Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2021 12:59 Tölvuteiknuð mynd af því hvernig hægt væri að senda jarðvegssýnin frá Mars. NASA/JPL-Caltech Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. Vinna NGS á að hefjast strax og standa yfir í minnst fjórtán mánuði. Vélmennið Perseverance verður notað til að taka sýnin og rannsaka þau og kanna hvort þar megi finna ummerki örvera en með samvinnu NASA og Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) verða þau flutt aftur til jarðar svo hægt verði að rannsaka þau nánar. Ferlið virkar á þá leið að Perseverance sem lenti nýverið á Mars, verður notað til að safna sýnum og koma þeim fyrir í sérstökum ílátum. NASA og ESA munu senda far til Mars sem mun lenda og safna sýnunum saman. Nothrop Gumman Systems á að þróa búnað til að koma sýnunum frá yfirborði Mars til geimfars ESA, sem mun þá vera á braut um Mars og á að flytja sýnin aftur til jarðarinnar. Það mun gera vísindamönnum jarðarinn kleift að rannsaka jarðvegssýnin á mun nákvæmari máta hægt er að gera með þeim vélmennum sem send hafa verið til Mars. Sömuleiðis verður hægt að rannsaka þau seinna meir með tækni sem er ekki til staðar í dag, eins og gert hefur verið við jarðvegssýnin sem flutt voru frá tunglinu árum áður. Markmiðið er auðvitað að finna hvort sýnin innihaldi ummerki örvera sem talið er að gætu hafa lifað á Mars þegar vatn flæddi um yfirborð plánetunnar, fyrir um 3,5 milljörðum ára. Vonast var til þess að hægt yrði að skjóta farinu á loft árið 2026, lenda því á Mars árið 2028 og koma sýnunum til jarðarinnar fyrir árið 2031. Sú áætlun er þó í lausu lofti, ef svo má að orði komast, eftir að nefnd lagði til að henni yrði seinkað. Frekari og ítarlegri upplýsingar um verkefni Perseverance má finna í fréttinni hér að neðan. Geimurinn Tækni Mars Tengdar fréttir NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Segir lendingu jeppans mikið afrek Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. 19. febrúar 2021 19:31 Bein útsending: Sjö mínútur af ótta Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár. 18. febrúar 2021 17:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Vinna NGS á að hefjast strax og standa yfir í minnst fjórtán mánuði. Vélmennið Perseverance verður notað til að taka sýnin og rannsaka þau og kanna hvort þar megi finna ummerki örvera en með samvinnu NASA og Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) verða þau flutt aftur til jarðar svo hægt verði að rannsaka þau nánar. Ferlið virkar á þá leið að Perseverance sem lenti nýverið á Mars, verður notað til að safna sýnum og koma þeim fyrir í sérstökum ílátum. NASA og ESA munu senda far til Mars sem mun lenda og safna sýnunum saman. Nothrop Gumman Systems á að þróa búnað til að koma sýnunum frá yfirborði Mars til geimfars ESA, sem mun þá vera á braut um Mars og á að flytja sýnin aftur til jarðarinnar. Það mun gera vísindamönnum jarðarinn kleift að rannsaka jarðvegssýnin á mun nákvæmari máta hægt er að gera með þeim vélmennum sem send hafa verið til Mars. Sömuleiðis verður hægt að rannsaka þau seinna meir með tækni sem er ekki til staðar í dag, eins og gert hefur verið við jarðvegssýnin sem flutt voru frá tunglinu árum áður. Markmiðið er auðvitað að finna hvort sýnin innihaldi ummerki örvera sem talið er að gætu hafa lifað á Mars þegar vatn flæddi um yfirborð plánetunnar, fyrir um 3,5 milljörðum ára. Vonast var til þess að hægt yrði að skjóta farinu á loft árið 2026, lenda því á Mars árið 2028 og koma sýnunum til jarðarinnar fyrir árið 2031. Sú áætlun er þó í lausu lofti, ef svo má að orði komast, eftir að nefnd lagði til að henni yrði seinkað. Frekari og ítarlegri upplýsingar um verkefni Perseverance má finna í fréttinni hér að neðan.
Geimurinn Tækni Mars Tengdar fréttir NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Segir lendingu jeppans mikið afrek Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. 19. febrúar 2021 19:31 Bein útsending: Sjö mínútur af ótta Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár. 18. febrúar 2021 17:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03
Segir lendingu jeppans mikið afrek Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. 19. febrúar 2021 19:31
Bein útsending: Sjö mínútur af ótta Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár. 18. febrúar 2021 17:00
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“