Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Höttur 89 - 69 | ÍR í engum vandræðum með Hött Andri Már Eggertsson skrifar 11. mars 2021 21:55 Úr leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm ÍR-ingar komust aftur á beinu brautina er þeir unnu Hött sannfærandi í tíðindarlitlum leik er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn endaði með 20 stiga sigri ÍR 89 - 69. Það tók tæplega tvær mínútur að fá fyrstu körfu leiksins, Everage Lee var fyrstur til að koma sér á blað. Þetta átti eftir að gefa rétta mynd af fyrri hálfleiknum sem var mjög tíðindarlítill. ÍR komst strax í upphafi leiks átta stigum yfir 11 - 2 og héldu þeir alltaf ágætis forskoti gegnum gangandi allan fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 40 - 33 heimamönnum í vil. ÍR ingar fengu fínt framlag frá sínum mönnum í fyrri hálfleik og voru þrír leikmenn liðsins búnir að gera 8 stig eða meira. Stigahæstur ÍRinga í fyrri hálfleik var Everage Lee Richardson með 11 stig, á meðan var enginn í liði Hattar búinn að gera meira en 7 stig þegar haldið var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var líkur þeim fyrri. ÍR hleyptu Hetti aldrei nálægt sér og gerðu þeir vel í að bæta í forskotið og var ljóst snemma í seinni hálfleik að sigurinn væri ÍRinga. Leikurinn var ekki sá skemmtilegasti og voru gæði leiksins oft af skornum skammti. Til að mynda kom mínúta af engu þegar ÍR fengu að gefa fría þversendingu frá horni inn í teig Hattar en samt klikkaði Colin Pryor á sniðskoti. Í næstu sókn Hattar ber Dino Stipcic upp boltann sem náði sér aldrei á strik í kvöld, hann kastaði þar boltanum beint í stúkuna og er ekki ljóst á hvern hann ætlaði að gefa á. Sterkur sigur ÍR í höfn 89 - 69 sem styrkti stöðuna sína í sinni barráttu um að vera sem efst í töflunni þegar úrslitakeppnin fer af stað. Af hverju vann ÍR? ÍR mætti af talsvert betur undirbúnir til leiks og var þetta leikur sem allir lögðu mikið á sig til að vinna. Þeir fengu framlag úr mörgum áttum og fyrir utan þeirra stigahæsta mann var enginn afgerandi bestur heldur margir að skila góðu framlagi. Þeir unnu alla leikhlutana í leiknum sem var verðskuldað og geta þeir verið ánægðir með bæði sóknar og varnarleikinn hjá sér í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Everage Lee Richardson fór fyrir sínu liði í kvöld með góðum leik. Everage Lee skilaði 23 stigum og gaf 8 stoðsendingar. Það voru margir í ÍR liðinu sem áttu góðan leik. Zwonko Buljan var með tvöfalda tvennu, hann gerði 16 stig og tók 13 fráköst. Hvað gekk illa? Frammistaða Hattar var enginn, liðið virtist ekki hafa áhuga á að leggja sig fram í 40 mínútur, alltaf þegar þeir gerðu eina góða körfu fylgdu þeir því eftir með 3-4 lélegum sóknum sem gerði verkið auðveldara fyrir ÍR inga. Dino Stipcic var slakasti leikmaðurinn á vellinum í kvöld. Dino geðri 2 stig sem kom af vítalínunni í fjórða leikhluta. Hann var 0 af 11 utan af velli og kórónaði hann lélega frammistöðu þegar hann gaf sendingu aftur fyrir bak á mikilvægum tímapunkti sem endaði með töpuðum bolta. Hvað gerist næst? ÍR fer norður á Akureyri í næsta leik þar sem þeir mæta Þórsurum. Leikurinn er á föstudaginn eftir viku klukkan 18:15. Höttur fær heimaleik í MVA höllinni þar sem KR kemur í heimsókn á föstudaginn eftir viku. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Kristjana Eir Jónsdóttir: Þegar við ákveðum að spila sem lið þá vinnum við leiki Kristjana Eir, aðstoðarþjálfari ÍR.Stöð 2 Sport „Liðsheildin vann þetta fyrir okkur í kvöld, við vitum það að þegar við spilum sem lið þá vinnum við leikinn," sagði Kristjana aðstoðarþjálfari ÍR. „Við lögðum upp með að byrja leikinn af krafti og var mikill vilji fyrir því að vinna þennan leik. Þetta hefur oft verið svoldið súrt hjá okkur spilamennskan hefur verið upp og niður og var þetta leikur sem við ætluðum okkur að vinan." ÍR spilaði leikinn mjög vel og unnu þeir alla leikhlutana í leiknum sem gefur til kynna að erfitt sé að finna punkta úr leiknum sem betur máttu fara. Kristjana var hinsvegar handviss um að hún gæti fundið hluti sem betur máttu fara í leiknum eftir að hún sæi leikinn aftur. „Í næsta leik þurfum við að halda áfram að spila sem lið, þegar við látum boltann flæða og erum með yfir 20 stoðsendingar þá gengur allt mjög vel," sagði Kristjana um næsta leik á móti Þór Akureyri. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla ÍR Höttur
ÍR-ingar komust aftur á beinu brautina er þeir unnu Hött sannfærandi í tíðindarlitlum leik er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn endaði með 20 stiga sigri ÍR 89 - 69. Það tók tæplega tvær mínútur að fá fyrstu körfu leiksins, Everage Lee var fyrstur til að koma sér á blað. Þetta átti eftir að gefa rétta mynd af fyrri hálfleiknum sem var mjög tíðindarlítill. ÍR komst strax í upphafi leiks átta stigum yfir 11 - 2 og héldu þeir alltaf ágætis forskoti gegnum gangandi allan fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 40 - 33 heimamönnum í vil. ÍR ingar fengu fínt framlag frá sínum mönnum í fyrri hálfleik og voru þrír leikmenn liðsins búnir að gera 8 stig eða meira. Stigahæstur ÍRinga í fyrri hálfleik var Everage Lee Richardson með 11 stig, á meðan var enginn í liði Hattar búinn að gera meira en 7 stig þegar haldið var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var líkur þeim fyrri. ÍR hleyptu Hetti aldrei nálægt sér og gerðu þeir vel í að bæta í forskotið og var ljóst snemma í seinni hálfleik að sigurinn væri ÍRinga. Leikurinn var ekki sá skemmtilegasti og voru gæði leiksins oft af skornum skammti. Til að mynda kom mínúta af engu þegar ÍR fengu að gefa fría þversendingu frá horni inn í teig Hattar en samt klikkaði Colin Pryor á sniðskoti. Í næstu sókn Hattar ber Dino Stipcic upp boltann sem náði sér aldrei á strik í kvöld, hann kastaði þar boltanum beint í stúkuna og er ekki ljóst á hvern hann ætlaði að gefa á. Sterkur sigur ÍR í höfn 89 - 69 sem styrkti stöðuna sína í sinni barráttu um að vera sem efst í töflunni þegar úrslitakeppnin fer af stað. Af hverju vann ÍR? ÍR mætti af talsvert betur undirbúnir til leiks og var þetta leikur sem allir lögðu mikið á sig til að vinna. Þeir fengu framlag úr mörgum áttum og fyrir utan þeirra stigahæsta mann var enginn afgerandi bestur heldur margir að skila góðu framlagi. Þeir unnu alla leikhlutana í leiknum sem var verðskuldað og geta þeir verið ánægðir með bæði sóknar og varnarleikinn hjá sér í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Everage Lee Richardson fór fyrir sínu liði í kvöld með góðum leik. Everage Lee skilaði 23 stigum og gaf 8 stoðsendingar. Það voru margir í ÍR liðinu sem áttu góðan leik. Zwonko Buljan var með tvöfalda tvennu, hann gerði 16 stig og tók 13 fráköst. Hvað gekk illa? Frammistaða Hattar var enginn, liðið virtist ekki hafa áhuga á að leggja sig fram í 40 mínútur, alltaf þegar þeir gerðu eina góða körfu fylgdu þeir því eftir með 3-4 lélegum sóknum sem gerði verkið auðveldara fyrir ÍR inga. Dino Stipcic var slakasti leikmaðurinn á vellinum í kvöld. Dino geðri 2 stig sem kom af vítalínunni í fjórða leikhluta. Hann var 0 af 11 utan af velli og kórónaði hann lélega frammistöðu þegar hann gaf sendingu aftur fyrir bak á mikilvægum tímapunkti sem endaði með töpuðum bolta. Hvað gerist næst? ÍR fer norður á Akureyri í næsta leik þar sem þeir mæta Þórsurum. Leikurinn er á föstudaginn eftir viku klukkan 18:15. Höttur fær heimaleik í MVA höllinni þar sem KR kemur í heimsókn á föstudaginn eftir viku. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Kristjana Eir Jónsdóttir: Þegar við ákveðum að spila sem lið þá vinnum við leiki Kristjana Eir, aðstoðarþjálfari ÍR.Stöð 2 Sport „Liðsheildin vann þetta fyrir okkur í kvöld, við vitum það að þegar við spilum sem lið þá vinnum við leikinn," sagði Kristjana aðstoðarþjálfari ÍR. „Við lögðum upp með að byrja leikinn af krafti og var mikill vilji fyrir því að vinna þennan leik. Þetta hefur oft verið svoldið súrt hjá okkur spilamennskan hefur verið upp og niður og var þetta leikur sem við ætluðum okkur að vinan." ÍR spilaði leikinn mjög vel og unnu þeir alla leikhlutana í leiknum sem gefur til kynna að erfitt sé að finna punkta úr leiknum sem betur máttu fara. Kristjana var hinsvegar handviss um að hún gæti fundið hluti sem betur máttu fara í leiknum eftir að hún sæi leikinn aftur. „Í næsta leik þurfum við að halda áfram að spila sem lið, þegar við látum boltann flæða og erum með yfir 20 stoðsendingar þá gengur allt mjög vel," sagði Kristjana um næsta leik á móti Þór Akureyri. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti