Varnarleysi gegn pólitískum skipunum Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 8. mars 2021 07:31 Ráðherrum ber að skipa hæfasta umsækjandann í starf ráðuneytisstjóra. Til að stuðla að því ber þeim fyrst að skipa þriggja manna nefnd sem metur hæfni umsækjenda um embættið. Þetta er gert til að verja almenning fyrir pólitískum ráðningum og auka traust á embættisfærslum ráðherranna. Með öðrum orðum er þetta gert til að vinna gegn spillingu í íslenskri stjórnsýslu. Við erum öll sammála um það að stjórnsýslan okkar á að vera fagleg og mönnuð hæfustu einstaklingunum en ekki þeim sem hafa notið uppgangs vegna þátttöku í pólitísku starfi. Við viljum gegnsæi, jafnræði og sanngirni í ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Stundum duga þessar leikreglur þó ekki til. Ráðherra skipar hæfisnefndina og ákveður hver gegnir formennsku í henni. Hann hefur því forræði yfir því hverjir meta umsækjendur. Niðurstaða nefndarinnar er líka aðeins ráðgefandi þótt tekið sé fram í lögskýringargögnum að veigamiklar ástæður þurfi ef ráðherra vill horfa fram hjá áliti hæfnisnefndar. En hvaða úrræði standa þeim til boða sem telja gegn sér brotið við skipun í opinbert embætti? Til hvaða bragðs getur fólk tekið þegar það sækir um starf og telur síður hæfan einstakling hafa verið tekinn fram yfir sig? Áhættusöm dómsmál Í fyrsta lagi getur fólk höfðað mál. Það getur stefnt ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, annað hvort á grundvelli þess að mat hæfisnefndar hafi verið rangt eða á grundvelli þess að ráðherra hafi farið gegn mati hæfisnefndar án þess að málefnalegar ástæður hafi legið að baki. Gallinn er sá að málarekstur fyrir dómstólum er kostnaðarsamur og tímafrekur. Í þessum tilvikum felur hann líka í sér að einstaklingur fari gegn ríkinu. Aðstöðumunur aðila er því töluverður. Allt talið saman gerir þetta málarekstur að áhættusamri leið. Brot á vinnumarkaði Í öðru lagi getur fólk leitað til kærunefndar jafnréttismála ef það telur brotið gegn sér á grundvelli kynþáttar, trúar, fötlunar eða annarra atriða sem talin eru upp í lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Að leita úrskurðar kærunefndar er fljótlegri og hagkvæmari lausn en að fara fyrir dóm, en umfjöllun hennar takmarkast við eitthvert framangreindra atriða. Stjórnmálaskoðanir eru til að mynda ekki á þeim lista. Mismunun vegna kyns Sérreglur gilda síðan ef gengið er fram hjá hæfasta umsækjandanum á sama tíma og hann er af öðru kyni en umsækjandinn sem var skipaður. Þar er mælikvarði kærunefndar jafnréttismála sá að ef líkur eru leiddar að því að einstaklingi hafi verið mismunað á grundvelli kyns þá þarf atvinnurekandi að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið að baki ráðningunni. Til að sýna fram á það þarf atvinnurekandi, í þessu tilviki ráðherra, að færa skilmerkileg rök fyrir því að hann hafi í raun ráðið hæfasta umsækjandann. Tæknilega séð getur ráðherra líka viðurkennt að önnur ómálefnaleg ástæða en kyn hafi stýrt ráðningunni, til dæmis flokkspólitísk þátttaka. Það gerir ráðherra vitaskuld ekki því þótt það kynni að redda honum gagnvart kærunefnd jafnréttismála þá væri hann að viðurkenna eigið brot og mál gegn honum væri auðsótt fyrir dómi. Brot Lilju – Kyn eða pólitík? Engum ætti að dyljast að tilefni þessara skrifa er brot Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra Framsóknarflokksins, gegn jafnréttislögum. Hún skipaði samflokksmann sinn fram yfir hæfari konu í embætti ráðuneytisstjóra. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði um brotið. Lilja stefndi konunni fyrir dómi í von um að fá úrskurðinum hnekkt en héraðsdómur sýknaði konuna og staðfesti niðurstöðuna. Það var eðlileg og rétt ákvörðun hjá konunni sem um ræðir að leita til kærunefndar jafnréttismála í ljósi þess að úrræðið stóð henni til boða. Kosturinn er að hún hefur fengið réttlætinu fullnægt og ég vona að mennta- og menningarmálaráðherra sjái sóma sinn í því að láta staðar numið í stað þess að herja frekar á konunni sem hún braut gegn. Vandinn er hins vegar sá að niðurstaðan fer í sögubækurnar sem enn eitt brot ríkisstjórnarinnar gegn jafnréttislögum og fyrir vikið kemur ekki til skoðunar hvort raunveruleg ástæða ráðningarinnar hafi verið flokkspólitísk greiðasemi og þar af leiðandi brot gegn öllum íslenskum almenningi. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Stjórnsýsla Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Ráðherrum ber að skipa hæfasta umsækjandann í starf ráðuneytisstjóra. Til að stuðla að því ber þeim fyrst að skipa þriggja manna nefnd sem metur hæfni umsækjenda um embættið. Þetta er gert til að verja almenning fyrir pólitískum ráðningum og auka traust á embættisfærslum ráðherranna. Með öðrum orðum er þetta gert til að vinna gegn spillingu í íslenskri stjórnsýslu. Við erum öll sammála um það að stjórnsýslan okkar á að vera fagleg og mönnuð hæfustu einstaklingunum en ekki þeim sem hafa notið uppgangs vegna þátttöku í pólitísku starfi. Við viljum gegnsæi, jafnræði og sanngirni í ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Stundum duga þessar leikreglur þó ekki til. Ráðherra skipar hæfisnefndina og ákveður hver gegnir formennsku í henni. Hann hefur því forræði yfir því hverjir meta umsækjendur. Niðurstaða nefndarinnar er líka aðeins ráðgefandi þótt tekið sé fram í lögskýringargögnum að veigamiklar ástæður þurfi ef ráðherra vill horfa fram hjá áliti hæfnisnefndar. En hvaða úrræði standa þeim til boða sem telja gegn sér brotið við skipun í opinbert embætti? Til hvaða bragðs getur fólk tekið þegar það sækir um starf og telur síður hæfan einstakling hafa verið tekinn fram yfir sig? Áhættusöm dómsmál Í fyrsta lagi getur fólk höfðað mál. Það getur stefnt ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, annað hvort á grundvelli þess að mat hæfisnefndar hafi verið rangt eða á grundvelli þess að ráðherra hafi farið gegn mati hæfisnefndar án þess að málefnalegar ástæður hafi legið að baki. Gallinn er sá að málarekstur fyrir dómstólum er kostnaðarsamur og tímafrekur. Í þessum tilvikum felur hann líka í sér að einstaklingur fari gegn ríkinu. Aðstöðumunur aðila er því töluverður. Allt talið saman gerir þetta málarekstur að áhættusamri leið. Brot á vinnumarkaði Í öðru lagi getur fólk leitað til kærunefndar jafnréttismála ef það telur brotið gegn sér á grundvelli kynþáttar, trúar, fötlunar eða annarra atriða sem talin eru upp í lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Að leita úrskurðar kærunefndar er fljótlegri og hagkvæmari lausn en að fara fyrir dóm, en umfjöllun hennar takmarkast við eitthvert framangreindra atriða. Stjórnmálaskoðanir eru til að mynda ekki á þeim lista. Mismunun vegna kyns Sérreglur gilda síðan ef gengið er fram hjá hæfasta umsækjandanum á sama tíma og hann er af öðru kyni en umsækjandinn sem var skipaður. Þar er mælikvarði kærunefndar jafnréttismála sá að ef líkur eru leiddar að því að einstaklingi hafi verið mismunað á grundvelli kyns þá þarf atvinnurekandi að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið að baki ráðningunni. Til að sýna fram á það þarf atvinnurekandi, í þessu tilviki ráðherra, að færa skilmerkileg rök fyrir því að hann hafi í raun ráðið hæfasta umsækjandann. Tæknilega séð getur ráðherra líka viðurkennt að önnur ómálefnaleg ástæða en kyn hafi stýrt ráðningunni, til dæmis flokkspólitísk þátttaka. Það gerir ráðherra vitaskuld ekki því þótt það kynni að redda honum gagnvart kærunefnd jafnréttismála þá væri hann að viðurkenna eigið brot og mál gegn honum væri auðsótt fyrir dómi. Brot Lilju – Kyn eða pólitík? Engum ætti að dyljast að tilefni þessara skrifa er brot Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra Framsóknarflokksins, gegn jafnréttislögum. Hún skipaði samflokksmann sinn fram yfir hæfari konu í embætti ráðuneytisstjóra. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði um brotið. Lilja stefndi konunni fyrir dómi í von um að fá úrskurðinum hnekkt en héraðsdómur sýknaði konuna og staðfesti niðurstöðuna. Það var eðlileg og rétt ákvörðun hjá konunni sem um ræðir að leita til kærunefndar jafnréttismála í ljósi þess að úrræðið stóð henni til boða. Kosturinn er að hún hefur fengið réttlætinu fullnægt og ég vona að mennta- og menningarmálaráðherra sjái sóma sinn í því að láta staðar numið í stað þess að herja frekar á konunni sem hún braut gegn. Vandinn er hins vegar sá að niðurstaðan fer í sögubækurnar sem enn eitt brot ríkisstjórnarinnar gegn jafnréttislögum og fyrir vikið kemur ekki til skoðunar hvort raunveruleg ástæða ráðningarinnar hafi verið flokkspólitísk greiðasemi og þar af leiðandi brot gegn öllum íslenskum almenningi. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun