Áfengissalan gekk áfallalaust fyrir sig í Hlíðarfjalli Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 20:08 Skíðafólk getur nú fengið sér áfengan drykk í veitingasölunni í Hlíðarfjalli. Vísir/Vilhelm Áfengissala hófst í Hlíðarfjalli um helgina og gátu gestir því fengið sér áfengan drykk í veitingasölunni. Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður segir daginn hafa gengið þokkalega heilt yfir þrátt fyrir örlitla byrjunarörðugleika. „Einhverjir fóru með dósirnar út, sem á ekki að gera. Það var sólríkt og fallegur dagur en það á ekki að vera með áfengi nema inni á veitingastaðnum. Það verður lagfært,“ segir Brynjar í samtali við Vísi, en áfengið er aðeins leyfilegt inni í skíðaskála og í veitingasalnum. Hann segir veðrið hafa verið gott í dag sem og færið. Líkt og undanfarnar helgar er mikið líf fyrir norðan þar sem bæði heimamenn og gestir hafa flykkst í fjallið eftir að skíðasvæðin opnuðu aftur um miðjan janúar. „Það er í rauninni búið að vera uppselt. Við erum með takmarkað magn í sölu og það selst eiginlega alltaf upp.“ Fjölmargir hafa skellt sér til Akureyrar í skíðafrí undanfarnar helgar.Vísir/Tryggvi Páll Þekkist víða að fá sér drykk eftir brekkurnar Í skíðaferðum erlendis eru vel þekkt svokölluð eftirskíðapartý, eða après ski, þar sem fólk fær sér drykk og dansar eftir langan dag á skíðum. Brynjar segi þessa stemningu vel þekkta, þó hún hafi ekki fest rætur hér á landi. „Það er náttúrulega selt áfengi á flestum skíðasvæðum en þetta er eitthvað sem fólk er ekki vant hér. Það tekur kannski tíma fyrir fólk að venjast en ég held að það sé allt í lagi að fólk fái sér einn bjór með mat, menn fara ekkert að finna á sér eftir það,“ segir Brynjar og bætir við að drykkja á svæðinu hafi verið að aukast áður en farið var af stað með áfengissölu um helgina. „Við erum búin að finna fyrir því að drykkja á svæðinu hefur verið mikil áður en við byrjuðum með þetta. Það er sennilega margt sem spilar í það, fólk er búið að vera lengi inni og lítið að hittast og svo fer fólk kannski saman á skíði og tekur með sér einn bjór. Maður skilur það.“ Hann segir þetta auka þjónustu við gesti sem hafa áhuga á því að fá sér drykk í fjallinu. Það sé allt í lagi svo lengi sem fólk hagi sér af skynsemi og valdi ekki öðrum gestum óþægindum. Þá sé stranglega bannað að skíða undir áhrifum. „Ef við sjáum að einhver er fullur skíðum þá er viðkomandi ekki að fara að koma aftur.“ Skíðasvæði Áfengi og tóbak Akureyri Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
„Einhverjir fóru með dósirnar út, sem á ekki að gera. Það var sólríkt og fallegur dagur en það á ekki að vera með áfengi nema inni á veitingastaðnum. Það verður lagfært,“ segir Brynjar í samtali við Vísi, en áfengið er aðeins leyfilegt inni í skíðaskála og í veitingasalnum. Hann segir veðrið hafa verið gott í dag sem og færið. Líkt og undanfarnar helgar er mikið líf fyrir norðan þar sem bæði heimamenn og gestir hafa flykkst í fjallið eftir að skíðasvæðin opnuðu aftur um miðjan janúar. „Það er í rauninni búið að vera uppselt. Við erum með takmarkað magn í sölu og það selst eiginlega alltaf upp.“ Fjölmargir hafa skellt sér til Akureyrar í skíðafrí undanfarnar helgar.Vísir/Tryggvi Páll Þekkist víða að fá sér drykk eftir brekkurnar Í skíðaferðum erlendis eru vel þekkt svokölluð eftirskíðapartý, eða après ski, þar sem fólk fær sér drykk og dansar eftir langan dag á skíðum. Brynjar segi þessa stemningu vel þekkta, þó hún hafi ekki fest rætur hér á landi. „Það er náttúrulega selt áfengi á flestum skíðasvæðum en þetta er eitthvað sem fólk er ekki vant hér. Það tekur kannski tíma fyrir fólk að venjast en ég held að það sé allt í lagi að fólk fái sér einn bjór með mat, menn fara ekkert að finna á sér eftir það,“ segir Brynjar og bætir við að drykkja á svæðinu hafi verið að aukast áður en farið var af stað með áfengissölu um helgina. „Við erum búin að finna fyrir því að drykkja á svæðinu hefur verið mikil áður en við byrjuðum með þetta. Það er sennilega margt sem spilar í það, fólk er búið að vera lengi inni og lítið að hittast og svo fer fólk kannski saman á skíði og tekur með sér einn bjór. Maður skilur það.“ Hann segir þetta auka þjónustu við gesti sem hafa áhuga á því að fá sér drykk í fjallinu. Það sé allt í lagi svo lengi sem fólk hagi sér af skynsemi og valdi ekki öðrum gestum óþægindum. Þá sé stranglega bannað að skíða undir áhrifum. „Ef við sjáum að einhver er fullur skíðum þá er viðkomandi ekki að fara að koma aftur.“
Skíðasvæði Áfengi og tóbak Akureyri Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira