John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Eiður Þór Árnason skrifar 6. mars 2021 14:07 John McAfee hefur átt skrautlega ævi. Hann var handtekinn á Spáni í október. Getty/Cyrus McCrimmon Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. Ríkissaksóknarar saka McAfee og lífvörð hans Jimmy Gale Watson Jr. um að hafa beitt lygum og blekkingum til að hvetja milljón Twitter-fylgjendur tæknifrumkvöðulsins til að fjárfesta í ónefndum rafeyri. Í kjölfarið hafi tvímenningarnir selt eignir sínar og grætt um tvær milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 258 milljóna króna, á virðishækkuninni. McAfee var handtekinn á Spáni í október síðastliðnum vegna gruns um skattalagabrot og hafa bandarísk yfirvöld óskað eftir því að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Hann hefur farið huldu höfði frá árinu 2012 þegar McAfee var til rannsóknar í tengslum við dauða nágranna síns í Belís. Lögreglan gaf síðar út að tæknifrumkvöðulinn væri ekki grunaður í málinu en hann hefur síðan verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum vegna ákæra um umfangsmikil skattsvik. Faldi sig á Dalvík McAfee vakti landsathygli árið 2019 þegar hann fullyrti að hann hafi haldið sig á Dalvík áður en hann hafi neyðst til að flýja Norðurland þegar upp komst um felustað hans og eiginkonu. Hvorki hann né Watson Jr. hafa tjáð sig um nýjustu ásakanir bandarískra yfirvalda en lífvörðurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag. Þeim er einnig gert að sök að hafa fengið ellefu milljónir Bandaríkjadala eða um 1,4 milljarða króna frá sprotafyrirtækjum fyrir að auglýsa rafeyrisvörur þeirra en fjárfestar voru ekki upplýstir um greiðslurnar. Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Ríkissaksóknarar saka McAfee og lífvörð hans Jimmy Gale Watson Jr. um að hafa beitt lygum og blekkingum til að hvetja milljón Twitter-fylgjendur tæknifrumkvöðulsins til að fjárfesta í ónefndum rafeyri. Í kjölfarið hafi tvímenningarnir selt eignir sínar og grætt um tvær milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 258 milljóna króna, á virðishækkuninni. McAfee var handtekinn á Spáni í október síðastliðnum vegna gruns um skattalagabrot og hafa bandarísk yfirvöld óskað eftir því að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Hann hefur farið huldu höfði frá árinu 2012 þegar McAfee var til rannsóknar í tengslum við dauða nágranna síns í Belís. Lögreglan gaf síðar út að tæknifrumkvöðulinn væri ekki grunaður í málinu en hann hefur síðan verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum vegna ákæra um umfangsmikil skattsvik. Faldi sig á Dalvík McAfee vakti landsathygli árið 2019 þegar hann fullyrti að hann hafi haldið sig á Dalvík áður en hann hafi neyðst til að flýja Norðurland þegar upp komst um felustað hans og eiginkonu. Hvorki hann né Watson Jr. hafa tjáð sig um nýjustu ásakanir bandarískra yfirvalda en lífvörðurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag. Þeim er einnig gert að sök að hafa fengið ellefu milljónir Bandaríkjadala eða um 1,4 milljarða króna frá sprotafyrirtækjum fyrir að auglýsa rafeyrisvörur þeirra en fjárfestar voru ekki upplýstir um greiðslurnar.
Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48