki tíminn til að bíða! Við ætlum að koma saman út úr þessu með grænt, stafrænt og skapandi hagkerfi. Klárum leikinn fyrir heimilin og fyrirtækin og viðspyrnuna fyrir íslenskan efnahag. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar