Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2021 10:27 Fjölmargir nemendur í 8. bekk hafa undirbúið sig um helgina fyrir samræmt könnunarpróf í íslensku. Aðeins sumum þeirra hefur tekist að opna prófið á netinu. Vísir/Vilhelm Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir prófakerfið algjörlega ófullnægjandi en engin plön um að kaupa nýtt kerfi. Á Facebook-síðu stofnunarinnar kemur fram að próftaka hafi gengið vel hjá sumum en aðrir misst tengingu við prófakerfið. Hver skólastjóri fyrir sig geti ákveðið að fella niður prófið og setja það á annan dag. „Menntamálastofnun hefur virkjað viðbragðsáætlun og sent skólastjórum grunnskóla þau skilaboð að þeir geti ákveðið að fella niður próftöku nemenda og fært hana yfir á varaprófdaga. Mikilvægt er að hlúa vel að nemendum við þessar aðstæður. Menntamálastofnun harmar þau vandamál sem hafa komið upp við fyrirlögn prófanna,“ segir á Facebook-síðunni. Erfiðleikar komu upp við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í íslensku í 9. bekk í morgun. Próftaka gekk vel hjá sumum en...Posted by Menntamálastofnun on Monday, March 8, 2021 Ekki nýtt vandamál Fréttastofa fékk ábendingu frá foreldri í Hagaskóla um að aðeins tveimur bekkjum af sjö hefði tekist að komast inn í prófið. Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri Hagaskóla gat tekið símann og starfsmaður á skrifstofu skólans sem svaraði í símann var ekki meðvitaður um að vandamál væri með prófin. Kennari við annan grunnskóla í Reykjavík lýsir vandamálin þannig að sumir nemendur hafi þurft að reyna allt að tíu sinnum að skrá sig inn í prófið. Kerfið hrynji endurtekið þegar nemendur reyni að komast inn. Vandamál varðandi samræmd próf hér á landi eru ekki ný af nálinni. Þrjú ár eru liðin síðan svipuð vandamál komu upp við töku prófanna. Vandamálið var sagt tæknilegir örðugleikar með netþjón prófsins sem staðsettur var í Evrópu. Þá var skólastjóri Hagaskóla harðorð í bréfi til foreldra nemenda í 9. bekk. „Það er vægt til orða tekið hjá mér þegar ég segi að nemendum hafi verið boðið upp á óásættanlegar aðstæður í morgun. Sumir nemendur komust strax inn, aðrir síðar eða jafnvel ekki, flestir nemendur duttu út úr prófinu einu sinni eða oftar,“ sagði S. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri Hagaskóla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra harmaði þau óþægindi sem nemendur hefðu orðið fyrir á sínum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð. Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir prófakerfið algjörlega ófullnægjandi en engin plön um að kaupa nýtt kerfi. Á Facebook-síðu stofnunarinnar kemur fram að próftaka hafi gengið vel hjá sumum en aðrir misst tengingu við prófakerfið. Hver skólastjóri fyrir sig geti ákveðið að fella niður prófið og setja það á annan dag. „Menntamálastofnun hefur virkjað viðbragðsáætlun og sent skólastjórum grunnskóla þau skilaboð að þeir geti ákveðið að fella niður próftöku nemenda og fært hana yfir á varaprófdaga. Mikilvægt er að hlúa vel að nemendum við þessar aðstæður. Menntamálastofnun harmar þau vandamál sem hafa komið upp við fyrirlögn prófanna,“ segir á Facebook-síðunni. Erfiðleikar komu upp við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í íslensku í 9. bekk í morgun. Próftaka gekk vel hjá sumum en...Posted by Menntamálastofnun on Monday, March 8, 2021 Ekki nýtt vandamál Fréttastofa fékk ábendingu frá foreldri í Hagaskóla um að aðeins tveimur bekkjum af sjö hefði tekist að komast inn í prófið. Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri Hagaskóla gat tekið símann og starfsmaður á skrifstofu skólans sem svaraði í símann var ekki meðvitaður um að vandamál væri með prófin. Kennari við annan grunnskóla í Reykjavík lýsir vandamálin þannig að sumir nemendur hafi þurft að reyna allt að tíu sinnum að skrá sig inn í prófið. Kerfið hrynji endurtekið þegar nemendur reyni að komast inn. Vandamál varðandi samræmd próf hér á landi eru ekki ný af nálinni. Þrjú ár eru liðin síðan svipuð vandamál komu upp við töku prófanna. Vandamálið var sagt tæknilegir örðugleikar með netþjón prófsins sem staðsettur var í Evrópu. Þá var skólastjóri Hagaskóla harðorð í bréfi til foreldra nemenda í 9. bekk. „Það er vægt til orða tekið hjá mér þegar ég segi að nemendum hafi verið boðið upp á óásættanlegar aðstæður í morgun. Sumir nemendur komust strax inn, aðrir síðar eða jafnvel ekki, flestir nemendur duttu út úr prófinu einu sinni eða oftar,“ sagði S. Ingibjörg Jósefsdóttir skólastjóri Hagaskóla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra harmaði þau óþægindi sem nemendur hefðu orðið fyrir á sínum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira