Ratcliffe hefur verið í stofufangelsi í Tehran frá því í mars í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins en afplánaði dóm sinn í fangelsi fyrir þann tíma. Hún hefur ætíð neitað ásökunum sem bornar voru á hendur henni en á þeim tíma er hún var handtekinn var hún í heimsókn hjá fjölskyldu sinni í Íran.
Bæði eiginmaður hennar og bresk yfirvöld hafa krafist þess að Ratcliffe fái að snúa heim til Bretlands. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagðist fagna því að hún hafi verið látin laus úr stofufangelsi en krafðist þess að henni yrði „endanlega“ sleppt svo hún gæti aftur farið til fjölskyldu sinnar í Bretlandi.
„Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að það verði að veruleika,“ skrifaði Johnson á Twitter í dag.
Pleased to see the removal of Nazanin Zaghari-Ratcliffe’s ankle tag, but her continued confinement remains totally unacceptable. She must be released permanently so she can return to her family in the UK, and we continue to do all we can to achieve this.
— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 7, 2021
Richard Ratcliffe, eiginmaður Nazanin, sagði blendnar tilfinningar fylgja því að Nazanin væri laus úr stofufangelsi. Hún væri þó fegin því að vera laus við ökklabandið.
„Mér líður eins og það sé komin önnur hindrun á sama tíma og þeir fjarlægðu aðra. Við erum greinilega enn föst í þessari skák ríkisstjórnarinnar,“ sagði Ratcliffe.