Er Steinn Logi það sem Icelandair vantar svo sárlega? Ólafur Hauksson skrifar 8. mars 2021 07:00 Fyrrum framkvæmdastjóri hjá Icelandair, Steinn Logi Björnsson, sækir nú stíft að vera kosinn í stjórn Icelandair Group. Steinn Logi segist þekkja vel til flugrekstrar og þess vegna þurfi eigendur Icelandair Group á þjónustu hans að halda. Er Steinn Logi Björnsson hæfileikabúntið sem eigendur Icelandair Group þurfa á að halda? Til að átta sig á því er rétt að rifja upp eitt helsta „afrek“ hans í flugrekstri fyrir tæpum tveimur áratugum. Þá var Steinn Logi framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Icelandair. Íslendingar höfðu lengi stunið þungan undan háum fargjöldum Icelandair. En árið 2002 var Iceland Express kynnt til sögunnar og bauð helmingi lægri fargjöld en Icelandair. Hvað gerði markaðsstjórinn snjalli? Jú, hann snarlækkaði fargjöld Icelandair til jafns við gjaldskrá Iceland Express. Reyndar bara til sömu áfangastaða og nýi keppinauturinn. Tilgangurinn fór ekkert á milli mála, að beita undirboðum til að koma í veg fyrir að Iceland Express næði fótfestu. Fórnarkostnaður Icelandair En eftir því sem leið á 2003 og 2004 þurfti Icelandair að halda áfram með lækkuðu fargjöldin og bjóða þau til fleiri áfangastaða. Iceland Express hélt nefnilega velli. Afleiðingin varð skelfileg fyrir eigendur Icelandair. Á þessum tveimur árum lækkuðu farþegatekjur félagsins um 21% frá árunum tveimur þar á undan. Framreiknað til dagsins í dag nemur tekjufallið rúmlega 20 milljörðum króna. Til að setja þessa upphæð í samhengi, þá er hún 40% af því sem Icelandair Group tapaði á Covid-hamfaraárinu 2020 - þegar mestallt flug féll niður. Icelandair lækkaði semsagt gömlu okurfargjöldin niður fyrir kostnaðarverð til að drepa af sér samkeppnina. Meiri trú höfðu Steinn Logi og samverkamenn hans ekki á sínu eigin félagi en að það þyldi ekki minnstu samkeppni. Farþegatekjur Icelandair framreiknaðar til verðlags í mars 2021. Samanlagðar tekjur undirboðs-áranna 2003 og 2004 voru 21 milljarði króna lægri en tveggja ára þar á undan. Eftir að undirboðin hættu í árslok 2004 náðu farþegatekjur Icelandair sér fljótt aftur á strik eins og sjá má. Hverjum ógnaði Iceland Express? Þurfti Icelandair að ganga svona langt vegna samkeppninnar? Að sjálfsögðu ekki. Iceland Express var með eina þotu og flaug til tveggja áfangastaða meðan Icelandair var með þrjátíufalt meiri umsvif. Iceland Express ógnaði ekki Icelandair. En Iceland Express ógnaði værukærum stjórnendum Icelandair með þeim fersku vindum sem fylgdu rekstarmódeli félagsins, þar á meðal 40% lægri einingakostnaði. Það eina sem Steini Loga, Sigurði Helgasyni forstjóra og einstaka stjórnarmönnum datt í hug var því að drepa samkeppnina frekar en laga sig að breyttu umhverfi. Það gerðu þeir með peningum eigenda Icelandair. Þeim tókst svosem ætlunarverkið á endanum. Stofnendur Iceland Express gáfust upp fyrir ofureflinu haustið 2004 og frekar en setja félagið í þrot seldu þeir það til Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar fyrir smánarpening. Pálmi var þá nýhættur í stjórn Icelandair, en þar hafði hann beitt sér af miklum krafti fyrir undirboðunum sem svo að sjálfsögðu lækkuðu kostnað hans til að komast yfir Iceland Express. Steinn Logi átti sér því dyggan samverkamann í Pálma, en sá síðarnefndi er nú aftur orðinn stór hluthafi í Icelandair Group. Hann er þó ekki sjálfur í framboði til stjórnar félagsins en ætlar sér þó án vafa ítök í henni gegnum hliðhollan stjórnarmann. Auðvitað hækkuðu fargjöldin Eins og vænta mátti, þá snarhættu bæði Icelandair og Iceland Express með lágu fargjöldin eftir að Pálmi náði yfirráðum. Til þess var jú leikurinn gerður. Markaðssnillingurinn Steinn Logi sem stýrði markaðs- og söludeild Icelandair gat þá andað léttar og skrúfað upp prísana án þess að óttast samkeppnina af hálfu vinar síns Pálma Haraldssonar. Steinn Logi og samverkamenn hans brutu samkeppnislög með undirboðum fargjalda Icelandair. Samkeppniseftirlitið lagði 190 milljón króna sekt á Icelandair fyrir afbrotið, en Hæstiréttur lækkaði hana í 80 milljónir króna. Að sjálfsögðu þurftu Sigurður forstjóri, Steinn Logi eða aðrir sem að lögbrotunum stóðu ekki að borga sektina persónulega. En sektin sem slík var samt hreinir smáaurar miðað við hrikalegt tekjutap félagsins af drápsferðinni gegn samkeppninni. Dýrkeyptasta tapið Mesta tap Icelandair fólst þó í því að félagið varð af einstæðu tækifæri til að kynnast samkeppnisumhverfi og laga sig að breyttum aðstæðum með tiltekt í eigin rekstri. Fátt er fyrirtækjum hollara en að búa við öfluga samkeppni. Þetta hefur reynst Icelandair dýrkeypt, því fyrirtækið hefur í mjög langan tíma átt í erfiðleikum með að ná tökum á kostnaði sem hefur lamað samkeppnisgetu þess. Það besta sem í raun gat komið fyrir Icelandair var ef Iceland Express hefði náð að vaxa sem heilbrigður keppinautur í farþegafluginu. Stjórnendur Icelandair sýndu vanhæfni og dómgreindarleysi með því að átta sig ekki á tækifærinu. Gasprað um flugvélategundir Flest heiðarlegt fólk hlýtur að hafa skömm á mönnum sem vaða á skítugum skónum yfir allt og alla og skeyta ekki um afleiðingarnar. Mæta svo eins og fínir menn til að taka næsta snúning og vona að skítalyktin sé horfin. Ælan kemur upp í hálsinn að sjá menn eins og Stein Loga kynna sig til leiks sem ferska vinda sem viti allt og kunni betur en aðrir um rekstur Icelandair. Gaspra um flugvélategundir til að slá ryki í augun á fólki, eins og það skipti meginmáli við rekstur flugfélaga. Vantar sérfræðing í samkeppnislagabrotum? Sýna aðfarirnar fyrir tæpum tveimur áratugum að núverandi eigendur Icelandair Group verði betur settir með Stein Loga Björnsson í stjórn félagsins? Dæmi hver fyrir sig. En það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir hluthafa að spá í hvað búi að baki þessum ákafa hans til að komast í stjórn Icelandair Group. Framboðið er auglýst af jafn miklum móð og fyrir jafn mikla fjármuni og forsetaframboð. Hvaða snúning er verið að undirbúa og með hverjum? Þarf Icelandair Group eitthvað sérstaklega á sérfræðingi í samkeppnislagabrotum að halda? Höfundur er almannatengill og einn af stofnendum Iceland Express. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Icelandair Fréttir af flugi Ólafur Hauksson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrrum framkvæmdastjóri hjá Icelandair, Steinn Logi Björnsson, sækir nú stíft að vera kosinn í stjórn Icelandair Group. Steinn Logi segist þekkja vel til flugrekstrar og þess vegna þurfi eigendur Icelandair Group á þjónustu hans að halda. Er Steinn Logi Björnsson hæfileikabúntið sem eigendur Icelandair Group þurfa á að halda? Til að átta sig á því er rétt að rifja upp eitt helsta „afrek“ hans í flugrekstri fyrir tæpum tveimur áratugum. Þá var Steinn Logi framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Icelandair. Íslendingar höfðu lengi stunið þungan undan háum fargjöldum Icelandair. En árið 2002 var Iceland Express kynnt til sögunnar og bauð helmingi lægri fargjöld en Icelandair. Hvað gerði markaðsstjórinn snjalli? Jú, hann snarlækkaði fargjöld Icelandair til jafns við gjaldskrá Iceland Express. Reyndar bara til sömu áfangastaða og nýi keppinauturinn. Tilgangurinn fór ekkert á milli mála, að beita undirboðum til að koma í veg fyrir að Iceland Express næði fótfestu. Fórnarkostnaður Icelandair En eftir því sem leið á 2003 og 2004 þurfti Icelandair að halda áfram með lækkuðu fargjöldin og bjóða þau til fleiri áfangastaða. Iceland Express hélt nefnilega velli. Afleiðingin varð skelfileg fyrir eigendur Icelandair. Á þessum tveimur árum lækkuðu farþegatekjur félagsins um 21% frá árunum tveimur þar á undan. Framreiknað til dagsins í dag nemur tekjufallið rúmlega 20 milljörðum króna. Til að setja þessa upphæð í samhengi, þá er hún 40% af því sem Icelandair Group tapaði á Covid-hamfaraárinu 2020 - þegar mestallt flug féll niður. Icelandair lækkaði semsagt gömlu okurfargjöldin niður fyrir kostnaðarverð til að drepa af sér samkeppnina. Meiri trú höfðu Steinn Logi og samverkamenn hans ekki á sínu eigin félagi en að það þyldi ekki minnstu samkeppni. Farþegatekjur Icelandair framreiknaðar til verðlags í mars 2021. Samanlagðar tekjur undirboðs-áranna 2003 og 2004 voru 21 milljarði króna lægri en tveggja ára þar á undan. Eftir að undirboðin hættu í árslok 2004 náðu farþegatekjur Icelandair sér fljótt aftur á strik eins og sjá má. Hverjum ógnaði Iceland Express? Þurfti Icelandair að ganga svona langt vegna samkeppninnar? Að sjálfsögðu ekki. Iceland Express var með eina þotu og flaug til tveggja áfangastaða meðan Icelandair var með þrjátíufalt meiri umsvif. Iceland Express ógnaði ekki Icelandair. En Iceland Express ógnaði værukærum stjórnendum Icelandair með þeim fersku vindum sem fylgdu rekstarmódeli félagsins, þar á meðal 40% lægri einingakostnaði. Það eina sem Steini Loga, Sigurði Helgasyni forstjóra og einstaka stjórnarmönnum datt í hug var því að drepa samkeppnina frekar en laga sig að breyttu umhverfi. Það gerðu þeir með peningum eigenda Icelandair. Þeim tókst svosem ætlunarverkið á endanum. Stofnendur Iceland Express gáfust upp fyrir ofureflinu haustið 2004 og frekar en setja félagið í þrot seldu þeir það til Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar fyrir smánarpening. Pálmi var þá nýhættur í stjórn Icelandair, en þar hafði hann beitt sér af miklum krafti fyrir undirboðunum sem svo að sjálfsögðu lækkuðu kostnað hans til að komast yfir Iceland Express. Steinn Logi átti sér því dyggan samverkamann í Pálma, en sá síðarnefndi er nú aftur orðinn stór hluthafi í Icelandair Group. Hann er þó ekki sjálfur í framboði til stjórnar félagsins en ætlar sér þó án vafa ítök í henni gegnum hliðhollan stjórnarmann. Auðvitað hækkuðu fargjöldin Eins og vænta mátti, þá snarhættu bæði Icelandair og Iceland Express með lágu fargjöldin eftir að Pálmi náði yfirráðum. Til þess var jú leikurinn gerður. Markaðssnillingurinn Steinn Logi sem stýrði markaðs- og söludeild Icelandair gat þá andað léttar og skrúfað upp prísana án þess að óttast samkeppnina af hálfu vinar síns Pálma Haraldssonar. Steinn Logi og samverkamenn hans brutu samkeppnislög með undirboðum fargjalda Icelandair. Samkeppniseftirlitið lagði 190 milljón króna sekt á Icelandair fyrir afbrotið, en Hæstiréttur lækkaði hana í 80 milljónir króna. Að sjálfsögðu þurftu Sigurður forstjóri, Steinn Logi eða aðrir sem að lögbrotunum stóðu ekki að borga sektina persónulega. En sektin sem slík var samt hreinir smáaurar miðað við hrikalegt tekjutap félagsins af drápsferðinni gegn samkeppninni. Dýrkeyptasta tapið Mesta tap Icelandair fólst þó í því að félagið varð af einstæðu tækifæri til að kynnast samkeppnisumhverfi og laga sig að breyttum aðstæðum með tiltekt í eigin rekstri. Fátt er fyrirtækjum hollara en að búa við öfluga samkeppni. Þetta hefur reynst Icelandair dýrkeypt, því fyrirtækið hefur í mjög langan tíma átt í erfiðleikum með að ná tökum á kostnaði sem hefur lamað samkeppnisgetu þess. Það besta sem í raun gat komið fyrir Icelandair var ef Iceland Express hefði náð að vaxa sem heilbrigður keppinautur í farþegafluginu. Stjórnendur Icelandair sýndu vanhæfni og dómgreindarleysi með því að átta sig ekki á tækifærinu. Gasprað um flugvélategundir Flest heiðarlegt fólk hlýtur að hafa skömm á mönnum sem vaða á skítugum skónum yfir allt og alla og skeyta ekki um afleiðingarnar. Mæta svo eins og fínir menn til að taka næsta snúning og vona að skítalyktin sé horfin. Ælan kemur upp í hálsinn að sjá menn eins og Stein Loga kynna sig til leiks sem ferska vinda sem viti allt og kunni betur en aðrir um rekstur Icelandair. Gaspra um flugvélategundir til að slá ryki í augun á fólki, eins og það skipti meginmáli við rekstur flugfélaga. Vantar sérfræðing í samkeppnislagabrotum? Sýna aðfarirnar fyrir tæpum tveimur áratugum að núverandi eigendur Icelandair Group verði betur settir með Stein Loga Björnsson í stjórn félagsins? Dæmi hver fyrir sig. En það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir hluthafa að spá í hvað búi að baki þessum ákafa hans til að komast í stjórn Icelandair Group. Framboðið er auglýst af jafn miklum móð og fyrir jafn mikla fjármuni og forsetaframboð. Hvaða snúning er verið að undirbúa og með hverjum? Þarf Icelandair Group eitthvað sérstaklega á sérfræðingi í samkeppnislagabrotum að halda? Höfundur er almannatengill og einn af stofnendum Iceland Express.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun