Svona gekk fyrsta flug Icelandair með Max vélinni eftir kyrrsetningu Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2021 10:30 Fyrsta áætlunarflug Max vélanna var flogið til Kaupmannahafnar í gær. Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max vélar Icelandair var í gærmorgun en vélin fór til Kaupmannahafnar. Í Íslandi í dag í gærkvöldi kynnti Sindri Sindrason sér vélina og fékk að vera um borð þegar starfsfólk Icelandair fór í útsýnisflug á laugardaginn. Vélintegundin hafði verið kyrrsett í tvö ár áður en hún fékk aftur leyfi til að fljúga á nýjan leik en tvö mannskæð flugslys urðu þess valdandi að lagfæra þurfti vélabúnað Max vélanna. Flugið á laugardaginn var um klukkustunda útsýnisflug með forstjóra og öðrum starfsmönnum Icelandair. Aðeins máttu fimmtíu manns vera um borð í vélinni vegna ástandsins. „Þetta er frábær dagur. Í þessum mánuði erum við að taka tvær vélar í notkun og svo mun þeim fjölga eftir því sem líður nær að sumri,“ segir Ásgeir Gunnar Stefánsson aðstoðaryfirflugstjóri Icelandair. Tólf flugfélög í heiminum hafa þegar tekið Max vélarnar í rekstur á ný. Frá kyrrsetningu hafa verið farnar níu þúsund ferðir með 737 Max. „Þetta er stór dagur. Við erum bara virkilega ánægð að fá þessa vél aftur í rekstur. Við erum búnir að vera fljúga þessum vélum í prófunum undanfarið og erum bara mjög sáttir við allt,“ segir Kári Kárason flugstjóri hjá fyrirtækinu. Þetta var í raun fyrsta flug fyrirtækisins með Max vélinni þar sem full áhöfn var til staðar og farþegar. „Við erum með 43 farþega og svo erum við sex í áhöfn,“ segir Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir flugfreyja um borð. „Þetta er svona lokaundirbúningsflugið áður en vélin fer aftur inn í leiðakerfið þannig að þetta er mikill gleðidagur,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Það verða tólf Max vélar þegar við erum búin að fá þær allar afhentar. Þessar vélar munu skapa tækifæri í leiðakerfinu sem núverandi floti getur í rauninni ekki búið til. Bæði hvað varðar tíðni og nýja áfangastaði. Við trúum því fullum fetum að þetta muni gjörbylta okkar rekstri á jákvæðan máta,“ segir Bogi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fréttir af flugi Ísland í dag Icelandair Boeing Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. 2. mars 2021 12:36 Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36 Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 Sjá meira
Í Íslandi í dag í gærkvöldi kynnti Sindri Sindrason sér vélina og fékk að vera um borð þegar starfsfólk Icelandair fór í útsýnisflug á laugardaginn. Vélintegundin hafði verið kyrrsett í tvö ár áður en hún fékk aftur leyfi til að fljúga á nýjan leik en tvö mannskæð flugslys urðu þess valdandi að lagfæra þurfti vélabúnað Max vélanna. Flugið á laugardaginn var um klukkustunda útsýnisflug með forstjóra og öðrum starfsmönnum Icelandair. Aðeins máttu fimmtíu manns vera um borð í vélinni vegna ástandsins. „Þetta er frábær dagur. Í þessum mánuði erum við að taka tvær vélar í notkun og svo mun þeim fjölga eftir því sem líður nær að sumri,“ segir Ásgeir Gunnar Stefánsson aðstoðaryfirflugstjóri Icelandair. Tólf flugfélög í heiminum hafa þegar tekið Max vélarnar í rekstur á ný. Frá kyrrsetningu hafa verið farnar níu þúsund ferðir með 737 Max. „Þetta er stór dagur. Við erum bara virkilega ánægð að fá þessa vél aftur í rekstur. Við erum búnir að vera fljúga þessum vélum í prófunum undanfarið og erum bara mjög sáttir við allt,“ segir Kári Kárason flugstjóri hjá fyrirtækinu. Þetta var í raun fyrsta flug fyrirtækisins með Max vélinni þar sem full áhöfn var til staðar og farþegar. „Við erum með 43 farþega og svo erum við sex í áhöfn,“ segir Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir flugfreyja um borð. „Þetta er svona lokaundirbúningsflugið áður en vélin fer aftur inn í leiðakerfið þannig að þetta er mikill gleðidagur,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Það verða tólf Max vélar þegar við erum búin að fá þær allar afhentar. Þessar vélar munu skapa tækifæri í leiðakerfinu sem núverandi floti getur í rauninni ekki búið til. Bæði hvað varðar tíðni og nýja áfangastaði. Við trúum því fullum fetum að þetta muni gjörbylta okkar rekstri á jákvæðan máta,“ segir Bogi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Fréttir af flugi Ísland í dag Icelandair Boeing Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. 2. mars 2021 12:36 Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36 Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. 2. mars 2021 12:36
Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36