„Dagur langbestur í deildinni í síðustu leikjum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 15:00 Dagur Arnarsson hefur komið með beinum hætti að rétt tæpum tíu mörkum að meðaltali í leik. Vísir/Vilhelm Sportið í dag bauð upp á sérstaka handboltaútgáfu í nýjast þættinum þar sem tveir sérfræðingar úr Seinni bylgjunni mættu til Henrys Birgis Gunnarssonar. Henry Birgir fékk þá Einar Andra Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson til sín í nýjasta hlaðvarpsþátt Sportsins í dag en þar ræddu þeir Olís deild karla í handbolta sem er rétt rúmlega hálfnuð. Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson hefur verið atkvæðamikill í Eyjaliðinu í vetur en enginn leikmaður hefur búið til fleiri færi fyrir félaga sína en hann. Dagur er með 5,3 stoðsendingar og 4,6 mörk að meðaltali í leik. Eyjamenn hafa verið óheppnir með meiðsli lykilmanna á þessari leiktíð og þeir eru eins og er bara í níunda sæti deildarinnar og því í raun utan úrslitakeppni eins og staðan er í dag. Það eru samt bara þrjú stig upp í fjórða sætið. „Þeir eiga þrátt fyrir öll þessu meiðsli þennan demant í Degi Arnarssyni. Hann fór rólega af stað en hefur síðan tekið yfir deildina og leiðir deildina í mörkum og stoðsendingum samanlagt og annað. Hann fékk svolítið lyklana fyrir tímabilið og var ekki alveg tilbúinn í það fyrst en hefur síðan sýnt það að hann er alveg til í það,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Í síðustu fimm, sex, sjö umferðum þá hefur hann verið langbesti leikmaðurinn í deildinni. Ef hann hefði haft aðeins fleiri með sér og ÍBV væri kannski þremur til fjórum sætum hærra þá hefði hann komið sterklega til greina sem besti leikmaður deildarinnar í fyrri hlutanum,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Það verður ótrúlega spennandi að sjá hvernig hann spilar úr framhaldinu. Ef hann heldur þessum standard og Sigtryggur, Ásgeir og Fannar koma inn í þetta af fullum krafti þá verða þeir illviðráðanlegir þegar fer að vora og allt verður vitlaust í höllunum,“ sagði Einar Andri . Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Seinni bylgjan Sportið í dag Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Henry Birgir fékk þá Einar Andra Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson til sín í nýjasta hlaðvarpsþátt Sportsins í dag en þar ræddu þeir Olís deild karla í handbolta sem er rétt rúmlega hálfnuð. Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson hefur verið atkvæðamikill í Eyjaliðinu í vetur en enginn leikmaður hefur búið til fleiri færi fyrir félaga sína en hann. Dagur er með 5,3 stoðsendingar og 4,6 mörk að meðaltali í leik. Eyjamenn hafa verið óheppnir með meiðsli lykilmanna á þessari leiktíð og þeir eru eins og er bara í níunda sæti deildarinnar og því í raun utan úrslitakeppni eins og staðan er í dag. Það eru samt bara þrjú stig upp í fjórða sætið. „Þeir eiga þrátt fyrir öll þessu meiðsli þennan demant í Degi Arnarssyni. Hann fór rólega af stað en hefur síðan tekið yfir deildina og leiðir deildina í mörkum og stoðsendingum samanlagt og annað. Hann fékk svolítið lyklana fyrir tímabilið og var ekki alveg tilbúinn í það fyrst en hefur síðan sýnt það að hann er alveg til í það,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Í síðustu fimm, sex, sjö umferðum þá hefur hann verið langbesti leikmaðurinn í deildinni. Ef hann hefði haft aðeins fleiri með sér og ÍBV væri kannski þremur til fjórum sætum hærra þá hefði hann komið sterklega til greina sem besti leikmaður deildarinnar í fyrri hlutanum,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Það verður ótrúlega spennandi að sjá hvernig hann spilar úr framhaldinu. Ef hann heldur þessum standard og Sigtryggur, Ásgeir og Fannar koma inn í þetta af fullum krafti þá verða þeir illviðráðanlegir þegar fer að vora og allt verður vitlaust í höllunum,“ sagði Einar Andri . Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Sportið í dag Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira