Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2021 09:09 Piers Morgan hýr á brá á ferð um London í gær. Getty/MWE/GC Images Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. Morgan var þá einn þáttastjórnenda en hann hætti svo í þættinum á þriðjudaginn. Breska eftirlitsaðilanum Ofcom höfðu þá borist yfir 40 þúsund kvartanir vegna orða Morgans í þættinum á mánudag. Kvaðst Morgan meðal annars ekki trúa orði sem Meghan segði og að árás hennar á konungsfjölskylduna væri fyrirlitleg. Greint var frá því í gær að Meghan sjálf hefði kvartað til ITV vegna Morgans. Kvörtunin hefði þó ekki snúið að persónulegum árásum Morgans á hana sjálfa heldur frekar hvaða áhrif ummælin kynnu að hafa á aðra og hvernig þau hefðu gert lítið úr mikilvægi geðheilbrigðismála. Guardian greinir svo frá kvörtunum starfsmanna Good Morning Britain í morgun og vísar í nafnlausa heimildarmenn sína, bæði á ritstjórn þáttarins og í framleiðsluteymi hans. „Allir eru vanir því að Piers segi hluti eins og þessa en Meghan hafði bókstaflega sagt að fjölmiðlar kæmu ekki fram við hana af sanngirni vegna þess hver hún er og hann var einfaldlega að gera það,“ segir einn heimildarmaður Guardian. Annar segir að viðhorf stjórnenda hafi breyst á þriðjudaginn í kjölfar þess að Morgan strunsaði út úr þættinum. Þá var líka ljóst að Ofcom ætlaði að hefja rannsókn vegna kvartananna sem stofnuninni höfðu borist vegna Morgan. „Þeim fannst eins og þeir þyrftu að vera réttu megin siðferðislega í málinu. Piers var ekki að fara að gefa eftir svo hann þurfti að fara.“ ITV neitaði að tjá sig um málið þegar Guardian leitaði eftir því. Morgan ræddi við fjölmiðla fyrir utan heimili sitt í gærmorgun og kvaðst standa við orð sín um Meghan. „Ég trúi nánast engu sem kemur út úr henni [Meghan] og ég held að skaðinn sem hún hafi valdið konungdæmin og drottningunni á meðan Filippus prins liggur á spítala sé gríðarlegur og hreinlega fyrirlitlegur. Ef ég á að falla á sverð mitt fyrir að hafa heiðarlega skoðun á Meghan Markle og þeim þvættingi og skammaryrðum sem hún fór með í þessu viðtali þá verður að hafa það,“ sagði Morgan. Harry og Meghan Fjölmiðlar Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Morgan var þá einn þáttastjórnenda en hann hætti svo í þættinum á þriðjudaginn. Breska eftirlitsaðilanum Ofcom höfðu þá borist yfir 40 þúsund kvartanir vegna orða Morgans í þættinum á mánudag. Kvaðst Morgan meðal annars ekki trúa orði sem Meghan segði og að árás hennar á konungsfjölskylduna væri fyrirlitleg. Greint var frá því í gær að Meghan sjálf hefði kvartað til ITV vegna Morgans. Kvörtunin hefði þó ekki snúið að persónulegum árásum Morgans á hana sjálfa heldur frekar hvaða áhrif ummælin kynnu að hafa á aðra og hvernig þau hefðu gert lítið úr mikilvægi geðheilbrigðismála. Guardian greinir svo frá kvörtunum starfsmanna Good Morning Britain í morgun og vísar í nafnlausa heimildarmenn sína, bæði á ritstjórn þáttarins og í framleiðsluteymi hans. „Allir eru vanir því að Piers segi hluti eins og þessa en Meghan hafði bókstaflega sagt að fjölmiðlar kæmu ekki fram við hana af sanngirni vegna þess hver hún er og hann var einfaldlega að gera það,“ segir einn heimildarmaður Guardian. Annar segir að viðhorf stjórnenda hafi breyst á þriðjudaginn í kjölfar þess að Morgan strunsaði út úr þættinum. Þá var líka ljóst að Ofcom ætlaði að hefja rannsókn vegna kvartananna sem stofnuninni höfðu borist vegna Morgan. „Þeim fannst eins og þeir þyrftu að vera réttu megin siðferðislega í málinu. Piers var ekki að fara að gefa eftir svo hann þurfti að fara.“ ITV neitaði að tjá sig um málið þegar Guardian leitaði eftir því. Morgan ræddi við fjölmiðla fyrir utan heimili sitt í gærmorgun og kvaðst standa við orð sín um Meghan. „Ég trúi nánast engu sem kemur út úr henni [Meghan] og ég held að skaðinn sem hún hafi valdið konungdæmin og drottningunni á meðan Filippus prins liggur á spítala sé gríðarlegur og hreinlega fyrirlitlegur. Ef ég á að falla á sverð mitt fyrir að hafa heiðarlega skoðun á Meghan Markle og þeim þvættingi og skammaryrðum sem hún fór með í þessu viðtali þá verður að hafa það,“ sagði Morgan.
Harry og Meghan Fjölmiðlar Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira