SALEK eða öfluga verkalýðsbaráttu í VR? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 9. mars 2021 07:01 Um það snúast þessar kosningar raunverulega. Valkosturinn gæti varla verið skýrari og ætti að auðvelda valið fyrir félagsmenn VR. Helstu baráttumál mótframboðsins til formanns VR eru nánast þau sömu og SA, og fyrrum forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson stóðu fyrir. Sem er norræna samningalíkanið SALEK, og að fólkið (eigendur lífeyrissjóðanna) sé ekki að skipta sér af lífeyrissjóðunum og starfsemi þeirra. Einnig að verkalýðshreyfingin sé ekki að skipta sér af pólitík eða þvælast fyrir sérhagsmunaöflum þegar þau þrýsta á stjórnvöld í að fá sínar eigin leikreglur gegnum löggjafann. Eitt af helstu loforðum mótframboðsins gæti ekki fallið betur að áhugamálum SA sem er að sundra samstöðu hreyfingarinnar. En þar er lofað að mynda ekki bandalag með ákveðnum félögum innan ASÍ fyrirfram. Og það án þess að kröfugerðir eða áherslur félaganna innan ASÍ liggja fyrir. Úr viðtali við Magnús L. Sveinsson fyrrum formann VR. „Árið 1955 fór lægst launaða fólkið í Reykjavík og Hafnarfirði í 6 vikna verkfall til að ná samningum um atvinnuleysisbætur. 6 vikna verkfall hjá lægst launaða fólkinu sem á þeim tíma átti varla fyrir mat hvað þá meiru. Þessar fórnir hjá lægst launaða fólkinu færðu öllum hinum þau réttindi sem við teljum svo sjálfsögð í dag.“ Höfum þetta í huga þegar við heyrum fullyrðingar um að ólíkir hópar eigi ekki samleið í verkalýðsbaráttu. Stærstu sigrarnir og mikilvægustu réttindin, sem við teljum sjálfsögð í dag, komu í gegnum samtakamátt heildarinnar. Samtakamátt og samstöðu ólíkra hópa. Þegar uppi er staðið erum við ekkert án hvors annars. Höfum það hugfast þegar við göngum til kosninga í VR að niðurstaðan getur haft mikil áhrif á lífskjör okkar til framtíðar. Það er hart sótt að launafólki og réttindum okkar alla daga. Öflug forysta sem sækir fram og stendur í lappirnar eru lykillinn að árangri. Kjósum áframhaldandi öfluga forystu í VR. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Formannskjör í VR Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Um það snúast þessar kosningar raunverulega. Valkosturinn gæti varla verið skýrari og ætti að auðvelda valið fyrir félagsmenn VR. Helstu baráttumál mótframboðsins til formanns VR eru nánast þau sömu og SA, og fyrrum forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson stóðu fyrir. Sem er norræna samningalíkanið SALEK, og að fólkið (eigendur lífeyrissjóðanna) sé ekki að skipta sér af lífeyrissjóðunum og starfsemi þeirra. Einnig að verkalýðshreyfingin sé ekki að skipta sér af pólitík eða þvælast fyrir sérhagsmunaöflum þegar þau þrýsta á stjórnvöld í að fá sínar eigin leikreglur gegnum löggjafann. Eitt af helstu loforðum mótframboðsins gæti ekki fallið betur að áhugamálum SA sem er að sundra samstöðu hreyfingarinnar. En þar er lofað að mynda ekki bandalag með ákveðnum félögum innan ASÍ fyrirfram. Og það án þess að kröfugerðir eða áherslur félaganna innan ASÍ liggja fyrir. Úr viðtali við Magnús L. Sveinsson fyrrum formann VR. „Árið 1955 fór lægst launaða fólkið í Reykjavík og Hafnarfirði í 6 vikna verkfall til að ná samningum um atvinnuleysisbætur. 6 vikna verkfall hjá lægst launaða fólkinu sem á þeim tíma átti varla fyrir mat hvað þá meiru. Þessar fórnir hjá lægst launaða fólkinu færðu öllum hinum þau réttindi sem við teljum svo sjálfsögð í dag.“ Höfum þetta í huga þegar við heyrum fullyrðingar um að ólíkir hópar eigi ekki samleið í verkalýðsbaráttu. Stærstu sigrarnir og mikilvægustu réttindin, sem við teljum sjálfsögð í dag, komu í gegnum samtakamátt heildarinnar. Samtakamátt og samstöðu ólíkra hópa. Þegar uppi er staðið erum við ekkert án hvors annars. Höfum það hugfast þegar við göngum til kosninga í VR að niðurstaðan getur haft mikil áhrif á lífskjör okkar til framtíðar. Það er hart sótt að launafólki og réttindum okkar alla daga. Öflug forysta sem sækir fram og stendur í lappirnar eru lykillinn að árangri. Kjósum áframhaldandi öfluga forystu í VR. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar